Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

Ráðgjafi forsætisráðherra í jafnréttismálum skrifar um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra

Réttur kynferðisbrotamanna til að gleymast Ráðgjafi forsætisráðherra í jafnréttismálum skrifar um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um birtingu dóma og myndatökur í dómhúsum. Hún segir að þróun réttarkerfisins sé ekki einkamál þeirra sem innan þess starfa eða þurfa á því að halda. Nýtt frum­varp dóms­mála­ráð­herra um birt­ingu dóma og mynda­tökur í dóm­húsum hefur komið af stað umræðu […]

Aftur um lög vegna bráðabirgðaleyfi til fiskeldis

Ari Trausti Guðmundsson svarar gagnrýni Jóns Kaldal á skrif hans um réttlætingu á lagasetningu Alþingis vegna sjókvíaeldis á sunnanverðum Vestfjörðum. Til þess að svara grein Jóns Kaldal í bak­hópi The Icelandic Wild­life Fund, í Kjarn­an­um, þarf all­mörg orð. Jón gerir athuga­semd við að ég segi leyfi til fisk­eldis sem úrskurðuð voru úr gildi (af Úrskurð­ar­nefnd […]

Hjarta nýs þjóðarsjúkrahúss

Heilbrigðisráðherra segir að bygging nýs þjóðarsjúkrahúss verði hluti af traustum samfélagssáttmála um heilbrigðisþjónustu í fremstu röð og fyrir alla. Draumur sé að rætast. Þann 13. októ­ber síð­ast­lið­inn var tekin skóflustunga að með­ferð­ar­kjarna nýs þjóð­ar­sjúkra­húss, öfl­ugum og tækni­væddum sjúkra­hús­kjarna þar sem unnt verður að veita skil­virka og marg­brotna þjón­ustu fyrir landið allt í takt við nýj­ustu […]

,

Göngum út!

Yfirskrift kvennafrísins í ár er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Mér er til efs að til sé nokkur kona sem ekki hefur gert fjölmargar tilraunir til að breyta sjálfri sér til að ýmist falla eða falla ekki inn í þröng kynhlutverk. Of oft hefur því verið haldið að konum að þær þurfi að gera hlutina […]

3. orkupakkinn – opinn fundur VGR

Fundur um 3. orkupakkann verður haldinn fimmtudaginn 25. október nk. á Hallveigarstöðum (Túngötu). Fundurinn hefst klukkan 19:30. Á fundinum munu eftirtalin halda erindi: Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður en Birgir vann á sínum tíma greinargerð um Þriðja orkupakkann. Kristín Haraldsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður VG. Fundurinn er öllum opinn og er […]

Aðgerðaáætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess

Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu á fundi hennar í dag tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, til næstu fjögurra ára. Stýrihópur með fulltrúum hlutaðeigandi ráðuneyta hefur unnið að áætluninni í samstarfi við fjölda aðila á síðustu misserum. Það eru ráðherrar félags- og jafnréttismála, dómsmála, heilbrigðismála og menntamála sem standa saman að tillögunni […]

,

Lagabreyting er varðar fiskeldi

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um lagafrumvarpið sem veitti heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi í fiskeldisgeiranum. Frum­varpið sem sam­þykkt var á Alþingi fyrir skömmu og veitir ráð­herra heim­ild til að gefa út bráða­birgða­leyfi í fisk­eld­is­geir­an­um, með ákveðnum skil­yrð­um, vegur ekki að umhverfis­kröfum í grein­inni. Það tekur á galla í máls­með­ferð við veit­ingu […]

Róttækra breytinga er þörf

Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu […]