Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Ný stjórn VG í Kópavogi

Einar Ólafsson, er formaður VG í Kópavogi eftir aðalfund sem haldinn var í Auðbrekku í gær. Aðrir í stjórn eru Amid Derayat, Gísli Baldvinsson, Margrét Sigríður Sigbjörnsdóttir og Rósa Björg Þorsteinsdóttir. Varamenn eru Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Helgi Hrafn Ólafsson.  Þingmenn kjördæmisins, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson, mættu á aðalfundinn í Auðbrekku […]

,

Hrakfarir kalla á ný vinnubrögð

United Silicon, að baki hrá­kísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á […]

Gamaldags átakapólitík

Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig […]

Þingflokkur heimsótti Rauða Krossinn

Þingflokkur VG fór á fund Rauða Krossins í höfuðstöðvum Rauða Krossins á Íslandi við Efstaleiti í gær.  Til umræðu var fjölþætt starf Rauða Krossins út um allan heim, með áherslu á stríðshrjáð svæði á borð við Sýrland, Jemen, Suður-Súdan og Sómalíu. En meginþunginn var að fara yfir stöðu flóttamanna, bæði kvótaflóttamanna og hælisleitenda á Íslandi. […]

Viltu fara í framboð fyrir VG í Reykjavík?

Framboðsfrestur til 3. febrúar. Vinstri græn í Reykjavík auglýsa eftir framboðum áhugasamra sem vilja taka sæti á framboðslista VG í Reykjavík.  Jafnframt er óskað eftir tillögum um fólk á framboðslista. Frestur til að skila inn framboðum og tillögum rennur út 3. febrúar, svo um tvær vikur eru til stefnu til að skella sér í slaginn.  […]

Sterkt móðursjúkrahús

Á mínum fyrstu dögum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt þess kost að heimsækja nokkrar helstu stofnanir heilbrigðiskerfisins og stefni að því að ná að ljúka þeirri yfirferð á næstu vikum. Landspítalinn sjálfur, móðursjúkrahúsið, gegnir meginhlutverki sem bakhjarl heilbrigðisþjónustu um land allt. Þetta hlutverk tekur Landspítalinn mjög alvarlega og vill efla það með því að bæta […]

Félagsfundur ákveður aðferð við val á lista í Reykjavík

Vinstri græn í Reykjavík halda félagsfund, fimmtudaginn 18. janúar.  NÚNA Í KVÖLD. Fundurinn verður haldinn á Vesturgötu 7 og hefst klukkan 19:30. Á dagskrá er kosning uppstillingarnefnfdar og ákvörðun um aðferð við val á framboðslista í Reykjavík.  Umræður um stjórnmálin verða ekki útundan heldur, en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðistráðherra hafa framsögur […]

Eflum geðheilbrigðisþjónustuna

Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undanförnum árum. Geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk þarf því að efla og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu við þeirri þróun. Ég mun leggja ríka áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem heilbrigðisráðherra, með það […]

Annus cooperationis

Haf­andi fylgst með stjórn­málum nán­ast frá því að ég man eftir mér, veit ég að vænt­ingar stjórn­mála­manna til fram­tíð­ar­innar end­ur­spegla ekki endi­lega raun­veru­lega þró­un. Sér­stak­lega ekki þegar að ára­móta­greinum kem­ur. Þar kemur margt til; utan­að­kom­andi aðstæð­ur, það sem aðrir gera hefur oft áhrif á hvort vænt­ing­arnar ræt­ast og, frómt frá sagt, þá hefur mér þótt […]