Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla óháð búsetu

Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu ræður miklu um búsetu fólks. Gildir það jafnt um börn og barnafólk sem og eldri borgara, sem á efri árum þurfa að búa sem næst góðri læknisþjónustu. Nýkjörinn forseti lagði áherslu á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu í innsetningarræðu sinni. Undirskriftasöfnunin- Endurreisum heilbrigðiskerfið – þar sem tæp 87 þús manns hafa […]

Lárus Ástmar í forystusæti

Gef kost á mér í 1. til 2. sæti í forvali Vg í Norðvesturkjördæmi Ég undirritaður Lárus Ástmar Hannesson, í Stykkishólmi,  býð mig fram í 1. – 2. Sætið á lista í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, fyrir komandi Alþingiskosningar.  Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG um árabil, verið varaþingmaður frá […]

Lilja Rafney vill leiða lista í NV-kjördæmi áfram

Tilkynning um þátttöku í forvali Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs Ég býð mig fram í forvali VG og gef kost á mér til að leiða áfram lista VG í Norðvesturkjördæmi. Þau sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hafa verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur […]

Forval í Norðvesturkjördæmi 31. ágúst – 5. september

Framboðsfrestur til 10 ágúst Á aðalfundi kjördæmisráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi í júní síðastliðnum var samþykkt að fram færi forval vegna komandi alþingiskosninga í haust. Forvalið hefst 31. ágúst, með póstkosningu. Síðasti dagur til að póstleggja greidd atkvæði verður 5. september. Frestur til að skila inn framboðum er til 10. ágúst nk. til […]

Lilja Rafney vill ræða samdrátt á byggðakvóta í þingnefnd

  Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að atvinnuveganefnd Alþingis komi saman til fundar og ræði nýja reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta. Í reglugerðinni kemur fram að almennur byggðakvóti sem úthlutað er til byggðalaga, sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og eru háð veiðum og vinnslu á […]

Utanríkismálanefnd um ástandið í Tyrklandi

 Mannréttindabrot gegn Kúrdum verði fordæmd Að frumkvæði Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG,  kom utanríkismálanefnd Alþingis til fundar í morgun til að ræða stöðu mála í Tyrklandi. Utanríkisráðherra kom til fundarins til að gera grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda til atburðarásarinnar í Tyrklandi í ljósi fangelsana og ofsókna á hendur blaðamönnum, kennurum, stjórnmálamönnum, dómurum og saksóknurum […]

Ögurstund

Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér […]

Utanríkismálanefnd Alþingis ræði neyðarástand í Tyrklandi

      Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni hið fyrsta um neyðarástand og þróun mála í Tyrklandi.   “Það er því miður rík ástæða til að kalla saman utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða það grafalvarlega ástand sem nú ríkir Tyrklandi og möguleg viðbrögð við því” […]

Ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi

Það er eðli­legt að gjalda var­hug við áformum um nýtt einka­sjúkra­hús sem Mos­fells­bær hefur nú úthlutað lóð. Eign­ar­hald félags­ins sem hyggst leggja í þessa fjár­fest­ingu er að hluta til á huldu og óljóst hver er á bak við þessa stóru fjár­fest­ingu upp á fjöru­tíu millj­arða. Eðli­legt væri að gera kröfur um að allt eign­ar­hald væri […]