Alþjóðleg stórfyrirtæki eiga að greiða skatta á Íslandi

Það hefur löngum verið ljóst að við búum við afleita raf­orku­samn­inga sem tryggja álverum og stór­iðju raf­magn langt undir mark­aðsvirði. Á grund­velli samn­inga sem gerðir voru í tíð núver­andi stjórn­ar­flokka nýtur erlenda stór­iðjan umtals­verðra íviln­ana fram yfir aðra. Þessir samn­ingar voru og eru hneisa þar sem ekki er gætt hags­muna íslensks sam­fé­lags eða fram­tíð­ar­kyn­slóða og nátt­úru­vernd er víða kastað fyrir róða við orku­öfl­un. Því miður hefur auk þess verið látið við­gang­ast að þessi alþjóð­legu stór­fyr­ir­tæki komi sér undan því að greiða eðli­lega skatta af starf­semi sinni hér­lend­is. Rétt eins og það fólk sem opin­berað var með Panama­skjöl­unum á vor­dög­um.

Skýrt dæmi um þetta er fyr­ir­tækið Alcoa, en sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið 2015 greiddi fyr­ir­tækið ekki eina ein­ustu krónu í tekju­skatt á Íslandi árinu þrátt fyrir að velta rúm­lega 90 millj­örðum króna. Skýr­ingin er sú að bók­færðar skuldir fyr­ir­tæk­is­ins eru metnar hærri en eignir þess hér á landi. Raunar hefur fyr­ir­tækið aldrei greitt fyr­ir­tækja­skatt á Íslandi enda ekki skilað hagn­aði hér. Alcoa á Íslandi hefur hins vegar greitt móð­ur­fé­lagi sínu í Lúx­em­borg tæp­lega 57 millj­arða kr. í vexti frá bygg­ingu álvers­ins í Reyð­ar­firði.

Fram hefur komið í fjöl­miðlum að Ind­riði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, telur allar líkur á að Alcoa beiti þess­ari aðferð í þeim eina til­gangi að koma fjár­munum frá starf­semi álvers­ins án þess að þurfa að greiða skatta af rekstr­ar­hagn­aði fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. Ind­riði skefur ekk­ert af því og tekur svo djúpt í árinni í við­tali við Stund­ina í júní 2015 að segja um þennan gjörn­ing: „Þetta er bara til­búið tap.“

Í vik­unni var svokölluð þunn eig­in­fjár­mögnun rædd á Alþingi að frum­kvæði for­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs en hún lagði fram frum­varp þar um á árinu 2013. Frum­varp­inu er ætlað að koma í veg fyrir að erlendar fyr­ir­tækja­sam­stæður geti bók­fært tap en greitt svo­kall­aða vexti til móð­ur­fyr­ir­tækja og komið sér þannig undan því að greiða eðli­legt skatta­hlut­fall þess ríkis sem þær starfa í. Rétt eins og Alcoa á Íslandi.

Fjár­mála­ráð­herra fór í mikla vörn í umræð­unum í þing­inu á dög­unum um þessa sjálf­sögðu skatt­lagn­ingu á risa­stór iðn­fyr­ir­tæki. Ráð­herr­ann segir að verið sé að skoða þessi mál í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. En spurn­ingin er sú fyrir hvern fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur verið að spila varn­ar­leik? Ef honum er í raun og veru svo mikið í mun að láta erlend stór­iðju­fyr­ir­tæki borga við­un­andi tekju­skatt í rík­is­sjóð okkar allra, af hverju hefur hann þá ekki lagt fram frum­varp um það? Af hverju stafar þetta aðgerða­leysi og hvað hefur það kostað okkur hin? Hvort eru ráð­herrar hægri­st­jórn­ar­innar að vinna fyrir almenn­ing í land­inu eða alþjóð­leg álfyr­ir­tæki og fjár­magn­ið?

Stað­reyndin er sú að það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að girt sé fyrir und­an­skot þess­ara fyr­ir­tækja með almennum hætti. Vand­inn er bara sá að sitj­andi rík­is­stjórn treystir sér ekki til þess og almenn­ingur treystir henni ekki til þess held­ur. Nú er kom­inn tími á breyt­ing­ar. Látum verkin tala og tryggjum að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki greiði skatta á Íslandi eins og önnur fyr­ir­tæki.

Svandís Svavarsdóttir.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður VG

Birtist fyrst í Kjarnanum.