Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Fundur á Selfossi í kvöld

Vinstri græn boða til opins fundar á Selfossi í kvöld, mánudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í herminjasafninu á Selfossflugvelli. Gestir fundarins verða Katrín Jakobsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Svandís Svavarsdóttir. Fundargestum gefst kostur á að skoða einstakt herminjasafn Einars Elíassonar.

Ályktun VG á Akureyri um verkfall sjómanna

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar svæðisfélags Vinstri Grænna á Akureyri og nágrenni Stjórn svæðisfélags Vinstri Grænna á Akureyri og nágrenni lýsir yfir eindregnum stuðningi við sjómenn og fiskverkafólk. Stjórnin telur samningsleysi sjómanna til sex ára með öllu óásættanlegt og leggur áherslu á að útgerðin veiti þeim og fiskverkafólki eðlilega hlutdeild í stór batnandi […]

Yfirlýsing þingflokks vegna viðbragða íslenskra stjórnvalda við aðgerðum Bandaríkjaforseta

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir hvers kyns lokun landamæra og brot á ferðafrelsi gagnvart sérstökum trúarhópum frá tilteknum löndum og gagnvart flóttafólki frá Sýrlandi, líkt og forsetatilskipun Bandaríkjaforseta frá því á föstudag felur í sér. Þingflokkur VG hvetur íslensk stjórnvöld til að koma andmælum við ákvörðun Bandaríkjaforseta skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld með […]

Um ferðamálaráðuneyti og fleira skylt.

Ræða Ara Trausta Guðmundssonar á Alþingi 26. janúar.   Herra forseti. Samkvæmt þessari þingsályktunartillögu á að fjölga ráðuneytum úr átta í níu. Ég ætla ekki að ræða þá skipan eða endanlegan fjölda heldur nýtt ráðuneyti ferðamála sem hefði átt hér heima í plagginu. Ég hef talað fyrir því lengi og það má fullyrða að aðilar […]

Rósa Björk óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrir hönd fulltrúa VG í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað eftir fundi hið fyrsta í utanríkismálanefnd með utanríkisráðherra til að ræða aðgerðir Bandaríkjaforseta gegn íbúum tiltekinna ríkja sem tilheyra tilteknum trúarbrögðum og gegn flóttafólki frá Sýrlandi. Ósk um fundinn með utanríkisráðherra er til að ræða viðbrögð annarra ríkja og ekki síst hver viðbrögð […]

Þingmenn VG í nefndum Alþingis

  Allsherjar- og menntamálanefnd Andrés Ingi Jónsson Atvinnuveganefnd Lilja Rafney Magnúsdóttir Efnahags- og viðskiptanefnd Katrín Jakobsdóttir Rósa Björk Brynjólfsdóttir Fjárlaganefnd Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Svandís Svavarsdóttir Umhverfis- og samgöngunefnd Ari Trausti Guðmundsson Kolbeinn Óttarsson Proppé Utanríkismálanefnd Rósa Björk Brynjólfsdóttir Steinunn Þóra Árnadóttir Velferðarnefnd Steingrímur J. Sigfússon Forsætisnefnd Steingrímur J. Sigfússon, 1. varaforseti

Ræða Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur

Ræða Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi 24. janúar 2017. Virðulegi forseti, kæru landsmenn. Helstu áskoranir okkar nú felast í tveimur risastórum verkefnum. Verkefni sem eru tilkomin af mannanna völdum og eru því á hendi mannanna sjálfra að leysa úr. Þetta eru hlýnun loftslags og vaxandi ójöfnuður í heiminum. Það er […]

Ræða Ara Trausta Guðmundssonar

Ræða Ara Trausta Guðmundssonar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi 24. janúar 2017.   Virðulegi forseti og kæru landsmenn. Á mínum stutta þingmannsferli hef ég heyrt úr ræðustól staðhæfingar eins og þær að ekki sé hægt að eyða sömu krónunni tvisvar, að menn geti ekki fengið allar sínar kröfur uppfylltar og nú síðast að […]