,

Að sjá skóginn fyrir trjánum

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna skrifar um orkumál og nauðsyn þess að setja langtíma stefnu á breiðum pólitískum grunni í málaflokknum.

Í gegnum tíð­ina höfum við tekið ákvarð­anir langt inn í fram­tíð­ina um það hvar og hversu mikið við ætlum að virkja án þess að hafa endi­lega ákveðið í hvað orkan á að fara. Þessu ætti að sjálf­sögðu að vera öfugt far­ið, en til að svo megi verða þarf að setja Íslandi orku­stefnu til fram­tíð­ar.
Kannski er eft­ir­spurnin eftir fram­tíð­ar­sýn stjórn­mála­manna ekki mik­il, en ég ætla að leyfa mér að setja fram þá sýn sem ég hef á orku­mál Íslands. Umræðan um orku­mál hefur um of snú­ist um ein­staka virkj­ana­kosti; hvort nýta eigi eða vernda. Við höfum ein­blínt um of á ein­staka tré og fyrir vikið misst sjónar af skóg­in­um. Ég vil snúa þessu við, horfa á hlut­ina frá nýjum sjón­ar­hóli.
Fyrst þurfum við að setja það niður fyrir okkur hvernig sam­fé­lag við viljum sjá á Íslandi í fram­tíð­inni, árið 2030 eða 2040. Viljum við að Ísland verði grænt sam­fé­lag, hafi náð kolefn­is­hlut­leysi, dregið úr inn­flutn­ingi og notkun jarð­efna­elds­neytis og nýti inn­lenda end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa við rekstur sam­fé­lags­ins? Slíkt er í sam­ræmi við það sem rík­is­stjórnin hefur sett fram um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og upp­fyll­ingu skuld­bind­inga vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins árið 2030.
Auglýsing

Þegar við höfum sæst á það hvert við stefn­um, getum við snúið okkur að því að skoða það hvernig við komumst þang­að. Hvað þurfum við að nýta af orku­auð­lindum lands­ins til að skapa grænt og umhverf­is­vænt sam­fé­lag? Hvernig getum við náð sem mestri sátt þar um, nýtt ork­una á sem umhverf­is­vænastan máta. Viljum við byggja upp lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki á ákveðnum svæð­um, viljum við tryggja betur afhend­ingar­ör­yggi orkunn­ar.
Þegar við höfum svarað þeim spurn­ingum setj­umst við yfir það hvernig er hægt að flytja ork­una. Þurfum við að byggja upp betra dreif­ing­ar­kerfi, tengja ákveðin land­svæði betur við kerf­ið? Hvernig tryggjum við nauð­syn­leg orku­skipti í sam­göngum og aðgengi að raf­magni til þeirra um allt land? Í atvinnu­líf­inu? Sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði?
Þetta er ferlið sem ég tel nauð­syn­legt:
Fram­tíð­ar­sýn (hvernig viljum við sjá Ísland) – í hvað ætlum við að nýta ork­una – hve mikla orku þurfum við – hvar ætlum við að afla hennar – hvernig eigum við að flytja hana.
Til að þetta sé mögu­legt þarf einnig að sam­ræma þær áætl­anir sem þegar hafa verið sam­þykkt­ar, eða eru í bígerð. Aðgerð­ar­á­ætlun um orku­skipti í sam­göng­um, Ramma­á­ætl­un, stefnu í línu­mál­um, stefnu um upp­bygg­ingu iðn­að­ar, byggða­stefnu, skuld­bind­ingar vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, stefnu um kolefn­is­hlut­laust Ísland. Allt þarf þetta að tala sam­an, sem og fleiri stefnur og sam­þykkt­ir, falla saman í það púslu­spil sem sam­an­sett er það sam­fé­lag sem við viljum sjá.
Ég var svo hepp­inn að fá tæki­færi til að eiga fundi í Sví­þjóð og Dan­mörku fyrr í þess­ari viku og kynn­ast því hvernig vélað er um orku­stefnu þar á bæ. Það var lær­dóms­ríkt, svo ekki sé meira sagt. Vissu­lega eru aðstæður ólíkar í þeim lönd­um, en ferlið sem nauð­syn­legt er til að sátt ríki í sam­fé­lag­inu um orku­mál er svipað hvar sem er í heim­in­um.
Eitt var sam­eig­in­legt öllum sem ég ræddi við, bæði í Dan­mörku og Sví­þjóð, hvort sem þau komu úr þing­inu, stjórn­sýsl­unni, umhverf­is­sam­tökum eða orku­geir­an­um; breið sam­staða er nauð­syn­leg.
Danir fóru í mark­vissa vinnu við að efla inn­lenda orku­gjafa í olíu­kreppu átt­unda ára­tug­ar­ins. Þegar fram liðu stundir jókst síðan áherslan á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og nú á stór hluti raf­orku þeirra slíkan upp­runa. Núver­andi orku­stefna var sam­þykkt árið 2012 og gildir til 2020, en mikil vinna hefur farið fram síð­ustu ár við mótun nýrrar stefnu, bæði til lengri og skemmri tíma.
Í því ferli voru allir kall­aðir að borð­inu; almenn­ing­ur, orku­geir­inn, umhverf­is­sam­tök, stjórn­mála­menn, dreif­ing­ar­að­il­ar, sveit­ar­fé­lög og svo mætti lengi áfram telja. Vissu­lega heyrð­ust gagn­rýn­is­radd­ir, sumum fannst að almenn­ingur hefði mátt hafa meiri aðkomu, að fleiri opnir fundir hefðu verið haldnir o.s.frv., en í stóru mál­unum þótti vinnan takast ágæt­lega. Nið­ur­staða hennar var skýrsla sem rík­is­stjórnin vinnur nú með til að byggja til­lögu um orku­stefnu á. Sú fer svo fyrir þing­ið, sem á loka­orð­ið.
Í Dan­mörku er rík hefð fyrir minni­hluta­stjórnum og það hefur sett mark sitt á það hvernig sam­vinnu er háttað þar í landi. Rík­is­stjórnir hverju sinni geta ekki keyrt stefnu sína í gegn í krafti meiri­hluta, heldur þurfa að ná breiðri sam­stöðu um hana. Það kallar á víð­feðmt sam­starf, raun­veru­legt sam­starf þar sem sjón­ar­mið allra eru virt.
Ég held að við getum lært margt af þessu. Ef við ætlum að setja okkur lang­tíma­stefnu í orku­mál­um, og raunar á það við um fleiri mál, þá þarf sú stefna að lifa margar rík­is­stjórn­ir. Það þarf að ríkja eins mikil sátt um hana og mögu­legt er og til þess þarf stjórn­ar­meiri­hlut­inn að vera til­bú­inn að opna vinn­una.
Orku­stefna er eitt af þeim málum sem kveðið er á um í stjórn­ar­sátt­mála að fari í þverpóli­tíska vinnu. Ég ber mikla von til þess að allir séu til­búnir til að koma að þeirri vinnu með opnum huga og saman getum við sett Íslandi þá orku­stefnu sem svo nauð­syn­legt er að gera.