Entries by Bjarki Þór Grönfeldt

,

Listi samþykktur í Stykkishólmi

L – listinn í Stykkishólmi hélt forvalskosningar laugardaginn 23. febrúar í Freyjulundi. Bæjarbúar gátu valið milli tuttugu einstaklinga.  Þátttaka í forvalinu var með ágætum en alls kusu 122. Þegar kjörstjórn hafði talið atkvæði og tekið tillit til reglna framboðsins lá listinn fyrir lítið breyttur miðað við útkomu kosninganna. Listinn var samþykktur á fundi félagsins sem […]

Óboðleg framkoma forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir óboðlega framkomu í samskiptum við Alþingi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna var meðal þeirra sem gagnrýndu hann og sagði hún að tónn forsætisráðherra í garð þingsins einkenndist á köflum af lítilsvirðingu og boðaði að hún myndi taka málið upp á vettvangi þingflokksformanna. Einföld samskipti ráðherra […]

Hugmyndir sem ekki standast

Formaður ráðgjafaráðs Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Árnason, birti grein undir yfirskriftinni „Samfélagsleg skaðsemi opinberra heilbrigðistrygginga“ í nýjasta tölublaði Hjálmars, blaðs hagfræðinema við Háskóla Íslands. Hann leggur þar út af þeirri reglu að rétt verð sé lykilatriði innan hagfræðinnar og því eigi að gjalda varhug við opinberum niðurgreiðslum á kostnaði og segir að […]

Verið að ganga af heilsugæslunni dauðri

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna kvað sér hljóðs á Alþingi í dag til að vekja athygli á stöðu heilsugæslunnar í landinu. „Ég tel að svo sé komið að ríkisstjórn og Alþingi verði að hlusta af alvöru á varnaðarorð sem berast nú,“ sagði hann. Ögmundur sagði að undanfarna viku hafi borist alvarleg varnaðarorð úr ranni heilsugæslunnar […]

Evrópumálin í sáttafarveg

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að Evrópumálin verði sett í sáttarfarveg. Með tillögunni er: Í fyrsta lagi lagt til að gert verði formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og ríkisstjórninni falið að gera Evrópusambandinu grein fyrir þeirri afstöðu. Í öðru lagi er lagt til að aðildarviðræðum […]