Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

Edward Huijbens kjörinn varaformaður

„Það mikilvægasta sem stjórnmálamaðurinn býr að er traust, og þið hafið sýnt mér mikið traust hér í dag kæru félagar og það umboð mun ég fara vel með,“ sagði Edward Hákon Huijbens nýkjörinn varformaður Vinstri grænna í þakkarræðu sinni á landsfundi í dag. „Ég er kominn til þess að vinna fyrir hreyfinguna, málstaðinn og framtíðina.“ Edward, […]

Framboð til stjórnar Vinstri grænna

Kjör til stjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fer fram á landsfundi í dag klukkan 14:00. Það hefst með kynningu frambjóðenda og síðan verður gengið til atkvæða. Kosið er sérstaklega í embætti formanns, varaformanns, ritara og gjaldkera. Síðan eru kosnir sjö meðstjórnendur og fjórir til vara. Eftirfarandi framboð bárust: Til formanns: Katrín Jakobsdóttir Til varaformanns: Edward H. […]

Kosið út af yfirhylmingu og þöggun

Það eru óvenju­legir tím­ar. Ekki bara vegna þess að rík­is­stjórn leidd af Sjálf­stæð­is­flokki sprakk í enn eitt skipt­ið. Það er orðið að venju í íslensku sam­fé­lagi að rík­is­stjórnir sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í for­svari fyrir eða sitji í, springi og skapi reglu­lega þá óreiðu og glund­roða sem for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins er nú tíð­rætt um og ótt­ast hvað […]

Ræða Katrínar Jakobsdóttur: fátækt fólk á ekki að bíða eftir réttlætinu

Ræða Katrínar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, 13. september 2017. Frú forseti, góðir Íslendingar. Hæstvirtur forsætisráðherra ræddi hér í ræðu sinni gott efnahagsástand í ræðu sinni. Og um margt eru hagvísarnir góðir. En það má færa rök fyrir því að ríkidæmi okkar sé í raun mun óáþreifanlegra en það sem forsætisráðherra fór yfir í sinni ræðu. […]

Forgangsmál á nýju þingi

Við upphaf 147. löggjafarþings leggja þingmenn Vinstri grænna fram nokkurn fjölda þingmála sem nær yfir breitt málefnasvið. Málin eru unnin með markmið jöfnuðar, sjálfbærni, friðar og kvenfrelsis í forgrunni. Forgangsmál þingflokksins á þessu þingi eru að vanda þrjú og eru eftirtalin: – Tillaga til þingályktunar um stefnu í efnahags- og félagsmálum. Fyrsti flutningsmaður er Katrín […]

Sjálfstæðisflokkurinn og Donald Trump

Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan […]

Eldhúsdagsræða Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur

Virðulegi forseti – kæru landsmenn. Er hægt að verðleggja hamingju og vellíðan? Þessi spurning leitar á hugann eftir langa umræðu um ríkisfjármálaáætlun hægri stjórnarinnar undanfarna daga. Er hægt að meta fjárhagslegt virði þess hvernig börnum okkar líður í skóla, eða foreldrum okkar á öldrunarstofnunum? Eigum við að nota einhverskonar reiknireglu til að segja okkur hvernig […]

Eldhúsdagsræða Svandísar Svavarsdóttur

Forseti – góðir áhorfendur. Það er ennþá stjórnarkreppa á Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðisflokksins eru í kreppu. Kjósendum þeirra og jafnvel þeim sjálfum er ljóst að þeir koma engu í gegn af stefnumálum sínum – engu. Þeir kusu að fara með Sjálfstæðisflokknum í stjórn frekar en að standa að myndun félagshyggjustjórnar sem hefði snúist um jöfnuð og […]