Ályktun stjórnar Ungra vinstri grænna

Stjórn Ungra vinstri grænna krefst þess að íslensk stjórnvöld bregðist af meiri hörku við þjóðarmorði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Blóðbaðið fer stigversnandi: á síðustu tíu dögum hafa á þriðja hundrað Palestínubúa verið myrtir og nú berast fréttir af því að Ísraelsher sé á leiðinni með landher inn á Gaza. Ung vinstri græn hvetja yfirvöld til að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael, setja viðskiptabann á ríkið og láta reyna á stríðsglæpakæru fyrir alþjóðlegum dómstólum.

Stjórn Ungra vinstri grænna