Áminning: Aðalfundur VG í Reykjavík

Ágætu félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Reykjavík.

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 27. september nk. í kosningamiðstöðinni, Laugavegi 170 í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og ráðgert að honum ljúki kl. 22.

 

Dagskrá:

 

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Fundargerð síðasta aðalfundar.
 3. Tillaga stjórnar um að fresta stjórnarkjöri og afgreiðslu á skýrslu stjórnar þar til að afloknum kosningum og að haldinn verði framhaldsaðalfundur eigi síðar en mánuði eftir kjördag. Á þeim fundi verða tvö mál á dagskrá: Skýrsla stjórnar og kjör formanns og stjórnar.
 4. Skýrsla stjórnar.
 5. Ársreikningar fyrir almanaksárið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.
 6. Ársreikningar fyrir fyrri hluta þessa árs kynntir.
 7. Félagsgjöld ákveðin.
 8. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
 9. Lagabreytingar. Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn a.m.k. viku fyrir aðalfund.

 

Að loknum aðalfundarstörfum:

 1. Önnur mál. – Farið yfir áherslur í kosningabaráttu, kosningastjóri kynntur.

 

 

Við bjóðum upp á kaffi og kleinur og kosningasjóðurinn verður á sínum stað. Við hlökkum til að sjá ykkur á fundinum.

 

 

Fyrir hönd stjórnar VG í Reykjavík,

Benóný Harðarson, formaður.

 

 

Tillaga frá stjórn VGR:

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, haldinn 27. september 2016 samþykkir að fresta kjöri formanns og stjórnar til framhaldsaðalfundar. Framhaldsaðalfundur skal haldinn eigi síðar en mánuði eftir kjördag og er dagskrá hans eftirfarandi:

 1. Lokaskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár kynnt og afgreidd.
 2. Kosning formanns til eins árs.
 3. Kosning 3ja stjórnarmanna til tveggja ára í stað þeirra sem ganga úr stjórn.
 4. Kosning 2ja varamanna til eins árs.

 

F.h. stjórnar, Benóný Harðarson, Álfheiður Ingadóttir.

 

Lög félagsins

Lög  Vinstrihreyfingarinnar     –             græns    framboðs            í              Reykjavík

 1. Félagið heitir Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík. Heimili og varnarþing eru í Reykjavík.

 1. Félagar eru jafnframt félagsmenn í stjórnmálasamtökunum Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og eru öll markmið og skilyrði í samræmi við lög þeirra.

 1. a. Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn árlega í septembermánuði. Til aðalfundarins skal boða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

 1. Á aðalfundi skulu bornir upp ársreikningar og skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Reikningsárið fylgir almanaksárinu og jafnframt skal lagt fram til kynningar ½ árs uppgjör yfirstandandi árs. Aðalfundur tekur afstöðu til lagabreytinga og skulu þær berast stjórn með viku fyrirvara. Aðalfundur ákveður upphæð félagsgjalds.

 1. Stjórn félagsins skipa 7 aðalmenn og 2 til vara, sem kjörnir eru með eftirfarandi hætti: Aðalfundur kýs formann til eins árs, 3 aðalmenn til 2ja ára, 2 varamenn og 2 skoðunarmenn reikninga til eins árs. Stjórn er heimilt að skipa uppstillingarnefnd sem gerir tillögu að formanni og nýrri stjórn félagsins.

 1. Félagsfundi skal að jafnaði halda ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári og oftar ef a.m.k. fimmtíu félagsmenn óska þess.

 1. Stjórn fer með málefni svæðisfélagsins milli aðalfunda. Fulltrúi kjörinn af tengiliðaráði Ungra vinstri grænna í Reykjavík hefur setu- og tillögurétt á stjórnarfundum félagsins.

 1. Fyrir hverjar almennar kosningar skal stjórn VGR bera undir félagsfund hvort fari fram uppstilling eða forval við uppröðun á lista. Að því leyti sem ekki er annað ákveðið af félagsfundi gilda samræmdar lágmarksreglur hreyfingarinnar vegna uppröðunar á lista fyrir kosningar.

 1. Þegar til landsfundar er boðað skal kalla til félagsfundar þar sem félagið kýs sér landsfundarfulltrúa í samræmi við lög landssamtakanna.

 1. Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til líknarstarfsemi að vali síðustu stjórnar.

 1. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á aðalfundi 8. september 2014

Bráðabirgðaákvæði: Á aðalfundi félagsins árið 2014 er kosið þannig til stjórnar að þrír stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára og þrír stjórnarmenn til eins árs.