Aðalfundi VG í Norðausturkjördæmi lokið

Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi var haldinn á Húsavík um helgina. Þingmenn Vinstri grænna í kjördæminu ávörpuðu fundargesti. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona, gagnrýndi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og ráðherra fyrir stórkallalegan talanda sem felst í hefðbundinni hægristefnu. Bjarkey nefndi líka að engar framkvæmdir væru fyrirhugaðar í samgöngumálum og svo virðist vera að innanríkisráðherra hafi hreinlega gleymt þeim.

Fyrir fundinum lágu þrjár ályktanir sem allar voru samþykktar en þær má finna hér.

Í stjórn voru kjörin:

  • Björn Halldórsson, formaður, Vopnafirði
  • Ingibjörg Þórðardóttir, Neskaupsstað
  • Edward H. Huijbens, Akureyri
  • Hrafnkell Lárusson, Egilsstöðum
  • Inga Eiríksdóttir, Ólafsfirði
  • Trausti aðalsteinsson, Húsavík
  • Guðrún Þórsdóttir, Akureyri

Til vara:

  • Vilberg Helgason, Akureyri
  • Gunnar Ólafsson, Austfirðir