Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

Af framboðsmálum í Kópavogi

Vinstri græn munu bjóða fram í samstarfi við félagshyggjufólk í Kópavogi í komandi bæjarstjórnarkosningunum. Með því að efna til slíks samstarfs vilja Vinstri græn leggja sitt af mörkum til að vera vettvangur þeirra sem vilja ekki binda sig á flokkslista, en telja að sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis falli að sínum skoðunum. Vinstri græn […]

Vegið að rammaáætlun

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfisráðherra, um tillögu Orkustofnunar um virkjanakosti sem hún hefur sent til verkefnastjórnar rammaáætlunar. Tillagan snýst um 91 virkjunarkost, þar af 27 nýja, og þar á meðal eru fjölmargir kostir sem þegar hafa verið flokkaðir í verndarflokk rammaáætlunar eða eru á náttúruminjaskrá. Katrín sagði Orkustofnun vega að rammaáætlun […]

48 stundir Hönnu Birnu.

Nú um þessar mundir er Hanna Birna  Kristjánsdóttir mætt í fjölmiðla til að ræða frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem hún leggur fram í skugga kæru á ráðuneyti sem hún ber ábyrgð á. Þegar ég fyrst heyrði af væntanlegu frumvarpi innanríkisráðherra um breytingar á útlendingalögum sem í sér fólu m.a. að biðtími hælisleitenda eftir svari […]

Brjálæðislegar tillögur Orkustofnunar

Þau Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon þingmenn Vinstri grænna gerðu tillögu Orkustofnunar um virkjanakosti til verkefnastjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar að umtalsefni á Alþingi í dag. Þau lýstu bæði yfir furðu sinni á tillögunum og spurðu hvernig eigi að vera hægt að ná sátt í þessum málum þegar vinnubrögðin eru með þessum hætti. Brjálæðislegar hugmyndir […]

Menntamálaráðherra vék sér undan spurningum

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði á Alþingi í gær Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um hvað felist í þeim breytingum sem hann vill gera á framhaldsskólakerfinu og hvernig þær verði til þess að hægt sé að leysa yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkið. Svandís gagnrýndi Illuga fyrir að víkja sér undan því að svara spurningunum. […]

Listi samþykktur í Stykkishólmi

L – listinn í Stykkishólmi hélt forvalskosningar laugardaginn 23. febrúar í Freyjulundi. Bæjarbúar gátu valið milli tuttugu einstaklinga.  Þátttaka í forvalinu var með ágætum en alls kusu 122. Þegar kjörstjórn hafði talið atkvæði og tekið tillit til reglna framboðsins lá listinn fyrir lítið breyttur miðað við útkomu kosninganna. Listinn var samþykktur á fundi félagsins sem […]

Óboðleg framkoma forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir óboðlega framkomu í samskiptum við Alþingi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna var meðal þeirra sem gagnrýndu hann og sagði hún að tónn forsætisráðherra í garð þingsins einkenndist á köflum af lítilsvirðingu og boðaði að hún myndi taka málið upp á vettvangi þingflokksformanna. Einföld samskipti ráðherra […]

Hugmyndir sem ekki standast

Formaður ráðgjafaráðs Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Árnason, birti grein undir yfirskriftinni „Samfélagsleg skaðsemi opinberra heilbrigðistrygginga“ í nýjasta tölublaði Hjálmars, blaðs hagfræðinema við Háskóla Íslands. Hann leggur þar út af þeirri reglu að rétt verð sé lykilatriði innan hagfræðinnar og því eigi að gjalda varhug við opinberum niðurgreiðslum á kostnaði og segir að […]

Verið að ganga af heilsugæslunni dauðri

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna kvað sér hljóðs á Alþingi í dag til að vekja athygli á stöðu heilsugæslunnar í landinu. „Ég tel að svo sé komið að ríkisstjórn og Alþingi verði að hlusta af alvöru á varnaðarorð sem berast nú,“ sagði hann. Ögmundur sagði að undanfarna viku hafi borist alvarleg varnaðarorð úr ranni heilsugæslunnar […]