Amid Derayat er nýr formaður í Kópavogi

Amid er fæddur og uppalin í Kermanshah sem er í Kúrdíska hluta Írans. Amid er með BA-gráðu í umhverfis-og náttúrufræði frá Háskólanum í Gorgon, sem er í Norður Íran. Amid fluttist til Íslands haustið 1995 og árið 2000 nam hann fiskifræði við Háskóla Íslands og er með MA-gráðu þaðan. Áratug síðar fékk hann doktorsgráðu í sjávarvistfræði frá Háskólanum í Sterling, Skotlandi.

Amid er kvæntur Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttir og eiga þau saman tvö börn sem eru ellefu og níu ára.

Amid hefur unnið margvísleg störf á síðustu árum t.d. hjá Stofnfiski, Hafrannsóknarstofnun og nú síðast hjá Matorku.

Amid flutti í vesturbæ Kópavogs árið 2006, þykir honum sannarlega gott að búa í Kópavogi. Amid hefur spilað blak frá árinu 1996 með ÍS og er stoltur að segja frá því að lið hans hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í blaki. Síðustu sex ár hefur hann einnig tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni þar sem honum hefur gengið vel.

Áhugi Amids á pólitík kviknaði á unglingsaldri en árið 1979 var Íranska byltingin og hafði hún mikil samfélagsleg áhrif á Miðausturlöndin. Þar má nefna átta ára stríð Íraks og Írans, innrás Íraka í Kúveit sem leiddi af sér Persaflóastríðið og stanslaust stríðsástand í Miðausturlöndunum.

Lesa má ítarlegt viðtal Atla Þórs Fanndal við Amid í fréttablaðinu Kópavogur sem kom út 13. mars sl. Smelltu hér.