Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Þolraun hins rauðgræna forsætisráðherra Íslands

Yfirskriftin er titill viðtals sem tekið var á dögunum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í heimsókn hennar til Finnlands og birtist í Kansan Uutiset 2.2.2019 málgagni Vinstra græna bandalagsins Vänsterforbundet þar í landi.  Hér er lausleg þýðing og endursögn greinar og viðtals við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og einnig linkur á fréttina fyrir þá sem heldur kjósa að […]

Sjúkrahótel afhent – 75 herbergja áfangi

  Formleg afhending sjúkrahótelsins við Hringbraut fór fram í dag. Hótelið er hluti af fyrsta áfanga þess verkefnis sem felst í heildaruppbyggingu Landspítalans. Sjúkrahótelið er á fjórum hæðum, með 75 herbergjum af mismunandi gerð miðað við ólíkar þarfir dvalargesta.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í ávarpi við þetta tækifæri að afhending hótelsins marki tímamót í heilbrigðisþjónustu við […]

Umhverfismál í deiglunni

Umhverfisbylgjan sem umhverfisráðherra skrifar um í Fbl. 9. janúar rís hærra með hverju ári. Staðreyndir og reynsla heimsbyggðarinnar sjá til þess, ásamt framsækinni pólitískri stefnu margra aðila. Ríkisstjórn Íslands svarar kalli tímans svo um munar og við getum glaðst yfir ýmsum framförum í umhverfismálum. Hér, eins og annars staðar í heiminum, verður að gæta að […]

Svandís Svavarsdóttir kynnir heilbrigðisstefnu til 2030

Tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær sem samþykkti að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður hún lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Vinna við mótun heilbrigðisstefnu hófst í velferðarráðuneytinu í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. […]

Kolbeinn stýrir hóp um endurskoðun laga um umhverfismat

Starfshópur skipaður vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp með það hlutverk að endurskoða í heild sinni lög um mat á umhverfisáhrifum. Lögin byggja á tilskipun Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Meginmarkmiðin með heildarendurskoðun laganna eru að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem […]

Umhverfismálin eru lykilmál

Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki […]

Góðar áherslur í heilbrigðismálum: Jón Hjartarson skrifar:

Ég skrifaði meðfylgjandi frásögn til að leggj lítið lóð á vogarskálar samfélagsmiðaðrar þjónustu við almenning. Þessi frásögn hefur vakið töluverða athygli svo ég ákvað að setja hana á Vg síðuna til að hún mætti lesast af fólki sem er í pólitík og aðhyllist samskonar pólitík.Mér líka afar vel áherslur VG í heilbrigðismálum og hvet allt […]

Norræn yfirlýsing um loftslagsmál

Sameiginleg yfirlýsing Norðurlandanna um loftslagsmál var undirrituð á fundi norrænu forsætis- og umhverfisráðherranna um loftslagsmál í Helsinki. Þar er lögð áhersla á að Norðurlöndin vilji vera leiðandi í loftslagsmálum. Meðal þess sem gert verður er að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum loftslagsmála, til dæmis hvað varðar kolefnishlutleysi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- […]

Ræða loftslagsmál í Finnlandi

Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson funda í dag í um loftslagsmál með norrænum forsætisráðherrum og umhverfisráðherra í Helsinki. Markmið fundarins er að fylgja eftir loftslagsfundinum (COP24) sem fram fór í Katowice í Póllandi í byrjun desember og ræða með hvaða hætti Norðurlöndin geti tekið höndum saman á sviði loftslagsmála. Þá heimsótti Katrín Aalto-háskóla í Helsinki í […]