Álfheiður er nýr formaður VGR

Aðalfundur VG í Reykjavík var haldinn í kvöld á Vesturgötu 7 en fundinum stýrði Drífa Snædal. Um 40 félagar mættu á fundinn. Benóný Harðarson, fráfarandi formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Álfheiður Ingadóttir kjörin formaður samhljóða. Ný í stjórn voru kjörin Orri Páll Jóhannsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Þóra Magnea Magnúsdóttir. Silja Snædal Drífudóttir og Heimir Björn Janusarson voru kjörin varamenn. Fyrir í stjórn sitja Steinar Harðarson, Auður Alfía Ketilsdóttir og Ragnar Karl Jóhannsson, en þau voru kosin til tveggja ára á aðalfundi í fyrra og sitja því áfram. Að loknu stjórnarkjöri og framlögn ársreikninga og skýrslu stjórnar voru þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir með framsögur.