Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Þingmenn Reykjavíkur til viðtals

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Reykjavíkur norður, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Reykjavíkur suður, boða til opinna viðtalstíma í kjördæmaviku sem nú fer fram á Alþingi. Kolbeinn verður til viðtals á skrifstofu sinni í dag (Austurstræti 14, 5. hæð), mánudag og á morgun, þriðjudag, á milli klukkan 10:30 og 12:30 og á fimmtudag og föstudag frá […]

Reykjavík stækkar – öruggt skjól fyrir alla!

Vinstri græn í Reykjavík halda félagsfund um húsnæðismál nk. þriðjudag (14. febrúar) kl. 20. Fundurinn fer fram á Vesturgötu 7. Stuttar framsögur flytja: Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða Við spyrjum: Hvernig hefur t.d. stúdentum tekist í mörg ár að byggja og reka leiguíbúðir […]

Síðdegissamtöl við þingmenn VG í hverjum mánuði fram til vors

Þingmenn VG auglýsa opna samtalstíma  um stjórnmál og samfélag,  einu sinni í mánuði fram til vors.   Viðtalstímarnir hefjast klukkan 16.00 síðdegis og lýkur 17.30 og verða á fimmtudögum.  Þingmennirnir mæta tveir og tveir saman og til að ræða almenna pólitík og svara spurningum stöðu stjórnmálanna í þinginu, hver út frá sínu sérsviði.  Umsjónarmaður samtalsfundanna er […]

Fundur á Selfossi í kvöld

Vinstri græn boða til opins fundar á Selfossi í kvöld, mánudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í herminjasafninu á Selfossflugvelli. Gestir fundarins verða Katrín Jakobsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Svandís Svavarsdóttir. Fundargestum gefst kostur á að skoða einstakt herminjasafn Einars Elíassonar.

Ályktun VG á Akureyri um verkfall sjómanna

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar svæðisfélags Vinstri Grænna á Akureyri og nágrenni Stjórn svæðisfélags Vinstri Grænna á Akureyri og nágrenni lýsir yfir eindregnum stuðningi við sjómenn og fiskverkafólk. Stjórnin telur samningsleysi sjómanna til sex ára með öllu óásættanlegt og leggur áherslu á að útgerðin veiti þeim og fiskverkafólki eðlilega hlutdeild í stór batnandi […]

Yfirlýsing þingflokks vegna viðbragða íslenskra stjórnvalda við aðgerðum Bandaríkjaforseta

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir hvers kyns lokun landamæra og brot á ferðafrelsi gagnvart sérstökum trúarhópum frá tilteknum löndum og gagnvart flóttafólki frá Sýrlandi, líkt og forsetatilskipun Bandaríkjaforseta frá því á föstudag felur í sér. Þingflokkur VG hvetur íslensk stjórnvöld til að koma andmælum við ákvörðun Bandaríkjaforseta skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld með […]

Um ferðamálaráðuneyti og fleira skylt.

Ræða Ara Trausta Guðmundssonar á Alþingi 26. janúar.   Herra forseti. Samkvæmt þessari þingsályktunartillögu á að fjölga ráðuneytum úr átta í níu. Ég ætla ekki að ræða þá skipan eða endanlegan fjölda heldur nýtt ráðuneyti ferðamála sem hefði átt hér heima í plagginu. Ég hef talað fyrir því lengi og það má fullyrða að aðilar […]

Rósa Björk óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrir hönd fulltrúa VG í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað eftir fundi hið fyrsta í utanríkismálanefnd með utanríkisráðherra til að ræða aðgerðir Bandaríkjaforseta gegn íbúum tiltekinna ríkja sem tilheyra tilteknum trúarbrögðum og gegn flóttafólki frá Sýrlandi. Ósk um fundinn með utanríkisráðherra er til að ræða viðbrögð annarra ríkja og ekki síst hver viðbrögð […]