Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Staða framkvæmdastjóra í norrænu samstarfi

Vinstri græni flokkahópurinn í Norðurlandaráði VSG og Norrænt samstarf formanna vinstri flokka, NGLA auglýsir eftir nýjum framkvæmdastjóra frá 1. September 2016. Núverandi framkvæmdastjóri lætur af störfum í nóvember. VSG hópur Vinstri Grænna í Norðurlandaráði samanstendur af sjö þingmönnum ólíkra flokka frá öllum Norðurlöndum, nema Færeyjum og Álandseyjum, en færeyskur þingmaður bætist í hópinn á næsta […]

Þingmannamál VG á síðasta þingdegi

Loftslagsráð, bann við vígvélum, þjóðhagsáætlanir ofl.   Lokasprettur þingvetrarins var strembin, líkt og oft áður, en nokkur góð þingmannamál VG þingmanna voru samþykkt á síðasta þingdegi vetrarins. Því ber að fagna vel enda brýn og góð mál; stofnun loftslagsráðs, stuðningur við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra vígvéla, undirbúningur að gerð þjóðhagsáætlana til langs […]

Góðæris heiður himinn – eða hvað

Hag­kerfið íslenska sner­i við úr sam­drætti og djúpri lægð á síð­ari hluta árs­ins 2010. Síðan þá hafa flestir hag­vísar á Íslandi þró­ast jafn og þétt í rétta átt. Hér hefur ver­ið ­sam­felldur hag­vöxt­ur, atvinnu­leysi hefur minnkað jafnt og þétt, hagur heim­ila og atvinnu­lífs að jafn­aði batn­að, skuldir lækkað og afkoma rík­is­ins hefur ver­ið í jafn­vægi […]

Framtíðarsýn og samfélagslegt hlutverk skatta

Katrín Jakobsdóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um framtíðarsýn og samfélagslegt hlutverk skatta í dag, fimmtudag, á Alþingi. Til andsvara var fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson. Katrín sagði meðal annars í upphafsræðu sinni að hún hefði áhuga á að ræða hvort ekki væri þörf á að endurskoða skattkerfið út frá stærri og breiðari sjónarmiðum í […]

Félagslegar lausnir í stað leigufélaga í hagnaðarskyni

Drífa Snædal, full­trúi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í stjórn Íbúðalána­sjóðs, sat hjá þegar meiri­hluti stjórn­ar­inn­ar samþykkti að selja leigu­fé­lagið Klett ehf. til Al­menna leigu­fé­lags­ins, sem er í rekstri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAM Mana­gement. Leigu­fé­lagið Klett­ur var stofnað árið 2013 utan um 450 leigu­íbúðir í eigu Íbúðalána­sjóðs. Fé­lagið var aug­lýst til sölu í fe­brú­ar síðastliðnum og bár­ust þrjú skuld­bind­andi […]

Ný stjórn Vinstri grænna í Húnavatnssýslum

Aðalfundur í svæðisfélagi Vinstri grænna í Húnavatnssýslum var haldinn fimmtudaginn 12. maí síðastliðinn. Ný stjórn var kosin á fundinum og hana skipa: Jón Árni Magnússon, Páll Rúnar Heinesen Pálsson og Sigrún Valdimarsdóttir. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Páll Rúnar formaður félagsins

Almannahagsmunir eða sérhagsmunir

Á fimmtu­dag­inn funda nokkrir tugir þjóð­ar­leið­toga í Lund­únum til að ræða að­gerðir gegn spill­ingu. Á dag­skrá verður meðal ann­ars áskorun 300 hag­fræð­inga ­sem hafa ritað þjóð­ar­leið­togum um heim allan og hvatt þá til að við­ur­kenna að engin efna­hags­leg rök séu fyrir því að leyfa áfram­hald­andi til­vist skatta­skjóla. Þeir segja enn­fremur að það verði ekki auð­velt […]

Húsnæðismál eru kjaramál

  Húsnæðismál hafa löngum verið mikilvægur þáttur í baráttu fólks fyrir bættum lífsgæðum, enda einn grunnþáttur þess að fólki geti liðið vel. Í gegnum tíðina hafa samtök launafólks oft látið til sín taka á þessu sviði, meðal annars með samningum við ríkisvaldið í tengslum við gerð kjarasamninga. Bygging fyrstu verkamannabústaðanna við Hringbraut á upphafsárum fjórða […]

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta   

  Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að þak verði sett á greiðsluþátttöku sjúklinga við lækniskostnað upp á 95 þúsund krónur. Lyfjakostnaður er ekki inni í þessari jöfnu en þar var innleitt svipað kerfi fyrir nokkrum árum og þak sett á lyfjakostnað upp á 65 þúsund krónur. Ætlunin er ekki að setja aukna fjármuni í […]