Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

,

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Sigríður er fædd og uppalin á Akranesi. Hún er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, með mannfræði sem aukagrein, og meistarapróf í þróunar- og átakafræðum frá University of East Anglia í Bretlandi. Sigríður hefur síðastliðin ár stýrt kynningarmálum hjá UNICEF á […]

,

Heyrnarfræðingar löggiltir sem heilbrigðisstétt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um menntun, réttindi og skyldur  heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Reglugerðin felur í sér löggildingu stéttarinnar og hefur sá einn rétt til að kalla sig heyrnarfræðing og starfa sem slíkur hér á landi sem hefur fengið til þess leyfi landlæknis. Ákvörðun ráðherra um að […]

Meirihlutasamstarf VG í Borgarbyggd með Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og óháða

Meirihlutasamstarf VG í Borgarbyggd með Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og óháða Vinstri hreyfingin Grænt framboð fékk góða kosningu í Borgarbyggð og bætti við sig manni en Halldóra Lóa Þorvalsdsdóttir oddviti flokksing verður formaður Byggðaráðs og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður Umhverfis og skipulagsnefndar og eru þær kjörnir fulltrúar flokksins. Mikil gleði ríkti í hópnum og einskorðaðist baráttan […]

Inni á vellinum

Nú er liðið hálft ár síðan ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við stjórnartaumunum. Greinarhöfundur er sannfærður um að í umræddri stöðu og einungis þegar þannig háttar til, sé okkur í Vinstri hreyfingunni grænu framboði kleift að koma okkar ágætu málefnum og sjónarmiðum áleiðis, svo að einhverju nemi og innan ásættanlegra tímamarka. Hið síðarnefnda er síst minna […]

,

Afkomutengd veiðigjöld

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis lagði í síð­ustu viku fram frum­varp um end­ur­út­reikn­ing veiði­gjalda. Þrí­þættur til­gangur Til­gangur frum­varps­ins er þrí­þætt­ur: Í fyrsta lagi er frum­varpið lagt fram vegna þess að núver­andi lög renna út 31. ágúst og ef ekk­ert er að gert verða engin veiði­gjöld inn­heimt síð­ustu fjóra mán­uði árs­ins. Í öðru lagi felur frum­varpið i sér […]

Eftir 140 daga

Á þeim 140 dögum sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið starfandi hefur ríkisstjórnin unnið hörðum höndum að því að koma aðgerðum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Heilbrigðismálin eru í forgangi í stjórnarsáttmálanum. Fyrsti kafli stjórnarsáttmálans er helgaður þeim og þar er að finna fjölmargar mikilvægar aðgerðir og markmið, sem öll miða að því að bæta íslenska […]

Hvað viljum við í VG í skipulagsmálum?

Við viljum skipulag og þróun sem byggir á virðingu fyrir náttúru, umhverfi og sögu, traustri þekkingu og stöðugri þekkingarleit, dirfsku og framsýni. Við áttum þátt í því fyrir rúmum áratug þegar fólk í borgarstjórn og skipulagsmálum steig upp úr áratugagömlum skotgröfum og fór að tala saman um framtíðina þvert á stjórnmálaflokka. Það hóf nýja vegferð, […]

Umhverfismál og réttindi almennings

Umhverfismál og réttindi almennings Árið 1998 var samþykktur í Árósum í Danmörku tímamótasamningur sem stuðlar að því að sérhver einstaklingur og komandi kynslóðir hafi rétt til að lifa í umhverfi sem er fullnægjandi fyrir heilsu og velferð hans. Árósasamningurinn svokallaði fjallar því um mannréttindi. Hann veitir þrískipt réttindi þegar kemur að umhverfis- og náttúruverndarmálum: Aðgang […]

,

Aukin samvinna ríkis og sveitarfélaga í öldrunarþjónustu – allra hagur!

Aukin samvinna ríkis og sveitarfélaga í öldrunarþjónustu – allra hagur! Reykjavíkurborg samþykkti á dögunum nýja stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Þar er kveðið á um nauðsyn þess að efla samstarf við ríkið í þessum mikilvæga málaflokki meðal annars með því að fjölga hjúkrunarrýmum. Þessi áform borgarinnar ríma vel við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar […]