Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Allir velkomnir að ræða fjármálaáætlun.

Vinstri græn í Reykjavík boða til opins fundar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nk. fimmtudagskvöld (12. apríl) klukkan 19:30. Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn í Kosningamiðstöð VG í Þingholtsstræti 27. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti nýlega fjármálaáætlun fyrir 2019-2023. Í henni felst að ríkisstjórnin áformar að auka árleg ríkisútgjöld um 85 milljarða króna fram til ársins […]

Frambjóðendur VG í Víkingaheimum

Framboðslistar VG víða um land og blandaðir listar með öflugri þátttöku VG enn víðar hafa litið dagsins ljós síðustu vikurnar. Og í kvöld verður listi lagður fram til samþykktar í Reykjanesbæ. Um helgina hittast frambjóðendur VG í Víkingaheimum í Reykjanesbæ og skipuleggja sóknina í kosningabaráttunni framundan. Sveitarstjórnarráðstefnan er ætluð frambjóðendum VG,  til að efla baráttuna. […]

Styttum vinnuvikuna

Þeir sem vinna færri en 40 stundir á viku eru afkastameiri hverja unna klukkustund en þeir sem vinna lengri vinnudag. Lífsgæðin versna því ekki við þetta heldur aukast. Rannsóknir sýna að landsframleiðsla er ekki meiri í þeim löndum þar sem vinnuvikan er lengri. Streita minnkar, veikindadögum fækkar og fólk er ánægðara í vinnunni. Auk þessara […]

Enn ein heimsskýrslan

Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa […]

Sókn fyrir samfélagið

  Ný fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti á miðvikudag snýst um sókn fyrir íslenskt samfélag. Hún fylgir þannig eftir þeim sáttmála um samfélagslega uppbyggingu sem ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er grundvallað á, rétt eins og fjárlög ársins 2018 gerðu. Fjármálaáætlunin byggir á sterkri stöðu ríkissjóðs og efnahagsmála almennt sem er afrakstur þeirrar miklu og […]

Allt sem þú vildir vita um fjármálaáætlunina (eða sumt)…

Fátt dregur betur fram það versta í íslenskri póli­tík en fram­lagn­ing stórra og viða­mik­illa áætl­ana eins og fjár­mála­á­ætl­unar fyrir næstu fimm ár. Vegna þess hve flókin og viða­mikil áætl­unin er, þá getum við stjórn­mála­menn valið sjón­ar­horn eftir hent­ug­leika, farið fram með hálf­sann­leik, tekið úr sam­hengi, jafn­vel farið rangt með; allt til að þjónka okkar mál­stað […]

Arndís Pétursdóttir kosningastjóri – opið hús í Strandgötu

VG í Hafnarfirði hefur ræður Arndísi Pétursdóttir sem kosningastýru. Arndís er fædd og uppalin í Hafnarfirði, hún gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Eftir Flensborg lærði hún bókmenntafræði og ritlist við Háskóla Íslands. Arndís rekur nú Vintage búðina í húsnæði VG að Strandgötu 11 í Hafnarfirði. Barátta fyrir réttlátara samfélag, umhverfisvernd og hag fjölskyldunnar hefur alltaf verið Arndísi hugleikin og því samþykkti Arndís að taka að […]

VG listi í Árborg – Halldór Pétur Þorsteinsson leiðir.

Halldór Pétur Þorsteinsson, verkfræðingur á Eyrarbakka, leiðir lista Vinstri grænna í Árborg en listinn var samþykktur á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg í gærkvöldi. Í öðru sæti er Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Selfossi og í þriðja sæti Sigurður Torfi Sigurðsson, sjálfstæður atvinnurekandi, í Stokkseyrarseli. Vinstri grænir fengu 4,2% atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og náðu […]

Pastöldin verði önnur

Ein­kenn­is­hlutur nýhaf­innar aldar er plast­flaska. Í höndum skóla­fólks, á vinnu­stöð­um, í metra­löngum hillum versl­ana, á skyndi­bita­stöð­um, í höndum ferð­manna í skoð­un­ar­ferðum og þannig mætti lengi telja. Í Bret­landi nemur fram­leiðslan minnst einum millj­arði flaskna á ári. Hér hjá okkur nær fjöld­inn millj­ónum en ólíkt Bret­landi náum við að senda mun meira af þeim til end­ur­vinnslu […]