Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Framboðslistinn í Suðvesturkjördæmi

Fundur í kjördæmisráði Suðvesturkjördæmis verður haldinn í Strandgötu ellefu í Hafnarfirði næstkomandi mánudagskvöld, 26. september, klukkan 20.00. Eitt mál er á dagskrá fundarins; Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 29. október, verður borin upp til samþykktar.

Hærri framlög til leik- og grunnskóla í Reykjavík.

Reykjavíkurborg ætlar að hækka framlög til ýmissa þátta í leik- og grunnskólum borgarinnar. Framlög hækka til sérkennslu, efniskostnaðar, faglegs starfs og meira fé fer til hráefniskaupa með hækkun fæðisgjalda. Borgarráð samþykkti aðgerðaáætlun fyrir leik- og grunnskóla á fundi sínum í dag. Áætlunin er í tíu liðum. Leik- og grunnskólar fá aukið fjármagn  vegna langtímaveikinda starfsmanna, sérkennslu […]

Manstu eftir heilbrigðismálunum?

Þjóðmálaumræðan er skrýtin skepna. Hún einkennist oft og tíðum af því að einstök mál taka umræðuna heljartökum um skamma hríð, en svo hægist um og þau hverfa af sjónarsviðinu um leið og næsta mál tekur við. Þetta er ekki endilega slæmt, það er í það minnst gott að mikilvæg mál fái athygli, þó skammvinn sé. […]

Markmiðin eru skýr

Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur. Eitt þeirra mála sem erfitt hefur reynst að ná samfélagssátt um er fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar hefur […]

Framboðslistar í Reykjavík samþykktir

Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík voru samþykktir einróma á félagsfundi í kvöld. Konur eru oddvitar beggja listanna, Katrín Jakobsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður og Svandís Svavarsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður. Félagsfundurinn var haldinn í kosningamiðstöð VG í Reykjavík að Laugavegi 172 og var hann fjölmennur. Listi VG í Reykjavíkurkjördæmi norður: Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður. Steinunn Þóra Árnadóttir, […]

Alþjóðleg stórfyrirtæki eiga að greiða skatta á Íslandi

Það hefur löngum verið ljóst að við búum við afleita raf­orku­samn­inga sem tryggja álverum og stór­iðju raf­magn langt undir mark­aðsvirði. Á grund­velli samn­inga sem gerðir voru í tíð núver­andi stjórn­ar­flokka nýtur erlenda stór­iðjan umtals­verðra íviln­ana fram yfir aðra. Þessir samn­ingar voru og eru hneisa þar sem ekki er gætt hags­muna íslensks sam­fé­lags eða fram­tíð­ar­kyn­slóða og […]

Missti af frelsisþögninni

Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, […]

Ari Trausti er oddviti VG á Suðurlandi.

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur verður í 1. sæti á framboðslista í Suðurkjördæmi.  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í 2. sæti og Daníel Arnarson, háskólanemi í 3. sæti.  Framboðslistinn var  samþykktur í dag. Tillaga uppstillinganefndar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016 var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi í dag. […]

Græðgiskapítalisminn mættur til leiks á ný !

  Fréttir af áformum endurreistra þrotabúa gömlu bankanna að loknum nauðasamningum um að greiða fáeinum stjórnendum eða yfirmönnum hundruðir milljóna króna í bónusa hafa eðlilega valdið uppnámi. Fréttir af þessu tagi rífa ofan af lítt grónum sárum í íslensku samfélagi. Græðgin, hrokinn og firringin sem einkenndi lokaár nýfrjálshyggju-græðgiskapítalismans á Íslandi árin fyrir Hrun er þjóðinni […]