Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Jákvæð þróun í lyfjaávísunum

  Á síðasta ári dró verulega úr ávísunum lækna á lyf sem valdið geta ávana og fíkn en tölur landlæknisembættisins sýna að ávísunum á ópíóíða-lyf sem eru sterk verkja og róandi lyf og methýlfenidats sem er örvandi lyf fækkaði umtalsvert. Verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis segir mega rekja þennan samdrátt í ávísunum til vitundarvakningar meðal lækna […]

Ívilnun vegna kolefnisbindingar

    Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri er alþekkt. Hér á landi er unnt að binda milljónir tonna af kolefni úr kolefnisgösum (gróðurhúsalofttegundum) á ári, þegar fram í sækir. Losun nú á Íslandi, að slepptu útstreymi úr framræstu eða illa förnu landi, frá flugvélum og orkufrekum iðnaði, er tæplega 5 milljón tonn á ári. […]

Þröngsýni um fjármálakerfið

Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. Það er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig best […]

Umhverfismálin komin á dagskrá

Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera […]

Hulda Hólmkelsdóttir er nýr upplýsingafulltrúi þingflokks VG

Hulda Hólm­kels­dótt­ir hef­ur verið ráðin upp­lýs­inga­full­trúi þing­flokks Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs.  Hulda hóf störf í vikunni og mun hún meðal ann­ars ann­ast sam­skipti við fjöl­miðla fyr­ir hönd þing­flokks­ins og aðstoða þing­menn við störf þeirra. Hulda lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 2012 og BA-gráðu í stjórn­mála­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2016. Frá 2016 var hún fréttamaður á […]

Álit væntanlegt frá ráðgjafanefnd um blóðgjafaþjónustu

Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun í kjölfar fundar 17. janúar næstkomandi, skila Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra.Ráðgjafanefndin starfar á grundvelli reglugerðar um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu […]

Tölum um vegaskatt

Sam­göngu­á­ætlun hefur verið til umfjöll­unar í umhverfis – og sam­göngu­nefnd Alþingis í allt haust. Gestir hafa komið fyrir nefnd­ina hvaðanæva af land­inu og lýst lélegu ástandi vega í sínu nærum­hverfi. Lái þeim hver sem vill, fjár­mögnun sam­göngu­bóta hefur ekki verið full­nægj­andi síð­ustu ár og ekki í takt við vænt­ingar né upp­safn­aða þörf. Og nú rétt […]

Nýtum tækifærin með samstöðu

  Við minntumst hundrað ára afmælis Íslands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis á árinu sem var að líða. Saga fullveldisins er þroskasaga samfélags þar sem innviðir byggðust upp í stökkum. Ísland umbreyttist úr hefðbundnu bændasamfélagi í þroskað nútímasamfélag í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Eins tóku Íslendingar stökkið frá því að vera hefðbundið veiðimannasamfélag sem fiskaði á […]

Vinnum saman að umbótum

  Langt er um liðið síðan Íslendingum fannst eðlilegt að setja stein um hálsinn á fötluðu fólki og láta það bíta gras eins og við getum lesið um í gömlum sögum; nærtæk er lýsingin á Helga sem kallaður var Ingjaldsfíflið í Gísla sögu Súrssonar. Raunar er svo langt um liðið að þessar lýsingar hljóma óraunverulegar, […]