Vinstri græn framboð víða um land taka þátt í hreinsun stranda í átaki Landverndar á norræna strandhreinsideginum 5. maí.  Hugmynd að þátttöku VG-lista í þessum atburði kviknaði á  sveitarstjórnarráðstefnu Vinstri grænna fyrr í vor, þegar Tómas J. Knútsson frá Bláa hernum sagði frá strandhreinsátakinu, en það var Dagný Alda Steinsdóttir oddviti, VG og óháðra í Reykjanesbæ sem hvatti til þess að Vinstri græn gerðu þetta saman.   Úr varð að nokkur VG framboð taka þátt í Hreinsum Ísland átakinu 5. maí 2018.  Oddvitar VG-lista hvetja alla VG-félaga og Íslendinga almennt til að mæta og hreinsa landið. Oddvitarnir og/eða kosningastjórar stýra verki. Hér að neðan má sjá hvar og hvenær hóparnir ætla að hittast:

Akureyri:

Leirunesti kl. 10.30

Árborg:

Höfnin á Stokkseyri og Barnaskólinn á Eyrarbakka kl. 13

Mosfellsbær:

Bílastæðið við Harðarból kl. 13

Norðurþing:

Kosningastjórainn Röðull Reyr Kárason stýrir viðburði.

Reykjanesbær:

Mæting við Garðskagavita klukkan 13.00

Reykjavík:

Bílastæðið við Grafarvogskirkju kl. 10

Skagafjörður:

Fjaran á móti gamla tónlistarskólanum á Sauðárkróki kl. 17 eða Vesturfarasetrið í Hofsósi kl. 17.

Kópavogur:

Hreinsar bæinn en ekki ströndina í þetta sinn og Gísli Baldvinsson, kosningastjóri stýrir verki.

 

Hægt er að finna facebook viðburði tengda átakinu á hverjum stað