Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

,

Afkomutengd veiðigjöld

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis lagði í síð­ustu viku fram frum­varp um end­ur­út­reikn­ing veiði­gjalda. Þrí­þættur til­gangur Til­gangur frum­varps­ins er þrí­þætt­ur: Í fyrsta lagi er frum­varpið lagt fram vegna þess að núver­andi lög renna út 31. ágúst og ef ekk­ert er að gert verða engin veiði­gjöld inn­heimt síð­ustu fjóra mán­uði árs­ins. Í öðru lagi felur frum­varpið i sér […]

Eftir 140 daga

Á þeim 140 dögum sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið starfandi hefur ríkisstjórnin unnið hörðum höndum að því að koma aðgerðum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Heilbrigðismálin eru í forgangi í stjórnarsáttmálanum. Fyrsti kafli stjórnarsáttmálans er helgaður þeim og þar er að finna fjölmargar mikilvægar aðgerðir og markmið, sem öll miða að því að bæta íslenska […]

Hvað viljum við í VG í skipulagsmálum?

Við viljum skipulag og þróun sem byggir á virðingu fyrir náttúru, umhverfi og sögu, traustri þekkingu og stöðugri þekkingarleit, dirfsku og framsýni. Við áttum þátt í því fyrir rúmum áratug þegar fólk í borgarstjórn og skipulagsmálum steig upp úr áratugagömlum skotgröfum og fór að tala saman um framtíðina þvert á stjórnmálaflokka. Það hóf nýja vegferð, […]

Umhverfismál og réttindi almennings

Umhverfismál og réttindi almennings Árið 1998 var samþykktur í Árósum í Danmörku tímamótasamningur sem stuðlar að því að sérhver einstaklingur og komandi kynslóðir hafi rétt til að lifa í umhverfi sem er fullnægjandi fyrir heilsu og velferð hans. Árósasamningurinn svokallaði fjallar því um mannréttindi. Hann veitir þrískipt réttindi þegar kemur að umhverfis- og náttúruverndarmálum: Aðgang […]

,

Aukin samvinna ríkis og sveitarfélaga í öldrunarþjónustu – allra hagur!

Aukin samvinna ríkis og sveitarfélaga í öldrunarþjónustu – allra hagur! Reykjavíkurborg samþykkti á dögunum nýja stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Þar er kveðið á um nauðsyn þess að efla samstarf við ríkið í þessum mikilvæga málaflokki meðal annars með því að fjölga hjúkrunarrýmum. Þessi áform borgarinnar ríma vel við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar […]

,

Vinstri græn vilja að Reykjavíkurborg taki höndum saman með verkalýðshreyfingunni um að endurreisa verkamannabústaðakerfið

Stóru áherslumálin Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor eru loftslags- og umhverfismál, kjaramál og málefni leikskólanna og loks húsnæðismálin. Rauði þráðurinn í kosningastefnuskrá Vinstri grænna er jöfnuður, kvenfrelsi og umhverfisvernd, segir Líf Magneudóttir oddviti. Vinstri græn vilja að Reykjavíkurborg taki höndum saman með verkalýðshreyfingunni um að endurreisa verkamannabústaðakerfið og koma böndum á leigumarkaðinn. „Við þurfum […]

,

Landspítali í sókn

Í síðastliðinni viku var útboð jarðvinnu við nýjan meðferðarkjarna auglýst, en meðferðarkjarninn er hluti uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Jarðvegsvinna og framkvæmdir við meðferðarkjarnann hefjast svo í sumar, en kjarninn er stærsta bygging Landspítalaverkefnisins. Í meðferðarkjarna verða meðal annars bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofur, hjartaþræðing, gjörgæslur, apótek, dauðhreinsun og um 210 legurými, sem öll verða einbýli. Ljóst […]

,

Ávarp forsætisráðherra á ársfundi samtaka atvinnulífsins.

Miklu skipti að stjórnvöld, atvinnurekendur og verkalýðshreyfing leiti leiða til að auka stöðugleika. „Þar sem efnahagsleg hagsæld er sem mest er líka mest áhersla á félagsleg gæði og jöfnuð. Þannig að ég legg áherslu á að við nýtum þá mánuði sem eru framundan til þess að ná saman um það hvert við viljum stefna í þessum […]