Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Ríkisstjórnin stuðlar að misskiptingu

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina stuðla að aukinni misskiptingu í íslensku samfélagi með aðgerðum sínum en ekki jöfnuði eins og væri æskilegt, á Alþingi í dag. Hún spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við tveggja milljarða króna tekjutapi vegna áforma um að lækka veiðigjöld. Ríkisstjórnin stefnir að […]

Engu gleymt og ekkert lært

Undanfarna daga hefur „stóra knattspyrnustjóramálið“ einokað alla umræðu hér heima og erlendis og örlög David Moyes verið á allra vörum. Umræða um slaka frammistöðu Moyes í stóli knattspyrnustjóra Manchester United hefur þó ekki einungis snúist um knattspyrnu og æfingatækni. Undir yfirborðinu leynast gríðarlegir hagsmunir fjármálaafla og peningamanna sem hafa fjárfest í fyrirtækinu Manchester United og […]

,

Reykjavík er rík borg

„Fyrir utan að vera ósanngjarn og hafa bein áhrif á líðan og aðstæður þeirra sem verða undir, hefur ójöfnuðurinn neikvæð áhrif á samfélagið allt, samskipti og félagsauð í borginni.“ Þetta segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sem fagnaði góðri niðurstöðu í ársreikningi borgarinnar í borgarstjórn í gær. Hún sagði niðurstöðurnar vera til marks um ríkan […]

,

Vald yfir velferð

Árið 2007 kom fram í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að stefna bæri að „fjölbreyttari rekstrarformum“ í heilbrigðisþjónustu. Þessi stefna gengur nú aftur, ekki síst í áherslum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu þingkosningar. Þessar hugmyndir varða okkur Akureyringa miklu þar sem bæði Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslan eru máttarstoðir velferðar hér og víðar um Norðurland. Hið fyrra […]

Óréttlætanlegt að veita fjármagni í stúkusæti við núverandi aðstæður

Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar samþykkti í dag viðbótarframlag úr borgarsjóði til Fylkis til kaupa á sætum í áhorfendastúku fyrir keppnisvöll meistaradeildar. Borgarfulltrúi Vinstri grænna greiddi atkvæði gegn tillögunni og bókaði með eftirfarandi hætti: Borgarfulltrúi Vinstri grænna getur ekki samþykkt frekari fjárveitingu til stúkubygginga við núverandi aðstæður. Þegar hefur 90 milljónum króna verið varið til […]

,

Kosningavor í Mosfellsbæ

Fyrir skemmstu voru jafndægur á vori sem mörkuðu til forna upphaf vorsins. Sú árstíð er ævinlega kærkomin eftir langan og myrkan vetur sem var nokkuð harðhentur við okkur Mosfellinga að þessu sinni og hefur skilið eftir fingraför sín víða um sveitina. Enn sjást skaflar í fjallahlíðum, hálkusandur á bílastæðum og sinustrá sem munu syngja sitt […]

Sveitarstjórnarráðstefnu lokið

Mikill hugur var í sveitarstjórnarfólki og frambjóðendum Vinstri grænna sem hittust um helgina á sveitarstjóranrráðstefnu í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þar voru flutt áhugaverð erindi um brýnustu viðfangsefni sveitarfélaganna og félagar miðluðu af reynslu sinni úr sveitarstjórnarstarfinu. Að lokum voru sameiginlegar grunnáherslur hreyfingarinnar voru samþykktar sem fara nú til útfærslu og aðlögunar að aðstæðum og áherslum […]

,

Fjölskylduborgin Reykjavík

Þó kannanir sýni að stór hluti ungs fólks vilji búa í Reykjavík og miðsvæðis er staðreyndin því miður sú að margt ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu kýs að búa í nágrannasveitarfélögunum. Ástæðan er einföld: Húsnæðiskostnaður er of hár í Reykjavík, sérstaklega vegna þess hversu dýrt er að stofna og reka fjölskyldu. Þessu verður […]

Frumvarp um lögbindingu lágmarkslauna

Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögbindingu lágmarkslauna sem lagt var fram á Alþingi á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður VG og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Pírata eru meðflutningsmenn þingmálsins. Verði frumvarpið að lögum mun upphæð lægstu launa verða bundin í lögum og fylgir þróun neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu með tengingu við neysluviðmið velferðarráðuneytisins, en […]