Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

2016 – Ár fjölmiðlanna

Árið 2016 hefur ein­kennst að stórum hluta af póli­tískri óreiðu. Það hófst með ára­móta­ávarpi Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, þáver­andi for­seta Íslands, sem sagð­ist þá ætla að draga sig í hlé en þó samt ekki, í það minnsta ekki að fullu. Hann kvaðst myndu taka sér stöðu á hlið­ar­lín­unni sem þátt­tak­andi í stjórn­mál­um, háð hans eigin vilja […]

Ákall um ómöguleika

Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að vera kjörinn á þing, bæði hvað varðar þingstörfin sjálf en ekki síst þegar að stjórnarmyndunarviðræðum kemur. Þar hefur á ýmsu gengið. Hvað okkur Vinstri græn varðar sýnist mér, miðað við umræðuna undanfarnar vikur, vera uppi hávært kall um ómöguleika. Mér sýnist krafan vera þessi: Við megum ekki láta viðræður brjóta […]

Af sannfæringu og svikabrigslum

Þetta eru skrýtnir tímar á þinginu. Enginn starfhæfur meirihluti og þingmenn verða að semja sig í gegnum málin. Það varð m.a. til þess að í fjárlaganefnd skapaðist samstaða um að afgreiða fjárlögin út samhljóða. Flokkar urðu ásáttir um að betra væri að ná saman, ekki fengju allir sitt, en allir fengju þó eitthvað. Það væri […]

VG vikan 16.12.16

Þingflokkur VG reynir nú að hafa áhrif á pólitíkina í fjárlagafrumvarpinu, síðustu dagana fyrir jól og tryggja aukið fjármagn í velferðar- og menntamál. Nefndarfundir verða í  fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd um helgina.  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir situr þar fyrir VG. Líkur eru á að fjárlagafrumvarpið,  verði afgreitt úr nefnd til annarrar umræðu í byrjun næstu […]

EVG sendir formanni og þingflokki kveðjur

Eldri vinstri græn héldu jólafund sinn í Stangarhyl  i gærkvöld, 14. desember.  Þar var samþykkt eftirfarandi kveðja til formanns og þingflokks. “Fundurinn sendi Katrínu Jakobsdóttur sínar innilegustu kveðjur og þakkar henni og þingflokknum öllum einarða baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi. Hugur fundarmanna var hjá þeim.” Og hér frásögn Guðrúnar Hallgrímsdóttur, fundarstjóra:   ” fræðamenn úr ReykjavíkurAkademíunni, […]

Orð eru dýr

    Ýmsir skoðanagjafar fárast yfir því að ekki skuli hafa tekist að mynda ríkisstjórn og hika ekki við að gefa flokkunum einkunnir eða staðhæfa að þessi eða hinn flokkur “hafi brugðist” eða “hafi stimplað sig út”. Greiningin er grunn og sennilega ekki mikið hirt um að lesa allan fjöldann af ósamhljóða frásögnum af gangi […]

Jólablað VG Suður komið í dreifingu

  Jólablað Vinstri grænna í Suðurkjördæmi er komið í dreifingu.  Margvíslegan fróðleik og skemmtun er að finna í blaðinu sem sent verður út um allt kjördæmið. Nýr þingmaður Suðurkjördæmis Ari Trausti Guðmundsson, á tvær greinar í blaðinu,  „Afrek til fjalla“ og „Raunsæi eða neikvæðni.“ Dagný Alda Steinsdóttir fjallar um úrelta atvinnuuppbyggingu. Heiða fjalldalabóndinn er á […]

Orð og efndir

Það eru alltaf vonbrigði þegar verkefni sem maður tekst á hendur verða ekki að veruleika. Þannig er með niðurstöðu óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna fimm flokka, sem slitið var í gær. Þingflokkur Vinstri grænna fól Katrínu Jakobsdóttur formanni umboð til að fara í formlegar viðræður í upphafi þeirra, en aðrir flokkar vildu það ekki. Í gær kom svo […]

Nú er málið í höndum Alþingis

Fyrir kosn­ingar bentum við í Vinstri grænum ítrekað á að það yrði að efla inn­viði sam­fé­lags­ins. Inn­við­irnir hafa verið van­rækt­ir, og það verður að kosta til veru­legum fjár­munum ef við viljum halda við því sam­fé­lagi sem við eig­um, hvað þá að byggja upp eins og allir sjá að nauð­syn kref­ur. Þau sem kusu Vinstri græn […]