Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Flokksráðsfundur á miðvikudag

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur verið kallað saman til fundar í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Þar verður ríkisstjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks borinn upp til samþykktar. Fundurinn er opinn öllum félögum í VG.  Allir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á flokksráðsfundum, en aðeins fulltrúar í flokksráði hafa atkvæðisrétt.  Dagskrá er að neðan Flokksráðsfundur VG  […]

Aðalfundur VGR – viltu vera í stjórn?

Framhaldsaðalfundur Vinstri grænna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn, 30. október, þar sem m.a. verður kosið í stjórn félagsins. Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður auglýstur betur þegar nær dregur. Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík er skipuð 7 aðalmönnum og 2 varamönnum. Sjá nánar á http://vgr.is Samkvæmt reglum félagsins verða nú kosnir 3 aðalmenn til tveggja […]

Áskorun ungliða

Ungliðarhreyfingar stjórnmálaflokka senda frá sér eftirfarandi ályktun: Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Slík hegðun á ekki að líðast, hvorki innan stjórnmála né nokkurs staðar annars staðar í […]

Þingflokkur veitir heimild til viðræðna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs samþykkir að fela formanni og starfandi þingflokksformanni að leiða til lykta þær viðræður sem hafa staðið yfir um hugsanlega myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þegar niðurstöður þeirra viðræðna liggja fyrir mun þingflokkurinn taka afstöðu til þeirra í samráði við flokksráð eins og kveðið er á um í lögum flokksins […]

Kosningaskrifstofur um allt land

Mikill fjöldi kosningaskrifstofa VG er opinn víða um land, þessa síðustu daga fyrir kosningar.  Opnunartími þeirra og viðburðir á vegum þeirra eru auglýstir hér á síðunni og á samfélagsmiðlum. Nánari upplýsingar er að finna bæði í viðburðadagatalinu neðst á þessar síðunni og á Kosningasíðu VG, sem opnuð var í síðustu viku, með sömu mynd og […]

Vöfflur og viðburðir

Á morgun, sunnudag verður opið hús og vöfflukaffi í kosningamiðstöðinni VG í Reykjavík í Þingholtsstræti 27, á milli 14:30 og 16:30. Upplestur, tónlist og góður félagsskapur – öll velkomin! Við minnum svo á að það er heitt á könnunni hjá okkur alla virka daga. Frá mánudegi til miðvikudags er opnunartíminn 15-18, og fimmtudag og föstudag […]

Stjórnmálin, #metoo og aðrar femínískar byltingar

Femínismi hefur smám saman rutt sér til rúms innan stjórnmálanna og sífellt fleiri stjórnmálaflokkar taka upp málefni kvenna. Frá stofnun hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið femínískur flokkur og sett kvenfrelsismál á dagskrá sem þóttu oft öfgafull en þykja í dag sjálfsögð. Þegar femínismi er orðinn “mainstream”, hvert er þá hlutverk femínískrar stjórnmálahreyfingar? Og hvernig […]

Kosningahristingur UVG

Föstudaginn 20.október efnir ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til kosningahristings. Hristingurinn verður haldinn á Oddsson, Hringbraut 121, og byrjar í kringum 21. Veigar verða á staðnum fyrir þá sem koma snemma og hafa náð tilskyldum aldri en klukkan 23 verður haldið í Karaoke herbergi staðarins þar sem hægt verður að taka lagið. Félagsmenn á aldrinum 18-30 […]