Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Nokkrar staðreyndir um heilbrigðismál

Lækn­um sem eru aðilar að ramma­samn­ingi Sjúkra­trygg­inga Íslands og sér­greina­lækna fjölgaði úr 343 árið 2014 í 357 árið 2016. Árið 2017 fjölgaði þeim enn frek­ar, í 368 lækna og í dag eru 347 lækn­ar aðilar að ramma­samn­ingn­um. Lækn­um sem eru aðilar að samn­ingn­um hef­ur því í heild fækkað um 21.Lækn­ar sem eru aðilar að ramma­samn­ing­um […]

Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar

Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar […]

Óverjandi mismunun leiðrétt

  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Ráðherra segir endurskoðun nauðsynlega þar sem gildandi reglugerðarákvæði virðist leiða til mismununar sem sé óverjandi. Reglugerð nr. 451/2013 fjallar um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Í III og […]

Katrín tekur við jafnréttismálum sem fara í forgang

Jafnréttismálin fara til forsætisráðuneytis þegar velferðarráðuneytinu verður skipt upp í félagsmálaráðuneytið annars vegar og heilbrigðisráðuneytið hins vegar. Tveir ráðherrar sinna þessu ráðuneyti nú þegar þau Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason en einn ráðuneytisstjóri hefur verið yfir því. Þá færast málefni mannvirkja úr umhverfisráðuneyti í félagsmálaráðuneyti. Markmið breytinganna er að skýra verkaskiptingu, skerpa pólitíska forystu […]

,

Stórsókn í loftslagsmálum

Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast […]

Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum

  Ríkisstjórnin kynnti fyrstu áfanga í viðamikilli aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á mánudaginn. Eins og kunnugt er settu stjórnvöld sér það markmið í stjórnarsáttmála að Ísland ætti að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Þá eru íslensk stjórnvöld bundin af markmiðum Parísarsamkomulagsins sem miðast við árið 2030. Markmið áætlunarinnar eru tvíþætt. Annars vegar að draga úr losun gróðarhúsalofttegunda […]

Fjárlagafrumvarpið: Helstu áherslur á sviði heilbrigðismála

  Greiðara aðgengi að heilsugæslu, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, framkvæmdir við nýjan Landspítala, öflugri göngudeildarþjónusta, styrking heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, uppbygging hjúkrunarrýma og bætt geðheilbrigðisþjónusta, – þetta eru megináherslurnar á sviði heilbrigðismála sem birtast í fjárlagafrumvarpi ársins 2019. Hækkun framlaga til heilbrigðismála nemur 12,6 milljörðum króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Framlög til heilsugæslu aukin um tæpan […]

25 milljónir í aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita 25 milljóna króna framlag til að hrinda í framkvæmd verkefnum sem lögð eru til í aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína á málþingi sem haldið var í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna í dag. Í ávarpi sínu ræddi ráðherra um framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar til ársins […]

Loftslagsáætlun – risavaxið verkefni

• Sjö ráðherrar kynna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. • 34 aðgerðir • Megináhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu • 6,8 milljarðar í verkefni í loftslagsmálum á 5 árum Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu viðamikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í dag. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig […]