Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Áskoranir nútímans

  Í lok september var ég viðstödd 73. leiðtogafund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Umfjöllunarefni fundarins voru langvinnir sjúkdómar (e. noncommunicable diseases). Langvinnir sjúkdómar eru hjarta- og æðasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og geðsjúkdómar. Þessir sjúkdómaflokkar eru algengasta dánarmeinið á heimsvísu en þeir eru valdur að 70% allra dauðsfalla í heiminum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint […]

Svandís Svavardóttir, heilbrigðisráðherra ræða á Landspítala 5. október

Kæru gestir Við erum hér samankomin til þess að fagna stórum áfanga í Hringbrautarverkefninu, uppbyggingu Landspítalaþorpsins hér við Hringbraut. Fyrir níu árum síðan setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, af stað verkefnastjórn, sem síðar varð Nýr Landspítali ohf., til að vinna að undirbúningi og uppbyggingu þessa svæðis. Það var gert með víðtækri þátttöku starfsmanna Landspítala og […]

Rannsóknahús Landspítala fullhannað

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði í dag samning við Corpus3 hópinn um fullnaðarhönnun rannsóknahúss Landspítala. Rannsóknahúsið er hluti af heildaruppbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Grímur Már Jónasson undirritaði samninginn fyrir hönd Corpus3 en hópurinn hefur einnig unnið að hönnun meðferðarkjarna Landspítalans. Í meðferðarkjarnanum verður bráðamóttaka sjúklinga, greining og meðferð en í rannsóknahúsinu verður sameinuð á einum stað […]

Samstarf atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum

Ákveðið var að setja á laggirnar samstarfsvettvang atvinnulífs og stjórnvalda um framlag Íslands til loftslagsmála á alþjóðlegum vettvangi með útflutningi orkuþekkingar og grænna lausna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin hefur kynnt metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem tekur einkum til aðgerða sem miða að því að draga úr losun og auka kolefnisbindingu úr andrúmslofti, þannig að […]

Eignarhald á bújörðum í endurskoðun

Starfshópur um endurskoðun eignarhalds á bújörðum, sem skipaður var af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í júní 2017, hefur skilað skýrslu þar sem lagðar eru til breytingar á lögum í því skyni að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst forsætisráðherra skipa starfshóp um endurskoðun laga og reglna er varða […]

Viljayfirlýsing um að efla íslenskuna

Viljayfirlýsing um vitundarvakningu um mikilvægi íslensks máls var undirrituð af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Kennarasambands Íslands, Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtakanna Heimilis og skóla í gær. Lögð verður áhersla á að finna víðtækan samstarfsgrundvöll til að vekja athygli og áhuga á íslenskunni, stuðla að virkri notkun tungumálsins […]

Opið fyrir umsagnir um úrgangsmál

Þrjár reglugerðir umhverfisráðherra um úrgangsmál eru nú til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins og þurfa athugasemdir að berast fyrir 16. október. Í fyrsta lagi drög að nýrri reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang. Markmið hennar er að innleiða að fullu tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/19/ESB. Meðal helstu breytinga eru ný flokkun raf- og rafeindatækja og ný markmið […]

Árangursríkt samstarf

Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á […]

Stórátak – Hjúkrunarrýmum fjölgað í Hafnarfirði

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur veitt Hafnarfjarðarbæ heimild sem gerir kleift að fjölga hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu um 33 innan tveggja ára. Hjúkrunarrými í Hafnarfirði verða þar með rúmlega 90. Ráðherra kynnti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra ákvörðun sína í Hafnarfirði í dag. Ákvörðunin er liður í stórátaki stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrr á þessu ári […]