Aftur um lög vegna bráðabirgðaleyfi til fiskeldis

Ari Trausti Guðmundsson svarar gagnrýni Jóns Kaldal á skrif hans um réttlætingu á lagasetningu Alþingis vegna sjókvíaeldis á sunnanverðum Vestfjörðum.

Til þess að svara grein Jóns Kaldal í bak­hópi The Icelandic Wild­life Fund, í Kjarn­an­um, þarf all­mörg orð.

Jón gerir athuga­semd við að ég segi leyfi til fisk­eldis sem úrskurðuð voru úr gildi (af Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála, ÚUA) vera “all­gam­alt”. Leyf­ið/­leyfin eru tæp­lega árs­gömul og ég skal fús­lega við­ur­kenna að við getum deilt um hvaða lýs­ing­ar­orð hent­ar. Fyrir mér er 10 mán­aða gild­is­tími leyfa, sem nýttur var til und­ir­bún­ings frekara fisk­eld­is, all­langur tími í hrað­fara atvinnu­grein. Ég get ekki séð að óná­kvæmni mín eða túlkun á orð­inu all­gam­alt skyggi á það sem skiptir máli:

– Mats­skýrsla um umhverf­is­á­hrif fram­kvæmda liggur frammi.

– Til þess bærar stofn­anir hafa sam­þykkt hana.

– Umbeðin leyfi eru útgef­in.

Hvað gerir fram­kvæmda­að­ili þá? Hann hefst handa. Kæra vegna eins eða fleiri atriða í mats­skýrslu, eða vegna leyf­is­veit­ing­ar, getur komið fram fljót­lega eða seint eftir leyf­is­veit­ingu. Kæran leggur upp í óvissu­ferð. Fram­kvæmda­að­ili verður þá að íhuga fram­hald­ið.

Senni­lega er mjög algengt að fyr­ir­tæki, sem þannig er búið um hjá, haldi sínu striki við und­ir­bún­ing fram­kvæmda (eða fram­kvæmd­irn­ar) þótt leyf­is­veit­ingin sé kærð. Meðal ástæðna þess eru þær að hvorki er vitað hver verður nið­ur­staða kærunnar né hve langan tíma með­ferð hennar tek­ur. Vissu­lega getur þessi hegðun verið háð eðli starf­sem­innar og í ein­hverjum til­vikum er beðið með allar athafnir þar til kæran hefur verið afgreidd. Í eld­is­starf­semi með dýr er það a.m.k. erfitt. Falli úrskurður vegna kæru á þann veg að leyfi falli úr gildi verður fram­kvæmda­að­il­inn að láta staðar numið eða bæta úr ágalla sem veldur leyf­is­svipt­ingu. Ekki er óeðli­legt þegar millj­arðar eru í húfi eða atvinna stórs hóps að menn leggi sig fram við að lag­færa ágalla, nema um sé að ræða mjög alvar­legar yfir­sjónir við gerð for­senda fyrir leyf­is­veit­ingu (eða hana sjálfa).

Jón gerir líka athuga­semd við orða­lag mitt um “sam­þykkta mats­skýrslu” og minnir á að “ekki (séu) teknar bind­andi ákvarð­anir í umhverf­is­mats­ferli fyrr en við leyf­is­veit­ingu og leyfin voru kærð nán­ast um leið og þau voru gefin út.” Það þurrkar ekki út þá stað­reynd að eng­inn nema kær­andi gerði lengst af athuga­semdir við að í mats­skýrslu vant­aði alla umfjöllun um aðra fisk­eld­is­kosti en þá í fyr­ir­hug­uðum opnum sjó­kví­um. Skýrslan var stimpluð góð og gild í stjórn­kerf­inu en atriðið kært. Ég og margir aðrir líta svo á að þessi form­galli við gerð mats­skýrslu rétt­læti laga­setn­ing­una. Hún var ekki flaust­urs­leg, heldur vand- og þing­ræð­is­lega unn­in.

Jón lítur svo á að rík­is­stjórnin öll hafi ekki sam­þykkt laga­setn­ing­una og með tekið fram fyrir hendur fjöl­skip­aðs stjórn­valds. Það tel ég ekki stand­ast því hvorki ráð­herra land­bún­að­ar­/­sjáv­ar­út­vegs né umhverf­is/auð­linda stóðu einir að laga­setn­ing­unni. Rík­is­stjórnin gerði það með sínum þing­meiri­hluta.

