Arndís Pétursdóttir kosningastjóri – opið hús í Strandgötu

VG í Hafnarfirði hefur ræður Arndísi Pétursdóttir sem kosningastýru. Arndís er fædd og uppalin í Hafnarfirði, hún gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Eftir Flensborg lærði hún bókmenntafræði og ritlist við Háskóla Íslands. Arndís rekur nú Vintage búðina í húsnæði VG að Strandgötu 11 í Hafnarfirði. Barátta fyrir réttlátara samfélag, umhverfisvernd og hag fjölskyldunnar hefur alltaf verið Arndísi hugleikin og því samþykkti Arndís að taka að sér kosningastjórn fyrir VG í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði og fleiri frambjóðendur og VG félagar í bænum verða með opið VG á Strandgötunni alla fimmtudaga frá klukkan 17.00 fram að kosningum.