Aðalfundur VGR

Framhaldsaðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 9. janúar n.k. að Vesturgötu 7 og hefst kl. 20.

Dagskrá skv. samþykkt aðalfundar 26. september s.l.:

1. Lokaskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár kynnt og afgreidd.

2. Ársreikningar VGR fyrir árið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.

3. Kosning formanns til eins árs.

4. Kosning 3ja stjórnarmanna til tveggja ára í stað þeirra sem ganga úr stjórn.

5. Kosning 2ja varamanna til eins árs.

Að loknum aðalfundarstörfum verður rætt um pólitík! Framsögu hafa Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.

Stjórn VGR.