Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Loforð Bjarna

Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að […]

Þjóðarsátt um sjávarútveginn

Ljóst er að fyrir liggur við­var­andi og djúp­stætt ósætti í sam­fé­lag­inu um núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi. Auð­lind­in, sem er þjóð­ar­inn­ar, skilar ekki nægum verð­mætum í sam­eig­in­lega sjóði og örfáar fjöl­skyldur efn­ast gríð­ar­lega og hafa gert um langt skeið. Í raun má segja að eng­inn sé sáttur við kerfið nema þeir sem hagn­ast á því og svo þeir […]

Landsbyggðin fyrir alla

Þó að, með því að gefa kost á mér í eitt af efstu sætunum í komandi prófkjöri VG, sé ég í raun að sækja um innivinnu ímiðbæ Reykjavíkur, þá eru það málefni landsbyggðarinnar sem mest brenna á mér. Betri samgöngur, betra heilbrigðiskerfi og ljósleiðari hringinn í kringum landið eru þau mál sem ég vil setja […]

Skólarnir eru lífæð byggðanna

  Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Þessa dagana er starfið að hefjast í öllum skólum landsins. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman […]

Sala undir pólitískri tímapressu

Í gær seldi ríkið hlut sinn í fast­eigna­fé­lag­inu í Reitum fyrir 3,9 millj­arða. Salan er ekki laus við að vekja spurn­ing­ar. Í ljósi fyrri mála, Borg­un­ar­máls­ins sér­stak­lega, og þverr­andi umboðs rík­is­stjórn­ar­innar er rétt að spyrja spurn­inga um það hvort ekki sé verið að fara of hratt í söl­una á þessum eign­um. Af hverju liggur svona […]

Aðför að jafnrétti til náms

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um nýtt lánafyrikomulag hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna er hættulegt þar sem það vegur í raun að jafnrétti til náms. Ég tel mjög brýnt að fram fari ítarleg greining á því hvernig frumvarpið mætir þeim námsmönnum sem þar eiga í hlut, bæði eftir tekjum, aldri, kyni, búsetu og svo mætti áfram telja. […]

Vegið að jafnrétti til náms

Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að […]

Sjálfstæðisflokkurinn minnir á hver hann er

Ég finn hjá mér löngun til að skrifa þakkarpistil til Sjálfstæðisflokksins fyrir að minna okkur á það í hverra þágu flokkurinn starfar. Og í þessu sambandi vil ég sérstaklega þakka Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem í vikunni talaði í fjölmiðlum fyrir hönd meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að hann vildi færa eignarhaldið á alþjóðaflugvelli Íslendinga í Leifsstöð […]

Byggjum upp saman

Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá […]