Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Kosningavor í Mosfellsbæ

Fyrir skemmstu voru jafndægur á vori sem mörkuðu til forna upphaf vorsins. Sú árstíð er ævinlega kærkomin eftir langan og myrkan vetur sem var nokkuð harðhentur við okkur Mosfellinga að þessu sinni og hefur skilið eftir fingraför sín víða um sveitina. Enn sjást skaflar í fjallahlíðum, hálkusandur á bílastæðum og sinustrá sem munu syngja sitt […]

Sveitarstjórnarráðstefnu lokið

Mikill hugur var í sveitarstjórnarfólki og frambjóðendum Vinstri grænna sem hittust um helgina á sveitarstjóranrráðstefnu í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þar voru flutt áhugaverð erindi um brýnustu viðfangsefni sveitarfélaganna og félagar miðluðu af reynslu sinni úr sveitarstjórnarstarfinu. Að lokum voru sameiginlegar grunnáherslur hreyfingarinnar voru samþykktar sem fara nú til útfærslu og aðlögunar að aðstæðum og áherslum […]

Fjölskylduborgin Reykjavík

Þó kannanir sýni að stór hluti ungs fólks vilji búa í Reykjavík og miðsvæðis er staðreyndin því miður sú að margt ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu kýs að búa í nágrannasveitarfélögunum. Ástæðan er einföld: Húsnæðiskostnaður er of hár í Reykjavík, sérstaklega vegna þess hversu dýrt er að stofna og reka fjölskyldu. Þessu verður […]

Frumvarp um lögbindingu lágmarkslauna

Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögbindingu lágmarkslauna sem lagt var fram á Alþingi á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður VG og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Pírata eru meðflutningsmenn þingmálsins. Verði frumvarpið að lögum mun upphæð lægstu launa verða bundin í lögum og fylgir þróun neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu með tengingu við neysluviðmið velferðarráðuneytisins, en […]

Listi samþykktur á Akranesi

Listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og óháðra á Akranesi var samþykktur fyrir stuttu. Listann skipa: Þröstur Þór Ólafsson vélfræðingur Reynir Þór Eyvindsson verkfræðingur Elísabet Ingadóttir viðskiptafræðingur Hjördís Garðarsdóttir aðst. varðstjóri hjá Neyðarlínunni Guðrún Margrét Jónsdóttir eðlisfræðingur Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur Valgerður Helgadóttir háskólanemi Gunnur Hjálmsdóttir leikskólakennari Eygló Ólafsdóttir stuðningsfulltrúi FVA Björn Gunnarsson læknir Ólöf Samúelsdóttir félagsráðgjafi […]

Áhyggjur af mengun við leik- og grunnskóla

Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna lýsti á Alþingi í dag yfir áhyggjum af mikilli mengun af brennisteinsgufu frá jarðvarmavirkjunum í útjaðri höfuðborgarsvæðiðsins þar sem meðal annars eru starfræktir leik- og grunnskólar. Hann spurði Sigurð Inga Jóhannsson umhverfisráðherra um hvað hann ætlaði að gera í málinu. Ráðherra gerði lítið úr málinu en sagði það vera […]

Redding án framtíðarsýnar

Virðulegi forseti. Ég vil í ræðu minni nú ræða nokkra þætti frumvarps til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána sem koma mér nokkuð spánskt fyrir sjónir, a.m.k. nokkur atriði þar í. Fyrst vil ég hins vegar taka fyrir umræðu sem borið hefur nokkuð á hér í dag og í gær um hver lofaði hverju, hvar, hvenær […]

Viðhorfið skiptir máli

„Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölgað sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og að langtímaatvinnuleysi hafi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið […]

Pólitísk stjórn Ríkisútvarpsins er öfugþróun

Katrín Jakobsdóttir þingkona Vinstri grænna segir áherslu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um að fjölga pólitískum fulltrúum í stjórn Ríkisútvarpsins ganga gegn almennri þróun á Norðurlöndunum og Evrópu. Á Alþingi í dag benti hún á að hæstiréttur Þýskalands hafi nýlega úrskurðað að setja þurfi skipan slíkra fulltrúa þrengri skorður en á sama tíma væru íslensk stjónvöld […]