Entries by Anna Lísa Björnsdóttir

Skráning á flokksráðsfund 12 & 13 október

Hér með er boðað til flokksráðsfundar 12 – 13. október næstkomandi. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í Kópavogi, í sal Breiðbliks í Smáranum, og áætlað er að hann hefjist klukkan 17 á föstudegi og ljúki formlega um hádegi á laugardeginum 13.október. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinn í síðasta lagi fyrir 9. október. með […]

,

Hækkun á framlögum til umhverfismála um 1,5 milljarða

Framlög til umhverfismála hækka á næsta ári um 1,5 milljarða króna fyrir utan launa- og verðlagsbætur samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að veita alls 600 milljónum kr. til loftslagstengdra verkefna fyrir árið 2019 og er það í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Fjármagnið verður nýtt […]

Mikilvægar jöfnunaraðgerðir

Í vor gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að tekjuskattskerfið og samspil bóta og skatta yrðu endurskoðuð á kjörtímabilinu þannig að það gagnist helst lágtekju- og lægri millitekjuhópum. Í dag var svo lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjubandormur þar sem lögð til til hækkun barnabóta úr 10,3 milljörðum í 12,1 milljarð. Þessi hækkun mun auka ráðstöfunartekjur tekjulágra […]

Hreindís Ylva nýr formaður UVG

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var kjörin nýr formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Hreindís Ylfa var kosin með öllum greiddum atkvæðum. Hreindís er leik- og söngkona að mennt og hefur starfað við leiklist og söng auk kennslu í báðum fögum. Hún býr í Reykjavík og var í […]

,

Uppbygging Landspítala

Framkvæmdir vegna uppbyggingar Landspítala við Hringbraut eru í fullum gangi. Uppbyggingin er mikilvæg fyrir sjúklinga og aðstandendur, starfsfólk Landspítalans og starfsemi sjúkrahússins í heild sinni. Þessi stærsta framkvæmd lýðveldissögunnar verður öllum til hagsbóta. Nú er staðan sú að vinna við lokafrágang nýs sjúkrahótels á Hringbrautarlóð er langt komin. Stefnt er að afhendingu hússins í lok […]

,

Verkefnum fjölgar – úr vörn í sókn

Þörf fyrir dagdvalarrými hefur aukist á undanförnum árum en eftir efnahagshrunið hefur þeim því miður ekki fjölgað nægilega hratt. Ástandið er enn eitt dæmið um afleiðingar hrunsins á heilbrigðiskerfið, þar sem dregið var úr fjármagni sem rann til innviða og uppbygging í mörgum málaflokkum var stöðvuð. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað rísa réttmætar kröfur um […]

Ný skýrsla um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga

Forsætisráðuneytið fékk Gylfa Zoega prófessor til að skrifa yfirlit um stöðu efnahagsmála í tengslum við samtal stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/08/20/Fundir-stjornvalda-og-adila-vinnumarkadarins/) nú í aðdraganda kjarasamninga. Markmiðið var að fá greiningu á stöðu efnahagslífsins, áhættum, áskorunum og tækifærum á næstu árum sem skerpt gætu umræður ríkisstjórnar og vinnumarkaðar og almennt í samfélaginu. Drög að skýrslunni voru rædd […]

Kjördæmisráð NA kosið

Ný stjórn kjördæmisráðs NA var kjörin laugardaginn 25. ágúst 2018: a. Formaður i. Ingibjörg Þórðardóttir b. Sex stjórnarmenn sem skipta með sér verkum i. Inga Eiríksdóttir ii. Óli Halldórsson iii. Berglind Häsler iiii. Andrés Skúlason v. Sigmundur Sigfússon vi. Ásrún Ýr Gestsdóttir c. Tveir til vara i. Edward H. Huijbens ii. Sóley Björk Stefánsdóttir

Umhverfisvæn uppbygging

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, birtir greinaflokk í þremur hlutum undir heitinu „Fiskeldi – Leiðin til sátta?“. Þetta er þriðja greinin. Fisk­eldi er umdeild atvinnu­grein og trauðla mun nokkurn tím­ann nást um hana full­komin sátt. Það er hins vegar skylda stjórn­mála­manna að forð­ast ekki umdeild mál, heldur reyna að vinna öll mál þannig að […]