Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Þorsteinn nýr á þingi

Þorsteinn V. Einarsson tók sæti á Alþingi í dag, í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar. Er þetta í fyrsta sinn sem hann tekur sæti á þingi. Þorsteinn er 32 ára, fæddur 2. apríl 1985 á Selfossi, en alinn upp frá barnsaldri í Reykjavík – nánar tiltekið í Foldahverfinu í Grafarvogi. Þorsteinn er búsettur í Reykjavík, faðir Ólafs […]

Jómfrúarræða Óla

Virðulegi forseti Það er áhugavert að stíga inn á vettvang Alþingis nú þegar hyllir undir lok þingsins og rýna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar; sem má segja að sé meginafrakstur þessa þingvetrar. Hún virðist í einfaldri mynd ganga út á þrennt: samdrátt í ríkisrekstri, lágmarksfé í uppbyggingu innviða og því að létta skattbyrði af þeim efnaðari. Þessari […]

Menningarslys við strendur landsins ef ekkert verður að gert!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar: Fyrir skemmstu bárust svör frá þremur ráðherrum við spurningum mínum varðandi sjóvarnir almennt og skráningu og vernd menningaminja á ströndum landsins sem bornar voru fram af gefnu tilefni. Vitað er að víða hefur hafið gengið á ströndina og afmáð menningarminjar sem þar voru. Þá er ljóst að þær breytingar sem eiga […]

Óli Halldórsson á þingi í fyrsta sinn

Óli Halldórsson tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag, í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar. Óli er 42 ára, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga og oddviti VG í sveitarstjórn Norðurþings, en hann gegnir  formennsku í byggðaráði sveitarfélagsins. Óli lauk BA-gráðu í heimspeki og meistaragráðu í umhverfisfræðum, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands, með viðkomu í Middelsex University […]

Nefnd í stað fjármagns

Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. […]

Rúnar Gíslason nýr formaður VG í Borgarbyggð

Vinstri græn í Borgarbyggð héldu aðalfund þann 11. maí síðastliðinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir lét af embætti formanns, en hún hafði verið í stjórn félagsins samfellt í sex ár. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir lét einnig af starfi ritara, og þökkuðu fundarmenn þeim fyrir velunnin störf í þágu félagsins. Í stjórn voru kjörin Rúnar Gíslason, […]

Dapurlegur vesaldómur ríkisstjórnarinnar

Ögmundur Jónsson skrifar: Nýlega festi erlendur auðmaður kaup á einni landmestu jörð á Íslandi, Grímsstöðum á Fjöllum, mestöllum hluta jarðarinnar í einkaeign. Sami aðili fer nú eins og ryksuga um Norð-Austurland, kaupandi hverja jörðina á fætur annarri, að eigin sögn til að verja og vernda jarðirnar fyrir ágangi. Í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir nokkru vildi hann […]

Þau eru of mörg Akranesin

Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skilgreind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sérhvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum […]