Af hverju þurfum við að kjósa núna?

Ég held að það sé mik­il­vægt að við spyrjum okk­ur: Af hverju kjósum við núna? Ástandið er ekki eðli­legt og að sjálf­sögðu á ekki að þurfa að kjósa hér árlega á þing.

Ástæða þess að við kjósum nú, er ein­fald­lega að enn einu sinni er fólki nóg boð­ið. Enn einu sinni fær fólk nóg af því hvernig vald­inu er beitt hér á landi og hvernig þeir sem eiga, þykj­ast allt mega. Þannig sýn­ist mér best að það sem við gerum upp í þessum kosn­ing­um, og ræðum í aðdrag­anda þeirra, er nákvæm­lega hvernig stjórn­ar­hætti við vilj­um.

Í umræðu­þáttum og fréttum er spurt hvaða mál eigi nú að ræða í aðdrag­anda kosn­inga. Hvað varðar stóru málin sem brenna á fólki og snúa að vel­ferð, mennt­un, sam­göngum og byggða­málum þá blasir alveg við fyrir hvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð standa. Rétt áður en stjórnin féll var lagt fram fjár­laga­frum­varp frá­far­andi rík­is­stjórnar og þar má glögg­lega lesa hvernig þessir flokkar for­gangs­raða fjár­munum og alger óþarfi að hlusta á ein­hvern fag­ur­gala í kosn­inga­bar­áttu. Sam­an­tekið birt­ist þar áhersla á að skapa kunn­ug­legt „svig­rúm til einka­rekst­urs“ á öllum svið­um, með því að svelta allt sem til­heyrir hinu opin­bera kerfi (lítið dæmi hér). Þar hefur fólk ein­fald­lega val og þorri lands­manna virð­ist vilja öfugri vel­ferð en þessir flokkar vilja bjóða.

Hins­vegar til að forð­ast það að kosn­ingar verði árlegur við­burður í kjöl­far berja­tínslu, þá þarf að gera upp við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Það þarf að gera upp við hvernig þeir beita valdi sínu leynt og ljóst. Það þarf að gera upp við hefð sam­trygg­ing­ar, yfir­gangs og hroka. Það þarf að gefa Sjálf­stæð­is­flokknum frí frá völdum í alla­vega tvo heil kjör­tíma­bil, eitt er ljós­lega ekki nóg. Með því að gefa sam­fé­lag­inu og stofn­unum okkar and­rými í nokkur ár, án kæf­andi yfir­gangs Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá fáum við heil­brigð­ara sam­fé­lag. Ég virði skoð­anir þeirra sem eru á hægri væng stjórn­mála, þó ég sé þeim ósam­mála, en þetta snýst ekk­ert um það. Þetta snýst um að losa okkur við valda­stofnun sem ítrekað hefur mis­beitt valdi sínu og er svo kyrfi­lega vafin í allt sem miður fer í okkar sam­fé­lagi. Þetta veit ég að Sjálf­stæð­is­menn með sjálfs­virð­ingu skilja, en nú þarf að sýna það í verki.

Höf­undur er vara­bæj­ar­full­trúi VG á Akur­eyri. Greinin birtist fyrst í Kjarnanum.