Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Aðalfundur VG í Vestmannaeyjum

Í gærkvöldi var haldinn aðalfundur VG í Vestmannaeyjum. Venjuleg aðalfundarstörf fóru fram og kjörnir voru fulltrúar félagsins á landsfund. Rætt var um undirbúning bæjarstjórnarkosninganna á næsta ári. Ný stjórn var kosin en hana skipa: Ragnar Óskarsson formaður ( hrauntun22@gmail.com) Margrét Lilja Magnúsdóttir ( margret@setur.is) Sigríður Kristinsdóttir (siggak@hive.is).   Eftirfarandi kveðja var send þingflokki VG: Baráttukveðjur til […]

Félagsfundur VG á Suðurnesjum

Félagsfundur VG á Suðurnesjum verður í kvöld, þriðjudag, 5. september, kl. 20:00 í sal Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ. Fundarefnin eru kjör fulltrúa á landsfund VG og framboðsmál á svæðinu þar sem spurningin hvort og hvernig verður boðið fram í Reykjanesbæ er stóra málið. Ástandið í Helguvík verður einnig rætt. Gestir fundarins verða Katrín Jakobs og Ari […]

Sveltistefna og einkarekstur

Heilbrigðisráðherra var á vorþingi þráspurður um það hvert hann hygðist stefna hvað varðar einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann margítrekaði að ekki stæði til að fara í neinar grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu eða að auka stórkostlega við einkarekstur í kerfinu. Nú lítur hins vegar út fyrir að flokkur heilbrigðisráðherra, Björt framtíð, sem talaði mjög fyrir kerfisbreytingum á sviði […]

Frá VGR um landsfund

Félagið í Reykjavík á 168 sæti (!) á landsfundi hreyfingarinnar sem haldinn verður 6. – 8. október. Við göngum frá fulltrúatalinu á aðalfundi 18. september n.k. Ef þú býrð í Reykjavík og hefur áhuga á að sitja fundinn sendu þá endilega póst á formanninn (alfheidur.ingadottir@gmail.com) fyrir 15. september n.k.  

Skilaboð varðandi flokksráðsfund og sumarferð

Ágætu flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir!   Enn er hægt að skrá sig á flokksráðsfund og í sumarferð – en nú fer hver að verða síðastur.   Hætt hefur verið við að bjóða upp á rútuferð úr Reykjavík sökum þess að færri höfðu áhuga á þeim valkosti en gert var ráð fyrir. Í stað rútuferðar verður […]

Í tilefni þjóðhátíðardagsins

Stjórnmálamenn, Staksteinahöfundur og nokkrir álitsgjafar hafa sakað VG um að “vera á móti” lögreglunni, “hatast við” löggæsluna og sérsveitina og “ekki viðurkenna hættu” á árásum á fulltrúa hins opinbera eða almenna borgara, á hvers konar hryðjuverkum. Vafalítið má rekja neikvæð orð um lögreglu til einstakra félaga hreyfingarinnar. Þau hafa ýmist sprottið vegna dæma um þjösnaskap […]

Lögreglan á að skapa öryggi en ekki ótta í samfélaginu

Ályktun félagsfundar Vinstri-grænna í Reykjavík 15. júní 2017:     Lögreglan á að skapa öryggi en ekki ótta í samfélaginu   Vinstri-græn í Reykjavík gjalda varhug við aukinni vopnavæðingu lögreglunnar og hvetja til þess að allar breytingar sem hana varða séu ræddar ítarlega í opnu og upplýstu samtali sem er grundvallaratriði í lýðræðisríkjum. Slíkt samtal […]

Opnir fundir málefnahópa

Á næstunni halda málefnahópar áfram vinnu sinni, en tveir opnir fundir verða í þessari viku. Sá fyrri hjá efnahagshópi, í dag, mánudag kl. 17:00 og hinn, sameiginlegur fundur orkumála- og umhverfishóps, á miðvikudaginn kl. 17:00. Nánar í viðburðadagatali á forsíðu.