Ársreikningur VG fyrir árið 2016

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur skilað ársreikningi 2016 til Ríkisendurskoðanda, degi fyrir
síðasta skilafrest.
Tap varð af rekstri flokksins á árinu 2016 nam 19,5 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi.
Árið 2016 var kosningaár, en þá var kosið til Alþingis og skýrist neikvæð staða í árslok af því. Skuldir
vegna kosninganna voru greiddar upp að fullu í febrúar. Nú réttu ári síðar eru Alþingiskosningar að
nýju og stefnir því aftur í tap á árinu 2017.
Framlög Alþingis til VG á síðasta ári námu rúmum 43 milljónum króna. Framlög frá einstaklingum
voru tæpar 12 milljónir en frá lögaðilum 6.7 milljónir.
Ársreikningur Vinstri grænna er endurskoðaður af KPMG endurskoðun. Hann hefur verið samþykktur
og undirritaður af stjórn hreyfingarinnar og af félagslegum endurskoðendum flokksins.

Hér má sjá ársreikninginn í heild sinni.
VG ársreikningur 2016