Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Þingstörfin og fjárlagafrumvarpið

Þing kom saman á síðastliðinn þriðjudag var og tók þá sæti á Alþingi 10 manna þingflokkur VG með 4 nýjum þingmönnum. Steingrímur J. Sigfússon stýrði fyrsta þingfundi sem starfsaldursforseti þingsins, og var svo í kjölfarið kosinn forseti Alþingis með 60 atkvæðum. Fjármálaráðherra starfsstjórnarinnar mælti fyrir fjárlagafrumvarpi og bandormi í vikunni, og hafa allir okkar þingmenn […]

Gerum samfélagið betra

Katrín Jakobsdóttir segir ábyrgan rekstur ríkissjóðs þurfa að fara saman við ábyrgan rekstur samfélagsins. Þetta sagði hún í umræðum á Alþingi í dag um útgjaldaliði fjárlagafrumvarpsins. Hún sagði mikla uppsafnaða þörf fyrir opinberar fjárfestingar og aukin útgjöld ríkissjóðs í ýmsum mikilvægum málaflokkum, og að tillögur fjárlagafrumvarps starfsstjórnarinnar mættu ekki þeirri þörf. “Þegar rætt er um […]

,

Rósa Björk gestur VG í Mosfellsbæ

Aðalfundur Vg í Mosfellsbæ verður haldinn nú á fimmtudagskvöldið, áttunda desember. Klukkan 17.30 í Hlégarði í Mosfellsbæ, á annarri hæð.  Frá því dagskráin var kynnt fyrst er orðin á henni sú markverða breyting að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Suðvesturkjördæmis, verður sérstakur gestur fundarins. Og mun eflaust hafa frá mörgu að segja eftir margra vikna stjórnarmyndunarstreð. […]

Neytendahópur VG stofnaður

    Stjórn Vinstri grænna hefur stofnað starfshóp til að móta stefnu í málefnum neytenda.  Markmiðið er að koma á framsækinni neytendastefnu undir merkjum sjálfbærni, jöfnuðar og umhverfisverndar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og Ingimar Karl Helgason, fréttamaður sitja í starfshópnum, sem er að hefja störf. Eitt af forgangsmálunum verður að tryggja […]

Óformlegar viðræður VG og Sjálfstæðisflokks

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálfstæðisflokksins, hittast í dag til þess að kanna hvort grundvöllur geti verið fyrir samstarfi flokkanna tveggja í ríkisstjórn. Viðræðurnar eru óform­leg­ar, og fara fram á milli flokkanna tveggja og án aðkomu annarra flokka á þessu stig. Til þeirra er boðað í framhaldi af samtali sem Bjarni og […]

Ríkisfjármál og hagstjórn á tímum stjórnarmyndunar

Það má kalla öfug­snúið að þurfa að ræða um þrönga stöðu í rík­is­fjár­málum á því herr­ans ári 2016, árinu þar sem stefnir í sögu­legan metaf­gang hjá rík­is­sjóði, bók­halds­legan þ.e.a.s., um eða yfir 400 millj­arða með bók­færslu stöð­ug­leika­fram­lag­anna. Að því við bættu að Ísland er vænt­an­lega á hápunkti hag­sveifl­unn­ar, með 6 ára sam­felldan hag­vöxt að baki. […]

Viðræðum um ríkisstjórn slitið

Undanfarna daga hafa Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin átt í formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að þeim hafa komið komið yfir þrjátíu manns fyrir hönd flokkanna sem lagt hafa fram mikla vinnu við að skapa grundvöll fyrir samstarfi þeirra í ríkisstjórn. Góður andi var í viðræðunum og fyrir lá að víða […]