Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

 Sjálfbær ferðaþjónusta? 

           Ferðaþjónustan er ekki sjálfbær sem atvinnugrein en fjölmargir stefna að sjálfbærni undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu. Mat á áhrifum fjölgunar ferðmanna verður að miða við þolmörk á öllum þremur stigum sjálfbærni: Umhverfis-, samfélags- og efnahagsmörk í ljósi rannsókna. Þau geta breyst á mislöngu tímabili. Hvað sem ólíkum stjórnmala﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽ornar hefðir  og velferðarina. […]

“Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“

Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. […]

Kjördæmisráð NV boðar til fundar 10. ágúst

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi verður haldinn fimmtudaginn 10. ágúst nk. í félagsheimilinu Hvammstanga. Fundurinn hefst kl. 18:00 og áætluð fundarlok eru kl. 21:00. Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarmönnum stendur til boða léttur kvöldverður, súpa og brauð á krónur 1500. Tilgreina þarf þátttöku í kvöldverði fyrir 3. ágúst til stjórnar. Félagar eru hvattir til […]

Umkáf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja

  Það er ekkert svo langt síðan að litið var algjörlega framhjá grófu kynferðislegu áreiti á skemmtistöðum. Man eftir samtali við vinkonu sem sagði að svona væri þetta bara á djamminu. „Hvað á stelpa annars að gera? Nenni ekki að vera fúla pían eða vera með vesen.“ Á sama tíma, og jafnvel ennþá, voru 12 […]

Minning: Sigríður Kristinsdóttir

Ég kynntist Sigríði Kristinsdóttur á einum af mínum fyrstu fundum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði árið 2002. Í fyrstu óttaðist ég þessa konu sem stóð sköruleg upp í pontu og lét félaga sína heyra það, ófeimin að ræða hvað mætti gera betur og hvaða mál við þyrftum að taka upp í hreyfingunni. Fljótlega rann þó upp fyrir […]

Kjarasamningar í ferðaþjónustu

Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að […]

Gagnsemi greininga

Í júní mán­uði hafa tvær skýrsl­ur al­þjóða­stofn­ana verið birtar um landið og báðar leggja sér­staka áherslu á þróun ferða­mála. Það sem mest brennur á íslenskri ferða­þjón­ustu um þessar mundir er fyr­ir­huguð breyt­ing á virð­is­auka­skatti á greinar ferða­þjón­ustu í kjöl­far þeirra breyt­inga sem áttu sér stað um ára­mótin 2015/16. Í því sam­hengi sagði fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ustu í frétta­tíma […]

Metnaðarleysi ferðamálayfirvalda

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) birti nýverið skýrslu um Ísland sem að hluta til var helguð ferða­málum vegna áhrifa þeirra á end­ur­reisn lands­ins eftir hrun­ið. Í skýrsl­unni eru mis­góðar ábend­ingar um áherslur á þessum vett­vangi. Sumar eru gaml­ar, heima­bak­aðar lummur svo sem um hand­stýr­ingu ferða­manna en aðrar veiga­meiri og frum­legri! eins og þörf­ina á þver-ráðu­neyta­legri stefnu­mörkun […]

Varkár ferðaþjónusta?

 Úr tölvu­pósti 21. júní sl. frá þaul­reyndum leið­sögu­manni: „Svaka­legt að koma að Gull­fossi og Geysi, mann­mergðin lík­ist hel­st þjóð­flutn­ing­um. Ég tald­i ca. 20 rútur á efra plani við Gull­foss í gær. ­Sem sag­t:  40 (far­þegar ) x 20 rútur plús einka­bílar og nokkrar rútur á neðra plani, þ.e.a.s. 1000  – 1500 manns sam­tímis á svæð­inu! Inn af veit­inga­sal á Café Gull­foss eru […]