Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir um fjárlög 3. umræða

Nú er efnislegri umfjöllun Alþingis um fjárlög ársins 2019 að ljúka. Fjárlaganefnd hefur unnið að málinu frá því það var lagt fram þann 11. september síðastliðinn. Það er búinn að vera annar bragur á undirbúningi fjárlaga í haust heldur en síðustu tvö haust þegar þau voru samsoðin í flýti eftir kosningar. Vinnan í nefndinni er […]

Enginn í bæjarstjórn stendur vaktina í umhverfismálum í Kópavogi

„Hver mun nú standa vaktina í umhverfismálum í Kópavogi“ spurði ég sjálfa mig á kosninganótt í vor þegar ljóst var að Vinstri græn náðu ekki inn manni í bæjarstjórn Kópavogs eftir að hafa verið með bæjarfulltrúa í 12 ár. Hver mun tryggja að umhverfisstefna bæjarins og vernd gegn loftslagsbreytingum verði ávallt höfð að leiðarljósi við […]

Öflugur fyrsti viðkomustaður

Heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðiskerfinu. Til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þarf að efla hana og styrkja, en sú styrking er eitt meginmarkmiða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í heilbrigðismálum. Nú þegar hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt að efla heilsugæsluna, á því tæpa ári sem liðið er […]

Stórfundur VG með verkalýðsforystunni

Svæðisfélög Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu boða til opins fundar um verkalýðsmál. Frummælendur á fundinum verða: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Drífa Snædal, forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdótti, formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Fundarstjóri verður Ögmundur Jónasson, fyrrv. innanríkisráðherra og fyrrv. formaður BSRB Fundurinn hefst kl. 11.00 og miðað er við að honum ljúki kl. […]

Heilbrigðisþing

Síðastliðinn föstudag, 2. nóvember, var efnt til opins heilbrigðisþings á vegum velferðarráðuneytisins. Markmið þingsins var að ræða drög að heilbrigðisstefnu, stefnu fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi til ársins 2030. Þingið var opið öllum og stefnudrögin eins og þau liggja fyrir nú voru kynnt og rædd, með það fyrir augum að fá athugasemdir og ábendingar við þau. Niðurstöður […]

,

18 aðgerðir hvernig draga má úr plastmengun.

Samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi. Alls er um 18 aðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði starfshópinn í júlí. Meðal annars er lagt til að ráðast í þriggja þrepa […]

Vinna minna og allir vinna

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur […]