Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Bjarni Jónsson nýr á þingi

Bjarni Jónsson tók í gær sæti á Alþingi í gær, í fjarveru Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Er þetta í fyrsta sinn sem hann tekur sæti á Alþingi. Bjarni er ættaður af Ströndum og úr Húnavatnssýslum en ólst upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi til 15 ára aldurs er hann fluttist með fjölskyldu sinni að Hólum í Hjaltadal. […]

Til róttækrar skoðunar – Hver á að selja áfengi

Athygli er vakin á opnum hádegisfundi í Iðnó kl.12 á laugardag þar sem tveir sérfræðingar sem sérstaklega hafa rannsakað hvaða þýðingu sölumáti á áfengi hefur á neyslu þess og síðan frekari afleiðingar. Hádegisfundurinn er öllum opinn. Á fundinum er spurt: HVER Á AÐ SELJA ÁFENGI: HVAÐ SEGJA RANNSÓKNIR? Frummælendur eru: Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur Hlynur Davíð […]

Ferðaþjónustan: Eins og hverjar aðrar nytjar  

  Skipulagning og framkvæmd ferðaþjónustu er flókin auðlindanýting af augljósum ástæðum. Atvinnugreinin grípur inn í fjölmörg svið samfélagsins og styðst við fjölþættar náttúrunytjar. Þar með verðum við að setja henni ýmsar skorður. Við hvað er þá átt? Náttúrunytjar kalla á náttúruvernd. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum getur tekið við tilteknum fjölda á dag, mánuði eða ári, ef […]

Ræða Katrínar á flokksráðsfundi

Kæru félagar! Verið velkomin á flokksráðsfund, þann fyrsta eftir þingkosningarnar í október. Við Vinstri-græn getum verið ánægð með okkar hlut. Tæp 16 prósent komu upp úr kössunum sem er annar besti árangur okkar frá upphafi. Ég þakka þennan árangur mikilli og öflugri vinnu allra okkar félaga um land allt, öflugu málefnastarfi í aðdraganda landsfundar 2015 […]

Er friður í boði í viðsjálli veröld?

Mér gafst kostur á að sækja friðarráðstefnuna „World Summit 2017“ í Seoul í Suður Kóreu í byrjun febrúar. Yfirskrift ráðstefnunnar var: friður,öryggi og jöfnun lífskjara. Að ráðstefnunni standa alþjóðleg friðarsamtök og alþjóðlegt samband þingmanna fyrir friði. SunHak-friðarverðlaunin eru kennd við upphafsmenn þessara samtaka sem eru hjónin Dr. Sun Myung Moon og Dr.Hak Ja Han Moon, […]

Þingmenn Reykjavíkur til viðtals

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Reykjavíkur norður, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Reykjavíkur suður, boða til opinna viðtalstíma í kjördæmaviku sem nú fer fram á Alþingi. Kolbeinn verður til viðtals á skrifstofu sinni í dag (Austurstræti 14, 5. hæð), mánudag og á morgun, þriðjudag, á milli klukkan 10:30 og 12:30 og á fimmtudag og föstudag frá […]

Reykjavík stækkar – öruggt skjól fyrir alla!

Vinstri græn í Reykjavík halda félagsfund um húsnæðismál nk. þriðjudag (14. febrúar) kl. 20. Fundurinn fer fram á Vesturgötu 7. Stuttar framsögur flytja: Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða Við spyrjum: Hvernig hefur t.d. stúdentum tekist í mörg ár að byggja og reka leiguíbúðir […]