Þið sem munið gátuna um hvernig bóndinn gæti ferjað úlfinn,lambið og heyið yfir ánna með eitt af þessu þrennu með sér án þess að úlfurinn æti lambið eða lambið heyið. Þetta var snúin staða en ekki óleysanleg frekar en þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir. Vinstri græn höfðu umboðið í rúma viku og glímdu við að stilla saman strengi milli ólíkra flokka. Mikil og fagleg vinna fór fram milli 5 flokka VG,Pírata,Samfó,Viðreisnar og BF þar sem 4 málefnahópar störfuðu með fulltrúum þessara flokka undir forystu VG. Farið var vandlega yfir stærstu málaflokkana og kallað eftir upplýsingum úr ráðaneytum og ýmsum áttum og unnið að því að samræma mismunandi áherslur ólíkra flokka við hugsanlega ríkisstjórnarmyndun. Ríkisfjármálin ,sjávarútvegs og landbúnaðarmálin vógu þyngst og kallað var eftir upplýsingum um stöðu ríkissjóðs sem reyndist vera í um 16 ma mínus sem rímaði ekki við allt tal fyrri ríkisstjórnar um góða stöðu ríkissjóðs og ábyrga fjármálastjórn og að hér væri allt eins og blómstrið eina. Málefnahóparnir voru sammála um að hér þyrfti að gera átak í heilbrigðis,mennta og velferðarmálum og allri innviðauppbyggingu en þegar verri staða ríkissjóðs kom í ljós þá reyndi á að samræmi væri á milli vilja og verka og þar féllu flokkar á prófinu og sá undir yljarnar á þeim sumum. Ríkissjóður hefur afsalað sér tekjum á þessu kjörtímabili allt að 60 milljörðum og veikt tekjustofna ríkisins það mikið að það stendur ekki undir eðlilegum rekstri nema skorið verði niður í samfélagsneyslu. Ég stýrði málefnahópi þar sem fjallaði var m.a. um sjávarútvegs,landbúnaðar og ferðamál ,orku og loftslagsmál. Okkur tókst að skila frá okkur hugmynd að útfærslu m.a. á ákveðnu hlutfalli aflaheimilda á uppboð með girðingum eftir stærð útgerðarflokka og afla á fiskmarkað og eflingu byggðafestu og strandveiða. Tilraunin átti að vara út kjörtímabilið og unnið yrði áfram með málið á kjörtímabilinu og reynslan metin um framhaldið. Í landbúnaðarmálum voru helst til umræðu og skoðunamunur á lengd 3 ára endurskoðunar á búvörusamningnum sem lögfestur var í haust og hvaða áherslur væru í endurskoðuninni. Hvortveggja brúanlegt ef vilji hefði verið til staðar en í öðrum málaflokkum í mínum hópi kom ekki fram alvarlegur skoðanamunur. Við Vinstri græn tökum hlutverk okkar mjög alvarlega við þessar aðstæður og flókinnar niðurstöðu kosninganna við höfum þrætt völundarhús ólíkra sjónarmiða og möguleika á að vinna með samnefnara margra og mismunandi flokka og vorum komin á endastöð í bili þar sem viljan vantaði þegar á reyndi og ljóst var að aðrar þreifingar skiluðu ekki árangri að svo stöddu. Við munum áfram vinna að því að reyna stjórnarmyndun þó flókin sé og skorumst ekki undan ábyrgð og vitum að það er mikil eftirspurn eftir samfélags og velferðaráherslum Vinstri grænna í stjórn landsins þó hrein vinstri stjórn sé ekki niðurstaða kosninganna. Nú þurfa þingmenn að leggja höfuðið í bleyti og leysa stjórnarmyndunargátuna og vera lausnarmiðuð, það fannst lausn á gátunni hér að ofan um úlfinn,lambið og heyið . En munum að tvennt af þrennu mátti aldrei skilja eftir saman öðrum meginn við árbakkann !