Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Hvenær er rétti tíminn?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé uppgangur í efnahagslífinu og spyr af hverju öryrkjar, eldri borgarar, börn og ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði ekki að njóta þess? Það er vissu­lega krefj­andi að við­halda vel­ferð­ar­kerf­inu okkar og tryggja fram­tíð þess. Til þess þarf bæði gott skipu­lag í sam­tím­anum […]

Fátt er berdreymi verra

Gekk að heiman í bæinn, en eitthvað virðist undarlegt þegar ég nálgast Lækjargötu og hvað er eiginlega um að vera á Lækjartorgi? Kominn stærðar skriðdreki – eða einhver dreki og stendur ekki dómsmálaráðherra Sigríður þar uppá, gríðarlega vel gölluð og sveiflar vopnum, ekkert rosa stórum, sýnist mér, en mjög mörgum – minnir á hringleikahús – […]

Aðhald eða einkafjármagn

Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum. Það virðist raunar hafa […]

Um nýliðinn þingvetur

Af nýliðnu þingi Þingveturinn var um margt óvenjulegur. Ný ríkisstjórn tók við í janúar og þá strax fóru þingmenn Vinstri-grænna í fundaferð um landið til að fara yfir úrslit kosninganna og stjórnmálaástandið. Marga félaga okkar þyrsti í að fá fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum þar sem við fórum yfir það hvernig við hefðum viljað ná fram raunverulegri […]

Vandræðaleg áætlun með hægri ofurhalla

Til­gangur rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar er meðal ann­ars gegn­sæi, festa í fjár­málum og skil­virkni. Í 360 síðna plaggi sem lá fyrir Alþingi til umræðu eru slík mark­mið sett fram undir regn­hlíf sjálf­bærni og fram­sýni, svo að vitnað sé í tvö kjör­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. En því er í raun ekki að heilsa. Það mætti frekar nefna orðin ójöfnuð og mis­rétti […]

Olía á eld ójöfnuðar

Það er áhugavert að gægjast inn um glugga Alþingis nú við lok þingsins og rýna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún er meginafrakstur þessa þingvetrar, hvernig sem á það er litið. Hún virðist í einfaldri mynd ganga út á þrennt: samdrátt í ríkisrekstri, lágmarksfé í uppbyggingu innviða og því að létta skattbyrði af þeim efnaðari. Þessari stefnu […]

Bjarni og stolnu fjaðrirnar

Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir […]

Álfheiður Ingadóttir á Alþingi

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og núverandi formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur tekið sæti á Alþingi í forföllum Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Reykjavíkur. Hún var heilbrigðisráðherra 2009 – 2010, sat á Alþingi frá árinu 2007-2013, var formaður þingflokks VG 2012 – 2013. Áður hafði hún verið á þingi sem varaþingmaður bæði Alþýðubandalags og VG. […]

Stefnuleysi og metnaðarleysi í menntun

Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða […]