Aðalfundur VG í Vestmannaeyjum

Í gærkvöldi var haldinn aðalfundur VG í Vestmannaeyjum. Venjuleg aðalfundarstörf fóru fram og kjörnir voru fulltrúar félagsins á landsfund.

Rætt var um undirbúning bæjarstjórnarkosninganna á næsta ári.

Ný stjórn var kosin en hana skipa:

Ragnar Óskarsson formaður ( hrauntun22@gmail.com)
Margrét Lilja Magnúsdóttir ( margret@setur.is)
Sigríður Kristinsdóttir (siggak@hive.is).

 

Eftirfarandi kveðja var send þingflokki VG:
Baráttukveðjur til þingflokks Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Vestmannaeyjum haldinn 4. sept. 2017 sendir þingflokki hreyfingarinnar baráttukveðjur við upphaf  starfa Alþingis haustið 2017. Megi störf ykkar þar áfram sem hingað einkennast af þeim krafti og samstöðu sem þið sýnduð á síðasta þingi. Stefna hreyfingarinnar hefur e.t.v. aldrei átt brýnni erindi til þjóðarinnar en einmitt nú og því er afar mikilvægt að fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs á Alþingi sýni og sanni með verkum sínum að þeir eru sannarlega málsvarar almennings á Íslandi. Fundurinn treystir ykkur best til þess.