Aðalfundur VG í Reykjavík

Tilkynning frá Vinstri grænum í Reykjavík:

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 27. september nk. í kosningamiðstöðinni, Laugavegi 170  í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og ráðgert að honum ljúki kl. 22.

Dagskrá:

 

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Fundargerð síðasta aðalfundar.
  3. Tillaga stjórnar um að fresta stjórnarkjöri og afgreiðslu á skýrslu stjórnar þar til að afloknum kosningum og að haldinn verði framhaldsaðalfundur eigi síðar en mánuði eftir kjördag. Á þeim fundi verða tvö mál á dagskrá: Skýrsla stjórnar og kjör formanns og stjórnar.
  4. Skýrsla stjórnar.
  5. Ársreikningar fyrir almanaksárið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.
  6. Ársreikningar fyrir fyrri hluta þessa árs kynntir.
  7. Félagsgjöld ákveðin.
  8. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
  9. Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn a.m.k. viku fyrir aðalfund.

Að loknum aðalfundarstörfum:

  1. Önnur mál. – Farið yfir áherslur í kosningabaráttu, kosningastjóri kynntur.

 

Við bjóðum upp á kaffi og kleinur og kosningasjóðurinn verður á sínum stað. Við hlökkum til að sjá ykkur á fundinum.

 

Tilkynningu VGR auk laga félagsins má finna í heild sinni hér.