Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Keðjuábyrgð til höfuðs brotastarfsemi Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar. Ástæða þess að VG lagði […]

VG Árnessýslu: – Framundan á Suðurlandi

Fyrsta starfsári nýs VG félags í Árnessýslu er senn að ljúka og í lok starfsársins verða haldnir tveir fundir í sýslunni, sem allir eru velkomnir á. Annar er opinn fræðslufundur með Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni sunnlendinga, um eldgos og óróa af ýmsu tagi, en hitt er aðalfundur félagsins eftir fyrsta starfsárið. Hér að neðan er […]

Vanmetin nýsköpun

Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir framvindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki ætlað að vera leiðandi á þessari öld? Taldar […]

Hugleiðing um pólitíska hagfræði

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ­rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar er í merk­is­beri póli­tískrar hag­fræði þar sem auð­velt er að láta sker­ast í odda milli and­stæðra hug­mynda­fræði­kerfa, milli hægri og vinstri og kap­ít­al­isma og sós­í­al­isma, en þau hug­tök heyr­ast sjaldan á Alþingi en eru samt óskap­lega raun­veru­leg. Fjár­mála­stefnan á, skv. 6. gr. laga um opin­ber fjár­mál, að standa á grunni hug­taka […]

Yfirlýsing stjórnarandstöðu vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar

Sameiginleg yfirlýsing þingflokka Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknar og Samfylkingar við upphaf umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki […]

United Silicon á opnum fundi þingnefndar

Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með forsvarsmönnum United Silicon á morgun, um mengunar og mengunarvarnir verður opinn fjölmiðlum og almenningi að frumkvæði þingmanna Vinstri grænna sem eiga sæti í nefndinni. Þeir  eru Ari Trausti Guðmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé.  Mælingar hafa sýnt arsenmengun umfram viðmiðunarmörk, en deilt hefur verið um hvort mælingarnar standist – Fundurinn […]

Fjölmenni á VG fundi um alþjóðastjórnmál

Fjölmenni var á fundi VG og VGR með Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, prófessor í Miðausturlandafræðum í Norræna húsinu síðdegis í gær. Hátt á annað hundrað manns sóttu stórfróðlegan fyrirlestur Magnúsar sem staddur er hér á landi en hann er búsettur í Bandaríkjunum og starfar sem prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets. Frá Berlín til Bagdad […]

Silfurberg og landvarsla

Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur […]

Gætum við sameinast gegn fátækt?

Við eigum tölur um fátækt. Meðal annars nýlegar tölur frá Unicef á Íslandi að 9,1% barna á Íslandi líði skort, einkum þegar kemur að húsnæði. Þetta eru um 6000 börn og þar af líða um 1600 börn verulegan skort. Stór hluti þessara barna býr við óöruggt húsnæði, heldur ekki upp á afmælið sitt, stundar ekki […]