Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Byggjum ferðaþjónustu upp til framtíðar

Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem […]

LÍN-frumvarp sem eykur ójöfnuð og misskiptingu​

Fyrir Alþingi liggur nú nýtt frum­varp um Lána­sjóð íslenskra náms­manna. Frum­varpið felur í sér miklar breyt­ingar á náms­lána­kerf­inu, breyt­ingar sem ýta undir ójöfnuð verði þær að lög­um. Meðal þeirra breyt­inga sem lagðar eru til er að nem­endur fái náms­styrk í hverjum mán­uði en verði frum­varpið að lögum munu nem­endur í láns­hæfu námi eiga þess kost […]

Fiskeldi í sátt við samfélagið og náttúruna

Fiskeldi er ný og blómstrandi atvinnugrein á Vestfjörðum. Aðrir landshlutar hafa margra ára jákvæða reynslu af fiskeldi á landi sem hefur skapað mörg störf, bæði fyrir konur og karla, faglærða og ófaglærða. Á Vestfjörðum sunnan Dýrafjarðar er óheillaþróun síðustu ára að snúast við, fólki fjölgar og fær atvinnu við hæfi. Mitt í þessum jákvæðu fregnum […]

Ferðamálastefna VG kynnt

Kynningarfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, á glænýrri ferðamálastefnu hreyfingarinnar verður í Kosningamiðstöð félagsins í Reykjavík á Laugavegi 170 í hádeginu á morgun miðvikudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti VG í Suðvesturkjördæmi og einn ritstjóra stefnunnar kynnir hana, en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG verður líka á fundinum, sem og Jakob S. Jónsson, annar ritstjóri stefnunnar, en […]

Svandís kynnir áherslur VG í Reykjavík.

Kosningamiðstöðin Laugavegi 170 klukkan 17.00 Kynning á kosningaáherslum VG í Reykjavík VG í Reykjavík boðar til opins fundar á kosningaskrifstofu VG í Reykjavík, Laugavegi 170, fimmtudaginn 6. október á milli 17-18. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður og oddviti VG í Reykjavík suður mun fara yfir kosningaáherslur hreyfingarinnar. Umræður verða svo um kosningaáherslunar. Heitt á könnunni og öll velkomin! […]

Lagt í’ann

Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, […]

Betra og réttlátara heilbrigðiskerfi – fyrir alla

  Við göngum til þingkosninga 7 mánuðum fyrr en áætlað var í kjölfar uppljóstrana um þátt æðstu íslensku stjórnmálamanna í Panamaskjölunum. Þær afhjúpuðu að hinir ríku og áhrifamiklu komu sér undan því að greiða með sanngjörnum hætti til skattkerfisins, í sameiginlega sjóði okkar allra. Það er góðs viti að almenningur hafi mótmælt því þegar efnamikið […]

Ársreikningar Panama-félaga

Haustið er milt og snjór sést varla á fjöllum en fljótt virðist fenna yfir sporin sem Panamaskjölin afhjúpuðu á vormánuðum. Kannski er um að kenna vanmætti fjölmiðla til að fylgja málum eftir eða e.t.v. skorti á vitneskju um hvernig framvinda mála er þegar upp kemur efi um hvort rétt hafi verið staðið að málum.Í grein […]

Line Barfod um félagsleg fyrirtæki

VG-stofan á morgun klukkan 18.00 Gestum VG-stofunnar er boðið á lítinn fyrirlestur og samtal, klukkan 18.00 á morgun, fimmtudag. Danski lögfræðingurinn Line Barfod, ræðir  félagsleg fyrirtæki og samfélagslega ábyrgð. Fyrirlesturinn verður á ensku eða dönsku, eftir því hvort fundargestir kjósa. „Sosiale virksomheder“ er danska nafnið á fyrirtækjum sem rekin eru í með það meginmarkmið að […]