Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Katrín Jakobsdóttir tekur á móti forsætisráðherra Danmerkur

Lars Lökke Rasmusen, forsætisráðherra Danmerkur, og eiginkona hans, Sólrun Løkke Rasmussen, koma til landsins í dag í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. Lars Løkke heldur beint á tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Að loknum fundi eða klukkan 14:20 til 14:30 í dag í Ráðherrabústaðnum eru […]

Ungt fólk á hjúkrunarheimilum – “á að vera undantekning”, segir heilbrigðisráðherra

Sjúkratryggingar Íslands hafa að beiðni velferðarráðuneytisins tekið saman upplýsingar um fjölda þeirra sem eru yngri en 67 ára og búa á hjúkrunarheimilum. Í ljósi opinberrar umfjöllunar um þessi mál telur ráðuneytið mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar búa samtals 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum. Af þeim eru 20 […]

Losun í íslenskum landbúnaði – úttekt sýnir mismikla losun búa

Talsverður breytileiki er milli búa í losun gróðurhúsalofttegunda og möguleikar til bindingar kolefnis eru einnig misjafnir. Þetta eru niðurstöður Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eftir úttekt þeirra á losun gróðurhúsalofttegunda á fimm íslenskum búum.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fól Ráðgjafarmiðstöðinni að leggja mat á helstu þætti í starfsemi fimm samstarfsbúa sem hafa í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda og einnig […]

Samráð um heilbrigðisstefnu til 2030 – fyrir öryggi og betri þjónustu

Allir sem áhuga hafa geta nú kynnt sér drög að íslenskri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og komið á framfæri ábendingum. Stefnan hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 19. desember. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þetta mikilvægan áfanga: „Árum saman hefur verið kallað eftir skýrri sýn og stefnu í heilbrigðismálum. Nú vonast […]

Málefnahópar VG fyrir landsfund 2019

Málefnahópar hafa verið stofnaðir til að vinna að stefnumálum VG fram að landsfundi hreyfingarinnar næsta haust. Tveir hópsstjórar hafa verið settir yfir hvern hóp og með þeim vinna líka starfsmenn hreyfingarinnar. Einn hópanna, stjórnarskrárhópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur þegar tekið til starfa. Skráning stendur yfir í hina hópana og eru félagar hvattir til að […]

Opin kynning á fyrstu verkefnum nefndar um miðhálendisþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og þverpólitísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boða til opins fundar vegna vinnu nefndarinnar. Á fundinum verða kynnt fyrstu tvö verkefni nefndarinnar sem nýverið voru sett á samráðsgátt stjórnvalda, auk þess sem sagt verður frá stöðu vinnunnar og þeim verkefnum sem framundan eru.Um er að ræða annars vegar greiningu nefndarinnar á […]

Átakshópur um fleiri íbúðir

Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði hafa komið sér saman um átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði í kjölfar 12. samráðsfundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem haldinn var á föstudaginn var. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn […]

Heimsþing kvenleiðtoga: Konur standi með konum

Kon­ur í stjórn­un­ar­stöðum verða að nýta völd sín til þess að auka tæki­færi annarra kvenna og styrkja rétt­indi þeirra. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, lagði á þetta áherslu í opn­un­ar­ávarpi sínu á Heimsþingi kven­leiðtoga í Hörpu í morg­un. Rúm­lega 400 kven­leiðtog­ar frá um 100 lönd­um eru sam­an komn­ir á þessu fyrsta Heimsþingi kven­leiðtoga, sem haldið er […]

Eitt ár og tíu dagar þöggunar

Tæpur mán­uður er lið­inn frá því að Stundin ákvað að fjalla á ný um umfangs­mikil við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra og þáver­andi þing­manns, í aðdrag­anda Hruns­ins. Þá hafði afar umdeilt lög­bann sýslu­manns á umfjöll­un­ina verið í gildi í 375 daga, eitt ár og 10 daga. Stund­ar­fólk kærði lög­bannið og íslenskir dóm­stólar tóku sér 354 daga til […]