Aðalfundur VGR – viltu vera í stjórn?

Framhaldsaðalfundur Vinstri grænna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn, 30. október, þar sem m.a. verður kosið í stjórn félagsins. Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður auglýstur betur þegar nær dregur.

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík er skipuð 7 aðalmönnum og 2 varamönnum. Sjá nánar á http://vgr.is

Samkvæmt reglum félagsins verða nú kosnir 3 aðalmenn til tveggja ára og formaður og 2 til vara til eins árs.

Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram til starfa í stjórn VGR eða í önnur verkefni – sem mun ekki veita af í vor í aðdraganda borgarstjórnarkosninga – sendu þá endilega póst á formann eða varaformann félagsins, helst fyrir lok sunnudagsins 26. nóvember.

Netföngin eru:

 

Álfheiður Ingadóttir, formaður – vgr@vgr.is

 

Orri Páll Jóhannsson, varaformaður – orri@vgr.is