Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

Ný skýrsla um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga

Forsætisráðuneytið fékk Gylfa Zoega prófessor til að skrifa yfirlit um stöðu efnahagsmála í tengslum við samtal stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/08/20/Fundir-stjornvalda-og-adila-vinnumarkadarins/) nú í aðdraganda kjarasamninga. Markmiðið var að fá greiningu á stöðu efnahagslífsins, áhættum, áskorunum og tækifærum á næstu árum sem skerpt gætu umræður ríkisstjórnar og vinnumarkaðar og almennt í samfélaginu. Drög að skýrslunni voru rædd […]

Kjördæmisráð NA kosið

Ný stjórn kjördæmisráðs NA var kjörin laugardaginn 25. ágúst 2018: a. Formaður i. Ingibjörg Þórðardóttir b. Sex stjórnarmenn sem skipta með sér verkum i. Inga Eiríksdóttir ii. Óli Halldórsson iii. Berglind Häsler iiii. Andrés Skúlason v. Sigmundur Sigfússon vi. Ásrún Ýr Gestsdóttir c. Tveir til vara i. Edward H. Huijbens ii. Sóley Björk Stefánsdóttir

Umhverfisvæn uppbygging

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, birtir greinaflokk í þremur hlutum undir heitinu „Fiskeldi – Leiðin til sátta?“. Þetta er þriðja greinin. Fisk­eldi er umdeild atvinnu­grein og trauðla mun nokkurn tím­ann nást um hana full­komin sátt. Það er hins vegar skylda stjórn­mála­manna að forð­ast ekki umdeild mál, heldur reyna að vinna öll mál þannig að […]

Sóknarfæri í innlendum landbúnaði

Á dögunum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að opna landbúnaðarsýninguna Sveitasælu í Skagafirði. Þar mátti sjá margvísleg dæmi um nýsköpun í innlendum landbúnaði sem sýna svo ekki verður um villst að innlendur landbúnaður býr yfir gríðarlegum sóknarfærum. Það hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna að líta á landbúnað sem umhverfismál. Matvælaframleiðsla í nærumhverfi er […]

Sjálfbærni og vísindalegur grunnur

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, birtir greinaflokk í þremur hlutum undir heitinu „Fiskeldi – Leiðin til sátta?“. Þetta er önnur greinin. Sjálf­bærni er nokkuð sem alltaf á að stefna að og vera til grund­vallar laga­setn­ingu á 21. öld­inni. Það vill þó oft gleym­ast að undir sjálf­bærni eru þrjár stoð­ir; umhverf­is/­nátt­úru-, efna­hags- og sam­fé­lags­leg­ar. Það […]

,

Uppbygging fyrir almenning

Frá því að staða efnahagsmála tók að batna eftir efnahagshrunið hefur krafan um að ávinningurinn skili sér í auknum mæli til alls almennings með uppbyggingu samfélagslegra innviða verið hávær. Þó að þeim ríkisstjórnum sem komu í kjölfar endurreisnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi tekist ágætlega til við að fylgja eftir endurreisn efnahagslífsins stóðu eftir óuppfylltar væntingar um […]

,

Samráð um kjaramál.

Ríkisstjórnin hefur fundað tíu sinnum með forystu verkalýðshreyfingarinnar, fulltrúum atvinnurekenda og fleirum síðan í desember sl. Við höfum nú birt á vefsíðu Stjórnarráðsins dagskrá allra fundanna auk allra þeirra gagna sem lögð voru fram til kynningar og umfjöllunar. Það er mín skoðun að almenningur eigi rétt á því að fylgjast með samtali stjórnvalda og aðila […]

Auðlindagjöld og hagrænir hvatar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, birtir greinaflokk á Kjarnanum í þremur hlutum undir heitinu „Fiskeldi – Leiðin til sátta?“. Þetta er fyrsta greinin.   Saga fisk­eldis á Íslandi er orðin nokkuð löng og brota­kennd, en í dag er um umtals­verða starf­semi að ræða sem gegnir mik­il­vægu hlut­verki víða um land. Fram hjá því verður […]

,

Kynningarfundir um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til funda með sveitarfélögum, umhverfisverndarsamtökum, ferðamálasamtökum og útivistarsamtökum þar sem kynnt verða drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þjóðgarðarnir þrír, Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, […]