Enga herstöð

Á fjölmennum félagsfundi Vinstri grænna á Suðurnesjum voru þrjár ályktanir samþykktar

Félagsfundur Vinstri grænna á Suðurnesjum haldinn þann 11. febrúar 2016 ályktar að Ísland sé herlaust land og hafi hvorki hugmyndafræðilega né praktíska ástæðu til að leyfa herjum annara ríkja að athafna sig hér, hvorki til æfinga né eftirlits.

Félagsfundur Vinstri grænna á Suðurnesjum haldinn þann 11. febrúar 2016 ályktar að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og verði breytt í samfélagsbanka

Félagsfundur Vinstri grænna á Suðurnesjum haldinn þann 11. febrúar 2016 ályktar að eldri borgarar hafi sýnt næga biðlund og krefst þess að hlutur þeirra verði réttur tafarlaust.