Hann gagn­rýnir að laga­setn­ingin hafi ekki farið í hefð­bundið umsagn­ar­ferli. Hið hefð­bundna ferli er langt og hefði gert laga­setn­ing­una óþarfa því leyf­is­svipt­ing úrskurð­ar­nefnd­ar­innar merkti nán­ast taf­ar­lausa lokun starf­sem­inn­ar. Auð­vitað kemur fyrir í störfum Alþingis að ein­ungis er tími til að fá nokkra gesti til fagnefndar sem um mál fjall­ar. Í þessu til­viki mættu sér­fræð­ingar í lögum og stjórn­sýslu og sam­kvæmt við­tölum við þá stendur úrskurður kæru­nefnd­ar­innar óskertur og engir alþjóða­samn­ingar hafa verið brotn­ir. Lögin gefi aðeins svig­rúm til að laga ágalla á umræddri umhverf­is­mats­skýrslu, í þessu til­viki, hvað sem síður kann að ger­ast fyrir áhrif lag­anna. Þær galla­lag­fær­ingar tryggja raunar fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­unum ekki annað en starfs­frest þar til mats­skýrslan öll eða hlutar hennar hafa verið teknir til skoð­unar og end­ur­mats og því lok­ið.

Jón rifjar upp orð Lilju Raf­n­eyjar Magn­ús­dóttur þing­manns VG fyrir tveimur árum, um lagn­ingu háspennu­línu milli Kröflu og Bakka. Hún sagði m.a.: “Í frum­varp­inu er lagt til að kæru­heim­ild umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem virkj­ast við lok langs fer­ils verði í raun felld úr gildi með sér­tækum lög­um”. Frum­varpið var bein­línis lagt fram til þess að fyr­ir­skipa lagn­ingu háspennu­línu á til­tekin máta eftir að hún hafði verið kærð og ann­arra lausna kraf­ist. Úrskurður ÚUA féll á meðan Lilja mælti fyrir áliti minni­hluta atvinnu­vega­nefnd­ar. Mál­inu skyldi vísað aftur til sveit­ar­fé­lags­ins sem bætt­i úr því er á vant­aði af þess hálfu við útgáfu fram­kvæmda­leyf­is­ins. ­Stjórn­völd dróg­u frum­varp sitt til baka og fram­kvæmdin rataði áfram eftir eðli­legum stjórn­sýslu­leið­um. Til­vikin eru ósam­bæri­leg.

Vand­séð er hvaða sam­hengi orð Lilju hafa við nýsam­þykkt lög um bráða­birgða­leyfi til fisk­eldis í 10 mán­uði (með fram­leng­ing­ar­mögu­leika um 10 mán.). Hvergi er snert við kæru­heim­ild með nýju lög­un­um. Með þeim er verið að búa til svig­rúm, sem ekki fæst með því að úrskurð­ar­nefndin geti frestað rétt­ar­á­hrifum (eins og aðrar slíkar nefnd­ir), til þess að kanna hvort fisk­eld­is­leyfin haldi ekki eftir við­gerðir á mats­skýrslu. Nýju lögin fyr­ir­skipa ekki fisk­eldi í opnum sjó­kvíum í umræddum fjörð­um.

Inn í þessa umræðu flétt­ast svo hags­munir stórra hópa og millj­arða­verð­mæti á báða bóga. Fisk­eldið er líf­akk­eri byggða, t.d. á Vest­fjörð­um, og hags­munir stang­veiði­rétt­hafa (og veiði­manna) gríðar mik­il­væg­ir. Við bæt­ist inn­tak villtrar nátt­úru, mat­væla­fram­leiðslu, umhverfis – og lofts­lags­mála, og fleira. Ábyrgð allra sem um véla er mikil og við stjórn­mála­menn verðum að leysa þar hnúta jafnt sem að gæta með­al­hófs í ákvörð­un­um. Mik­il­vægir þrýsti­hópar (NGO) eru einnig þar á með­al. Nátt­úr­nytjar og nátt­úru­vernd er flókin vog að stilla í jafn­vægi.

 

Höfundur er þingmaður VG.