VG í Kópavogi álykta um þingrof

Aðalfundur Vinstri grænna í Kópavogi var haldinn í gærkvöldi. Ásamt venjulegum aðalfundarstörfum var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma.

Aðalfundur VG í Kópavogi 30. mars 2016 skorar á forsætisráðherra og ríkisstjórn að rjúfa þing og boða til kosninga.
Ríkisstjórnin er rúin trausti og getur ekki setið út kjörtímabilið undir þeim skugga sem fjármálavafstur forystumanna hennar hefur myndað.