Anna Lísa Björnsdóttir er kosningastjóri VG í Reykjavík

Anna Lísa Björnsdóttir hef­ur hafið störf sem kosningastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykja­vík fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor.  Anna Lísa, sem annars stjórnar skrifstofu og samskiptamiðlum fyrir VG,  fær tímabundið leyfi frá störfum sínum þar fram yfir kosningarnar.

Anna Lísa hefur unnið fyrir bókaútgáfu hérlendis sem og erlendis undanfarin ár og sem skipuleggjandi fyrir BBC á Íslandi.

Anna Lísa er ein af stofnendum Gleym-mér-ei styrktarfélags, auk þess sem hún sat í stjórn Hlaðvarpans og stýrði ritnefnd á vegum Styrktarfélagsins LÍF um bæklinga um missi á meðgöngu.

Anna Lísa hefur verið félagi í VG frá stofnun hreyfingarinnar.