Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Hjarta landsins

Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan […]

Það þarf að byrja upp á nýtt

Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu […]

Söguþjóð í raun?

Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til […]

Og nú að allt öðru

Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum […]

Herlaust land

Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert […]

Svo einfalt verður það

Ræða Björns Vals Gíslasonar við upphaf flokksráðsfundar um helgina. Ágætu flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir! Ég býð ykkur velkomin til fundar flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem ég veit að á eftir að vera okkur gagnlegur. Mest er þó um vert að við gerum þetta á góðum flokksráðsfundi og lítum á þennan fund sem upphaf kosningabaráttu Vinstri […]

Öruggt húsnæði, leið úr fátæktargildru.

Ný skýrsla um fátækt barna á Íslandi hefur vakið verðskuldaða athygli og kallar á aðgerðir. Fátækt ungs fólks og barna á Íslandi er nátengd erfiðleikum fólks við að koma sér fyrir í tryggu húsnæði. Engin úrræði eru á húsnæðismarkaði fyrir stóran hóp fólks, m.a. ungt fólk, aldraða og tekjulágar fjölskyldur. Þetta fólk greiðir nær óviðráðanlega […]

Steinunn Þóra vill fund um aukin umsvif Bandaríkjahers

Í ljósi fregna um að Bandaríkjaher áformi aukin umsvif á Íslandi hefur Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður VG í utanríkismálanefnd Alþingis, óskað eftir að utanríkismálanefnd verði kölluð saman til fundar svo fljótt sem auðið er. Í formlegri ósk sinni um tafarlausan fund í nefndinni segir Steinunn Þóra það afar mikilvægt að utanríkisráðherra […]

Sjávarútvegurinn er aflögufær

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja högnuðust um 314 milljarða á sjö árum   Hagstofan gaf á dögunum út sitt árlega rit um afkomu sjávarútvegsins, hag veiða og vinnslu, og nú fyrir árið 2014. Þar staðfestist að góðærið hélt áfram í íslenskum sjávarútvegi, þó hreinn hagnaður drægist lítillega saman milli ára, þ.e. úr 18,2% árið 2013 í 15,0% 2014. Ein skýring er eflaust léleg loðnuvertíð árið 2014. EBITDA framlegðin eða fjármunamyndunin […]