Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Ekki benda á mig

Álfheiður Ingadóttir skrifar: Hefur verið tekin ákvörðun um að taka upp tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi? Og ef svo er, hver tók þá ákvörðun? Og hvenær var hún tekin? Hvor hefur rétt fyrir sér landlæknir eða heilbrigðisráðherra um starfsleyfi Klínikunnar? Er einkasjúkrahúsið þar ólöglegt eða löglegt? Hver ber ábyrgðina þegar ráðherrann, yfirmaður málaflokksins segir: Ekki benda […]

Sigríður Gísladóttir nýr formaður VG á Vestfjörðum

Aðalfundur VG á Vestfjörðum fór fram á Ísafirði mánudaginn 3. apríl. Hafði það verið auglýst að Katrín Jakobsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri yrðu á fundinum ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni Katrínar. Hugðust þær taka seinnipartsflugið vestur. Sú heimsókn náði þó ekki lengra en svo að flugvélin hringsólaði yfir Ísafjarðardjúpi áður en ákveðið var […]

„Orðið er laust“ fellur niður á morgun

Af óviðráðanlegum ástæðumn fellur „Orðið er laust“ niður á morgum af óviðráðanlegum ástæðum. Þegar orðið er laust gefst félagsmönnum og öðrum áhugasömum gefst tækifæri á að eiga samræður við þingmenn beint og milliliðalaust. Mikill fjöldi funda hefur verið hjá VG og svæðisfélögum hreyfingarinnar undanfarna daga og vikur og á morgun má búast við miklum önnum í […]

Yfirlýsing þingflokks VG vegna hræðilegra stríðsátaka fyrir botni Miðjarðarhafs

Yfirlýsing þingflokks VG vegna hræðilegra stríðsátaka fyrir botni Miðjarðarhafs   Þingflokkur VG harmar hið mikla mannfall sem orðið hefur í hræðilegum stríðsátökum í Sýrlandi, Írak og Jemen undanfarin misseri, nú siðast í loftárásum á borgina Idlib. Ljóst er að alþjóðalög um vernd almennra borgara á átakatímum eru þverbrotin af stríðsaðilum í þessum löndum, ekki síst […]

Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð!

Umræðan um fátækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborðið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10 % barna líði skort á Íslandi. En það virðist vera með fátækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Enginn vill vita af fátæktinni […]

Samstarf VGR og VG í Kópavogi: Borgarlína – bylting í samgöngum?

Vinstri græn í Reykjavík og Vinstri græn í Kópavogi halda sameiginlegan fund miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00, í Auðbrekku 16 í Kópavogi. Fundurinn ber yfirskriftina: Borgarlína – bylting í samgöngum? Er þetta í fyrsta skipti sem VG félögin í Reykjavík og Kópavogi halda sameiginlegan viðburð í nokkurn tíma, en allir eru velkomnir bæði utan flokks og […]

Hraðari breytingar – takk

Margþætt orkuskipti Við verðum að ræða oftar og dýpra um loftslagsmálin, alls staðar í samfélaginu og á Alþingi, á því liggur enginn vafi. Orkuskipti í geira einkabílsins eru hafin og þau eru fjölþætt. Metan, íblöndun alkóhóls og lífdísill og fleira, þetta sést allt hér, en rafvæðingin er líka í verulegri uppsveiflu og í árslok 2016 […]

Bjarni Jónsson nýr á þingi

Bjarni Jónsson tók í gær sæti á Alþingi í gær, í fjarveru Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Er þetta í fyrsta sinn sem hann tekur sæti á Alþingi. Bjarni er ættaður af Ströndum og úr Húnavatnssýslum en ólst upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi til 15 ára aldurs er hann fluttist með fjölskyldu sinni að Hólum í Hjaltadal. […]