Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Í tilefni þjóðhátíðardagsins

Stjórnmálamenn, Staksteinahöfundur og nokkrir álitsgjafar hafa sakað VG um að “vera á móti” lögreglunni, “hatast við” löggæsluna og sérsveitina og “ekki viðurkenna hættu” á árásum á fulltrúa hins opinbera eða almenna borgara, á hvers konar hryðjuverkum. Vafalítið má rekja neikvæð orð um lögreglu til einstakra félaga hreyfingarinnar. Þau hafa ýmist sprottið vegna dæma um þjösnaskap […]

Lögreglan á að skapa öryggi en ekki ótta í samfélaginu

Ályktun félagsfundar Vinstri-grænna í Reykjavík 15. júní 2017:     Lögreglan á að skapa öryggi en ekki ótta í samfélaginu   Vinstri-græn í Reykjavík gjalda varhug við aukinni vopnavæðingu lögreglunnar og hvetja til þess að allar breytingar sem hana varða séu ræddar ítarlega í opnu og upplýstu samtali sem er grundvallaratriði í lýðræðisríkjum. Slíkt samtal […]

Opnir fundir málefnahópa

Á næstunni halda málefnahópar áfram vinnu sinni, en tveir opnir fundir verða í þessari viku. Sá fyrri hjá efnahagshópi, í dag, mánudag kl. 17:00 og hinn, sameiginlegur fundur orkumála- og umhverfishóps, á miðvikudaginn kl. 17:00. Nánar í viðburðadagatali á forsíðu.

Þorsteinn nýr á þingi

Þorsteinn V. Einarsson tók sæti á Alþingi í dag, í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar. Er þetta í fyrsta sinn sem hann tekur sæti á þingi. Þorsteinn er 32 ára, fæddur 2. apríl 1985 á Selfossi, en alinn upp frá barnsaldri í Reykjavík – nánar tiltekið í Foldahverfinu í Grafarvogi. Þorsteinn er búsettur í Reykjavík, faðir Ólafs […]

Jómfrúarræða Óla

Virðulegi forseti Það er áhugavert að stíga inn á vettvang Alþingis nú þegar hyllir undir lok þingsins og rýna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar; sem má segja að sé meginafrakstur þessa þingvetrar. Hún virðist í einfaldri mynd ganga út á þrennt: samdrátt í ríkisrekstri, lágmarksfé í uppbyggingu innviða og því að létta skattbyrði af þeim efnaðari. Þessari […]

Menningarslys við strendur landsins ef ekkert verður að gert!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar: Fyrir skemmstu bárust svör frá þremur ráðherrum við spurningum mínum varðandi sjóvarnir almennt og skráningu og vernd menningaminja á ströndum landsins sem bornar voru fram af gefnu tilefni. Vitað er að víða hefur hafið gengið á ströndina og afmáð menningarminjar sem þar voru. Þá er ljóst að þær breytingar sem eiga […]

Óli Halldórsson á þingi í fyrsta sinn

Óli Halldórsson tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag, í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar. Óli er 42 ára, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga og oddviti VG í sveitarstjórn Norðurþings, en hann gegnir  formennsku í byggðaráði sveitarfélagsins. Óli lauk BA-gráðu í heimspeki og meistaragráðu í umhverfisfræðum, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands, með viðkomu í Middelsex University […]

Nefnd í stað fjármagns

Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. […]