Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Ung vinstri græn mótmæla mannréttindabrotum Bandaríkjanna

Ung vinstri græn fjölmenntu á mótmæli í tengslum við komu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við Ráðherrabústaðinn í dag.  Áður afhentu fimm ungliðahreyfingar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og aðstoðarmanni utanríkisráðherra áskorun um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mannréttindabrot gagnvart börnum við suðurlandamæri Bandaríkjanna verði stöðvuð. Í áskoruninni segir meðal annars: „Nauðsynlegt er að ríkisstjórn […]

Ræða Katrínar á flokksráðsfundi 8. febrúar

Kæru félagar!   Það er mér sérstakur heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag þegar við fögnum tuttugu ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.   Fyrir nokkrum árum gengum við Vinstri-græn að Gljúfurleitarfossi í sumarferð hreyfingarinnar en fossinum var þá ógnað af virkjanaáformum, svokallaðri Norðlingaöldu. Fyrst sátum við saman í alllangri rútuferð eftir […]

Það er hægt að leysa húsnæðisvandann

Húsnæðismál hafa lengi verið í eldlínunni í pólitískri umræðu. Braggahverfi Reykjavíkur voru til umræðu í hverjum kosningunum á fætur öðrum um miðbik aldarinnar og á forsíðum blaðanna mátti reglulega lesa fréttir um húsnæðisvandann með stríðsletri. Þessi vandi hefur varað árum og áratugum saman. Þó að braggahverfin heyri nú sögunni til þá viljum við öll búa […]

Samúðarkveðjur vegna árásar á borgarstjóra Gdansk

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, starfandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sendi sendiherra Póllands á Íslandi, samúðarbréf vegna banvænnar árásar á Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk. „Þetta er ótrúlega sorglegur atburður enda var Adamowicz, vinsæll og frjálslyndur borgarstjóri sem barðist fyrir réttindum LGBT-fólks og fyrir réttindum innflytjenda og flóttamanna. Það eru gildi og hópar sem er mikilvægara en nokkru sinni […]

Viðhorf og veruleiki

Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu […]

Berglind á þingi í fyrsta sinn

Berglind Häsler, ferðaþjónustubóndi og blaðamaður á Karlsstöðum í Berufirði tók í dag sæti á Alþingi í fyrsta sinn, sem varamaður Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Norðausturkjördæmis. Þessa viku situr Álfheiður Ingadóttir einnig á þingi, sem varamaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er erlendis. Berglind sagðist fyrir fyrsta þingflokksfund sinn í dag, fagna þeirri óvæntu áskorun að hafa […]

Konur og karlar

Þær eru ekki eins og þeir, sem eru öðruvísi en þær og þau eru ólík. Almennt séð leggja konur áherslu á aðra þætti – forgangsröðun karla er önnur og eftirfylgni mála öðruvísi. Konur eru með málefni er snúa að börnum, heilsu, menntun og umhyggju svo að örfá dæmi séu tekin, ofar á blaði en karlar, […]

Ályktanir flokksráðs 13. október 2018

Ályktun um félagsleg undirboð Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn 12.-13. október 2018, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera nú þegar nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um keðjuábyrgð og lög um starfsmannaleigur, setja ný lög ef þurfa þykir og efla jafnframt eftirlitsstofnanir til að stöðva og koma í veg fyrir félagsleg undirboð á íslenskum […]