Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Utanríkismálanefnd um ástandið í Tyrklandi

 Mannréttindabrot gegn Kúrdum verði fordæmd Að frumkvæði Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG,  kom utanríkismálanefnd Alþingis til fundar í morgun til að ræða stöðu mála í Tyrklandi. Utanríkisráðherra kom til fundarins til að gera grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda til atburðarásarinnar í Tyrklandi í ljósi fangelsana og ofsókna á hendur blaðamönnum, kennurum, stjórnmálamönnum, dómurum og saksóknurum […]

Ögurstund

Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér […]

Utanríkismálanefnd Alþingis ræði neyðarástand í Tyrklandi

      Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni hið fyrsta um neyðarástand og þróun mála í Tyrklandi.   “Það er því miður rík ástæða til að kalla saman utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða það grafalvarlega ástand sem nú ríkir Tyrklandi og möguleg viðbrögð við því” […]

Ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi

Það er eðli­legt að gjalda var­hug við áformum um nýtt einka­sjúkra­hús sem Mos­fells­bær hefur nú úthlutað lóð. Eign­ar­hald félags­ins sem hyggst leggja í þessa fjár­fest­ingu er að hluta til á huldu og óljóst hver er á bak við þessa stóru fjár­fest­ingu upp á fjöru­tíu millj­arða. Eðli­legt væri að gera kröfur um að allt eign­ar­hald væri […]

Varnarvísitala lágtekjufólks

Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að […]

Þingflokkur fordæmir mannréttindabrot tyrkneskra stjórnvalda

Mikilvægi lýðræðis og varðstaða um mannréttindi í Tyrklandi Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lýsir yfir samstöðu með tyrkneskum almenningi , harmar mannfall í landinu og tekur undir með þeim sem hafa þungar áhyggjur af stöðu og þróun mála í Tyrklandi og nú síðast neyðarástandinu sem lýst hefur verið í landinu. Þingflokkurinn fordæmir harðlega fjöldahandtökur, uppsagnir […]

Er heilbrigðisráðherra að segja ósatt?

Mosfellsbær hefur gert samkomulag við hollenskt fyrirtæki um byggingu sjúkrahúss í bænum. Um verður að ræða sjúkrahús sem ætlað er að sinna auðugum viðskiptavinum, innlendum sem erlendum. Fyrirtækið segist hafa fengið blessun íslenskra heilbrigðisyfirvalda vegna áformana og að Ísland hafi skorað hæst(link is external)í mati fyrirtækisins á löndum til slíks heilbrigðisrekstrar. Heilbrigðisráðherra segist samt ekki […]

Ungt fólk til áhrifa eða skrauts?

  Ég heiti Rúnar Gíslason og ég er með ólæknandi áhuga á samfélagsmálum. Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 1.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þeim sem vita að ég er bara tvítugur drengtittur úr Borgarfirði finnst það kannski svolítið djarft, verulega […]

Evrópskt samstarf um lýðræði og velferð 

Norrænir formenn vinstri grænna flokka vilja umræður um framtíð evrópskrar samvinnu Formenn sjö vinstri grænna flokka á Norðurlöndum lýsa yfir vilja til að stefna að áframhaldandi og nánu samstarfi við Bretland eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Norrænu formennirnir vilja ekki reisa nýjar hindranir í veg þeirra sem vilja sækja menntun,  búa, starfa eða stunda viðskipti […]