Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Fundur ráðherra á Grand Hótel í Reykjavík í kvöld klukkan átta.

Ráðherrar VG halda opna fundi víða um land í kjördæmavikunni og þann síðasta á Grand Hótel Reykjavík í kvöld. Fundaröðin hófst fyrir fullu húsi í Stykkishólmi, í fyrradag var fjölmennur fundur á Sauðárkróki og í gær tóku ráðherrarnir á móti gestum á umræðufundi í Listasafni Akureyrar. Fundur kvöldsins hefst á Grand Hótel í Reykjavík klukkan […]

Ályktun frá kjördæmisþingi NV-kjördæmis

Kjördæmisfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, haldinn í Stykkishólmi 1.10.2018 lýsir áhyggjum af samdrætti á þjónustu í landsbyggðum. Samþjöppun er að eiga sér stað í opinberri þjónustu og hjá ýmsum þjónustufyrirtækjum sem starfa á landsvísu. Áhrif þessa eru m.a. þær að ákvarðanir eru færðar frá fólkinu og óásættanleg fjarlægð skapast milli þjónustufyrirtækja og þjónustuþega. Í þessu […]

Húsfyllir á ráðherrafundi – Skagafjörður í dag

Um sjötíu manns, þar á meðal sveitarstjórnarfólk af Snæfellsnesi og víðar úr NV-kjördæmi sóttu opinn fund ráðherra og þingmanna VG í Stykkishólmi í gærkvöld. Rætt var um heilbrigðis- og umhverfismál og stöðuna í stjórnmálum undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mikil áhersla var að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu. Þá kom fram […]

Landverðir – uppfært hlutverk

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um landverði. Landverðir starfa á náttúruverndarsvæðum, annast daglegan rekstur og umsjón þeirra, sinna fræðslu og fara með eftirlit. Í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um nám og endurmenntun landvarða, ráðningar í störf landvarða, hlutverk, starfsskyldur og valdheimildir þeirra . Reglugerðin mun koma í […]

Ný stjórn VGR

    Ný stjórn VGR var kosin á aðalfundi  í Reykjavík, laugardaginn 29. september.  Á fundinum var samþykkt breyting á lögum um að bæði félög, Eldri vinstri grænna og Ungra vinstri grænna fái áheyrnarfulltrúa í stjórn.   Á fundinum var kosin ný stjórn félagsins: Formaður til eins árs: Steinar Harðarson Aðalmenn til tveggja ára: Sigrún […]

Mínir hagsmunir eða … ?

Hags­munir hvaða sjúk­linga? spyr Birgir Jak­obs­son, aðstoð­ar­maður heil­brigð­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi land­lækn­ir, nýlega í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu. Eftir lestur grein­ar­innar var ég á því að Birgir væri meðal ann­ars að tala um mig; mið­aldra konu sem misst hafði heils­una fyrir um þremur árum. Hann var að tala um mína hags­muni. Kon­unnar í Norð­ur­mýri sem […]

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna nýfallins sýknudóms Hæstaréttar Íslands í málum allra dómfelldu í endurupptökumáli í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Ríkisstjórnin fjallaði um niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í málum allra dómfelldu í endurupptökumáli í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Var samþykkt að forsætisráðherra sendi frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að skipaður yrði starfshópur fulltrúa forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og dómsmálaráðuneytis er fái það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir […]

Geðheilbrigðisþjónusta í nærumhverfi

  Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undanförnum árum. Geðheilbrigðisþjónustu þarf að efla og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu við þeirri þróun. Ég hef lagt ríka áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem heilbrigðisráðherra, með það meginmarkmið að leiðarljósi að tryggja skuli öllum jafnan […]

Heilbrigðisstefna til framtíðar

Eitt mark­miða stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er vinnsla heil­brigð­is­stefnu. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir að rík­is­stjórnin muni full­vinna heil­brigð­is­stefnu fyrir Ísland með hlið­sjón af þörfum allra lands­manna og skil­greina betur hlut­verk ein­stakra þátta innan heil­brigð­is­þjón­ust­unnar og sam­spil þeirra. Vinna við gerð heil­brigð­is­stefn­unnar stendur yfir í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og framundan er sam­ráðs­ferli vegna stefnu­mót­un­ar­vinn­unar þar sem full­trúar hag­hafa, almenn­ings og fleiri […]