Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Samráð um minni notkun plasts

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum. Samráðsvettvangurinn hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig draga má úr notkun plasts, hvernig bæta megi endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi. Samráðsvettvangnum er ætlað að taka til skoðunar hvaða rannsóknir og vöktun varðandi plast þurfi að […]

Samþykkt á Þingvöllum

Tillögur formanna stjórnmálaflokka, annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs Íslands sem ætlað er að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu og hins vegar um að efla haf- og fiskirannsóknir með smíði nýs hafrannsóknaskips, voru samþykktar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag, miðvikudaginn 18. júlí 2018. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Það er við hæfi á […]

Heitum á framtíðina

  Alþingi kemur saman í dag á hátíðarfundi á Þingvöllum í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldisins. Þar verður til umræðu tillaga formanna allra stjórnmálaflokka á Alþingi þar sem annars vegar er lagt til að efla rannsóknir á sjávarauðlindinni með smíði nýs hafrannsóknaskips og hins vegar stofnun nýs Barnamenningarsjóðs til næstu fimm ára sem ætlað […]

Saman gegn sóun – ósk um umsögn fyrir 17. ágúst.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun. Umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út stefnu Íslands um úrgangsforvarnir á árinu 2016 sem ber heitið Saman gegn sóun. Stefnan gildir árin 2016-2027 og er megináhersla þar lögð á níu flokka; matvæli, plast, textíl, raftæki, grænar byggingar og pappír. Þá verður unnið til […]

Katrín Jakobsdóttir á leiðtogafundi NATÓ

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag og á morgun, 11. – 12. júlí,  ásamt utanríkisráðherra og embættismönnum. Þetta er fyrsti leiðtogafundar hjá NATO sem Katrín sækir fyrir Íslands hönd. Hún segir að spenna ríki vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, en þær kröfur nái væntanlega ekki til Íslands, eina […]

Svandís Svavarsdóttir: Ráðgjafanefnd Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Landspítalanum ráðgjafarnefnd til næstu fjögurra ára, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Formaður nefndarinnar er Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn „til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans . Skal nefndin m.a. […]

Fyrsti fundur loftslagsráðs

Loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í vikunni, en því er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þar á meðal eru aðgerðir til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, efla viðnámsþol gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og efla almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir […]

Forsætisráðherra skipar aðstoðarseðlabankastjóra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur skipað Rannveigu Sigurðardóttur í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára 1. júlí 2018. Fjórtán sóttu um embættið.  Sérstök matsnefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Nefndin mat fimm umsækjendur mjög vel hæfa til þess að hljóta embætti aðstoðarseðlabankastjóra, þau Daníel Svavarsson, Guðrúnu Johnsen, Jón Þ. Sigurgeirsson, Rannveigu Sigurðardóttur og Þorstein Þorgeirsson. […]

Svandís Svavarsdóttir, heilbirgðisráðherra skipar forstjóra Sjúkratrygginga frá 1. nóvember.

Ellefu sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem auglýst var laust til umsóknar 18. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. nóvember 2018 til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar Sjúkratrygginga Íslands, líkt og kveðið er á um í lögum um sjúkratryggingar. Í 7. gr. laganna er kveðið á um skipun forstjóra, verkefni […]