Ályktanir landsfundar 2017

Fjöldi ályktana var samþykktur á tíunda landsfundi VG sem fram fór í Reykjavík um liðna helgi og eru þær nú allar birtar hér. Í almennri stjórnmálaályktun kallaði fundurinn eftir stefnubreytingu í íslensku samfélagi og áréttaði að fráfarandi ríkisstjórnarflokkar setti fram sína stefnu í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fyrir þingið áður en stjórnin sprakk. „Áfram stóð til að þrengja verulega að heilbrigðiskerfinu, skólunum, vegakerfinu og kjörum aldraðra og öryrkja. Stefnubreytingar er þörf í öllum þessum málaflokkum,“ segir í ályktuninni.

Tólf ályktanir voru samþykktar um umhverfismál og einnig var ályktað um jafnréttismál, alþjóða- og mannréttindamál, velferðar- og heilbrigðismál, mennta- og menningarmál, samgöngu- og sveitarstjórnarmál, atvinnumál, vinnumarkaðs- og verkalýðsmál, húsnæðismál, lækkun kosningaaldurs og jöfn tækifæri og lífsgæði fyrir ungt fólk. Þá sendi fundurinn ICAN, samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum, hamingjuóskir með friðarverðlaun Nóbels.

Smelltu hér til að lesa allar samþykktar ályktanir.

Smelltu hér til að lesa nýjar stefnur sem voru samþykktar á fundinum.

Smelltu hér til að lesa kosningaáherslur VG 2017.