Skemmtilegur vorfundur EVG

Vorfundur EVG var þann 11. apríl nk. kl. 20 í Stangarhyl 4, húsi eldri borgara í Reykjavík.

Þetta var seinasti fundur fyrir sumarfrí og kosningar.

Á honum fræddumst við um lítt þekktan þátt úr sögu okkar Íslendinga um innflutning á margvíslegri vöru til landsins á erfiðum tímum. Hrefna Róbertsdóttir sagði frá rannsókn sinni. Karl Jeppesen hefur heimsótt verstöðvar allt í kringum landið á liðnum árum, safnað um þær upplýsingum og tekið af þeim ljósmyndir. Í fyrirlestri hans heimsóttu EVG nokkrar af þessum verstöðvum. Þá var ljóðið okkar á sínum stað í flutningi Ragnheiðar Jónsdóttur.