Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Daníel og Iðunn taka sæti á þingi í fyrsta sinn

Daníel Arnarsson og Iðunn Garðarsdóttir taka sæti á Alþingi í vikunni, bæði í fyrsta sinn. Þau koma inn sem varamenn Ara Trausta Guðmundssonar og Andrésar Inga Jónssonar. Daníel er 27 ára, fæddur 28. febrúar 1990 í Reykjavík en ólst upp í Þorlákshöfn. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og mun útskrifast sem félagsfræðingur […]

Félög á Norður- og Austurlandi halda aðalfundi

Undanfarið hafa ýmis félög Vinstri grænna haldið aðalfundi sína. Upplýsingar um stjórnir félaganna má finna inn undir “Fólkið” hér að ofan. Svæðisfélag Vinstri grænna á Héraði og fjörðum hélt aðalfund daginn fyrir síðasta vetrardag, 18. apríl sl. Var fundurinn vel sóttur og eftir hefðbundinn aðalfundarstörf fluttu þingmenn kjördæmisins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, […]

Skráning hafin í málefnahópa

Kæru félagar. Nú leitum við til ykkar um stefnumótun fyrir næsta landsfund! Á síðasta flokksráðsfundi kynntum við þá málefnahópa sem starfa munu fram að landsfundi 6.-8. október nk. Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt í að móta stefnuna og taka virkan þátt í öflugu starfi Vinstri grænna. Hér er hægt að skrá sig […]

1. maí blað VG í Vestmannaeyjum

Vinstri græn í Vestmannaeyjum hafa löngum verið öflug í blaðaútgáfu og gáfu út 1. maí blað í gær, í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. Meðal greinahöfunda eru Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður Suðurkjördæmis. Blaðið má finna hér.

Ekki benda á mig

Álfheiður Ingadóttir skrifar: Hefur verið tekin ákvörðun um að taka upp tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi? Og ef svo er, hver tók þá ákvörðun? Og hvenær var hún tekin? Hvor hefur rétt fyrir sér landlæknir eða heilbrigðisráðherra um starfsleyfi Klínikunnar? Er einkasjúkrahúsið þar ólöglegt eða löglegt? Hver ber ábyrgðina þegar ráðherrann, yfirmaður málaflokksins segir: Ekki benda […]

Sigríður Gísladóttir nýr formaður VG á Vestfjörðum

Aðalfundur VG á Vestfjörðum fór fram á Ísafirði mánudaginn 3. apríl. Hafði það verið auglýst að Katrín Jakobsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri yrðu á fundinum ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni Katrínar. Hugðust þær taka seinnipartsflugið vestur. Sú heimsókn náði þó ekki lengra en svo að flugvélin hringsólaði yfir Ísafjarðardjúpi áður en ákveðið var […]

„Orðið er laust“ fellur niður á morgun

Af óviðráðanlegum ástæðumn fellur „Orðið er laust“ niður á morgum af óviðráðanlegum ástæðum. Þegar orðið er laust gefst félagsmönnum og öðrum áhugasömum gefst tækifæri á að eiga samræður við þingmenn beint og milliliðalaust. Mikill fjöldi funda hefur verið hjá VG og svæðisfélögum hreyfingarinnar undanfarna daga og vikur og á morgun má búast við miklum önnum í […]