Andrés Ingi á #HeForShe í Úkraínu

Andrés Ingi Jónsson, tók þátt í pallborði um #HeForShe á kvennaþingi í Úkraínu, sem haldið var í annað sinn í síðustu viku. Hann ræddi sumt af því sem hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni og hvernig það hefur gert samfélagið betra fyrir fólk af öllum kynjum. En Andrés minnti á að þótt Ísland raðist efst á lista yfir lönd eftir stöðu jafnréttis þá megi víða gera betur, eins og t.d. í baráttunni gegn ofbeldi, og ekki megi sofna á verðinum, eins og sýndi sig þegar konum snarfækkaði í Alþingiskosningum 2016.

 

Kvennaþinginu lauk með samþykkt fimm ályktana, sem snéru að því að efla hlut kvenna í stjórnmálum, á vinnumarkaði og í réttarvörslukerfinu, hertum aðgerðum gegn ofbeldi og kynjaðri hagstjórn.