Fréttir

Ætlar Björt framtíð að þola þetta?

Það er gömul saga og ný þegar hægri­menn eru við völd að opin­bera kerfið er svelt, kall­aðar eru fram kröfur um end­ur­bætur og svo einka­vætt í fram­hald­inu. Allt á kostnað opin­bera kerf­is­ins, sem við eigum sam­an, höfum áhrif á, stýrum eftir lýð­ræð­is­legum leiðum og þjónar öllum jafnt.

Nú er við völd á Íslandi afskap­lega hægrisinnuð rík­is­stjórn sem sann­ar­lega hefur þau mark­mið að auka veru­lega hlut einka­að­ila í almanna­þjón­ust­unni. For­sæt­is­ráð­herra meira að segja lítur svo á að eðli­legt og jafn­vel æski­legt sé að pen­inga­fólk geti fjár­fest í henni til þess eins að hagn­ast og greiða sér arð út úr rekstr­in­um. Að ein­stak­lingar verði bein­línis ríkir á því að sinna sjúk­lingum eða menntun ungs fólks. Ríki­dæmi af þeim toga kemur aðeins til af því að almenna opin­bera þjón­ustan er svelt og verður til að auka enn á þann vanda. Þannig verða ein­stak­lingar ríkir af því að mis­muna öðrum um sjálf­sagða þjón­ustu á kostnað okkar allra.

Það standa yfir grund­vallar­á­tök í íslensku sam­fé­lagi. Átökin um almanna­þjón­ust­una. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann ypptir öxlum og getur ekki talað skýrt í þá veru að hann standi með opin­bera kerf­inu og mennta­mála­ráð­herr­ann seg­ist ekki vera búinn að taka ákvörðun þótt fyrir liggi athugun á því að afhenda Fjöl­braut í Ármúla einka­að­ilum án allrar umræðu. Bæði kerf­in, heilsu­gæslan og mennta­kerf­ið, eru svelt í til­lögu að rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Vinnu­brögðin eru for­kast­an­leg, leyndin algjör og þing­inu haldið utan við alla ferla.

Flokkar sem kenndu sig við ný vinnu­brögð ganga í lið með Sjálf­stæð­is­flokknum sem á langa sögu leynd­ar­hyggju að baki. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar Við­reisn er ann­ars vegar enda voru allir ráð­herrar þess flokks á sínum tíma einmitt félagar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hins vegar eru margir hugsi yfir Bjartri fram­tíð og hvernig sá flokkur ætlar að hjálpa til við blekk­ingar í heil­brigð­is­málum þar sem svelti­stefnan heldur áfram, ætlar að láta sig hafa leynd­ar­hyggj­una í mennta­málum þar sem skólum er svipt úr höndum almenn­ings og þeir afhentir einka­að­il­um.

Björt fram­tíð tók þá ákvörðun á kosn­inga­nótt að gang­ast Við­reisn á hönd, að því er virð­ist án skil­yrða. Metn­að­ar­fullur umhverf­is­ráð­herra og gæða­legur heil­brigð­is­ráð­herra standa nú á tíma­mótum eða eigum við að kalla það þátta­skil? Þegar fjallað er um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til fimm ára koma álita­málin í ljós og staða flokk­anna skýrist. Björt fram­tíð hefur val um að styðja áfram­hald­andi hægripóli­tík og svelti­stefnu eða kanna aðra kosti fyrir umhverf­is- og nátt­úru­vernd, rétt­lát­ara sam­fé­lag, jöfnuð og almennt opin­bert heil­brigð­is- og mennta­kerfi fyrir alla.