Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Svandís Svavarsdóttir: Ráðgjafanefnd Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Landspítalanum ráðgjafarnefnd til næstu fjögurra ára, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Formaður nefndarinnar er Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn „til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans . Skal nefndin m.a. […]

Fyrsti fundur loftslagsráðs

Loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í vikunni, en því er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þar á meðal eru aðgerðir til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, efla viðnámsþol gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og efla almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir […]

Forsætisráðherra skipar aðstoðarseðlabankastjóra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur skipað Rannveigu Sigurðardóttur í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára 1. júlí 2018. Fjórtán sóttu um embættið.  Sérstök matsnefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Nefndin mat fimm umsækjendur mjög vel hæfa til þess að hljóta embætti aðstoðarseðlabankastjóra, þau Daníel Svavarsson, Guðrúnu Johnsen, Jón Þ. Sigurgeirsson, Rannveigu Sigurðardóttur og Þorstein Þorgeirsson. […]

Svandís Svavarsdóttir, heilbirgðisráðherra skipar forstjóra Sjúkratrygginga frá 1. nóvember.

Ellefu sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem auglýst var laust til umsóknar 18. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. nóvember 2018 til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar Sjúkratrygginga Íslands, líkt og kveðið er á um í lögum um sjúkratryggingar. Í 7. gr. laganna er kveðið á um skipun forstjóra, verkefni […]

Ávarp forseta Alþingis við frestun þingfunda

Háttvirtir alþingismenn. Störfum þessa þings lýkur nú að sinni. Þetta hefur verið fremur stutt þing. Við komum ekki saman hér fyrr en 14. desember, að loknum alþingiskosningum, þremur mánuðum síðar en reglulegt þinghald hefst venjulega, og gerðum þar í viðbót rúmlega hálfs mánaðar hlé vegna sveitarstjórnarkosninga. Eins og við er að búast hafa störf þingsins […]

Stórfelld tækifæri við friðlýsingar

Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd […]

VG í meirihluta sveitarstjórn Norðurþings.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð og óháðir og Sam­fylk­ing­in og annað fé­lags­hyggju­fólk hafa gert með sér sam­komu­lag um mynd­un meiri­hluta í sveit­ar­stjórn Norðurþings kjör­tíma­bilið 2018-2022. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá flokk­un­um þrem­ur í Norðurþingi, en sam­komu­lag flokk­anna bygg­ist á mál­efna­samn­ingi sem er sam­kvæmt stefnu­skrám fram­boðanna fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar. Í til­kynn­ingu meiri­hlut­ans seg­ir að í þessu […]

Vandi fylgir vegferð VG

Ég verð seint talin til aðdá­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrir hvað hann stendur beint og óbeint. Engu að síður völdum við í VG að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með þeim og Fram­sókn eftir að reyna allt annað í boði nema hleypa Mið­flokknum að. Skárra hefði verið að fara með Sjálf­stæð­is­mönnum og Sam­fylk­ingu, en þeir síð­ar­nefndu sáu þann […]

Ræða: Steinunn Þóra Árnadóttir

Kæru landsmenn, Það líður senn að lokum þessa þings og þar með lokum fyrsta þingvetrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þá er rétt að líta yfir það sem áorkast hefur – en einnig til þeirra verkefna sem ekki er lokið og enn er verið að vinna að. Því þannig er það með samfélag – vinnan við það […]