Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

,

Að sjá skóginn fyrir trjánum

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna skrifar um orkumál og nauðsyn þess að setja langtíma stefnu á breiðum pólitískum grunni í málaflokknum. Í gegnum tíð­ina höfum við tekið ákvarð­anir langt inn í fram­tíð­ina um það hvar og hversu mikið við ætlum að virkja án þess að hafa endi­lega ákveðið í hvað orkan á að fara. […]

Gamla sundhöll Keflavíkur menningarverðmæti

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fundar 13. febrúar nk. og mun ákveða  hvort samþykkja eigi nýtt deiliskipulag fyrir Framnesveg 9, þar sem gamla sundhöll Keflavíkur stendur í dag. Ef deiliskipulagið verður samþykkt, geta eigendur lóðarinnar rifið niður sundhöllina. Ég vona að bæjarráð hafni deiliskipulaginu og hlúi þess í stað að sögu- og menningarverðmætum bæjarins. Sundhöll Keflavíkur […]

Ályktanir og tillögur Flokksráðsfundar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 27. janúar 2018

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 27. janúar 2018 samþykkti á fundi sínum eftirfarandi tillögur/ályktanir: Um stuðning við sjálfstæðishreyfingar: Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs haldinn í Reykjavík 27. janúar 2018 skorar á þingmenn og ráðherra VG að vera vakandi í stuðningi við sjálfstæðishreyfingar þjóða og skjótir til viðurkenningar, þegar þær lýsa yfir sjálfstæði. Tillaga um nýja […]

,

Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi 24 jan. 2018

Virðulegur forseti. Ég vil beina augum þingheims að stöðu samnings Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem undirritaður var í Istanbúl 2011. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir, með leyfi forseta: „Lagaumhverfi kynferðisbrota verður rýnt með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda kynferðisbrota. Istanbúl-samningurinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum […]

FLOKKSRÁÐSFUNDUR VG 27. janúar

FLOKKSRÁÐSFUNDUR VG Grand Hótel í Reykjavík, 27. Janúar 2018  Dagskrá fundarins:  09.30 – 10.00              Morgunkaffi og spjall 10.00 – 10.15              Edward Huijbens, varaformaður VG setur fundinn 10.15 – 10.25              Ályktanir kynntar 10.25 – 12.00              Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra fer yfir stjórnarsamstarfið og stöðuna í stjórnmálum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- […]

,

Fjölgun sálfræðinga í almenna heilbrigðiskerfinu.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fjallar um fjölgun sálfræðinga í almenna heilbrigðiskerfinu í blaðagrein í Morgunblaðinu í dag og eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar. Hún segir skýrt ákall í samfélaginu um að þjónusta sálfræðinga verði hluti af hinu almenna opinbera heilbrigðiskerfi: Sálfræðingum fjölgar í almenna heilbrigðiskerfinu Í samfélaginu öllu má heyra ákall eftir aukinni þjónustu sálfræðinga, ákall þess efnis að […]

Þolmörk og sjálfbær ferðaþjónusta     

Ferðaþjónustan er ekki sjálfbær sem atvinnugrein en við stefnum að sjálfbærni undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu. Umhverfisáhrif hennar eru enn merkt ósjálfbærni, of mörg sveitarfélög og héruð eru ýmist of hart keyrð við að þjónusta ferðamenn eða að mestu afskipt, og loks er fjárhagslegum ávinningum misskipt í samfélögum víða um land. Mikið er ógert áður en […]

,

Birgir Jakobsson verður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Birgi Jakobsson aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Birgir tekur til starfa 1. apríl næstkomandi þegar hann lætur af embætti landlæknis. Birgir hefur gegnt embætti landlæknis frá 1. janúar 2015. Fyrir þann tíma starfaði hann í Svíþjóð um langt árabil þar sem hann gegndi ýmsum stjórnunarstöðum við sjúkrahús þar í landi. Sérgrein […]