Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Fólki er nóg boðið!

  Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum. Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei […]

Tilkynning vegna flokksráðsfundar

Frestur til að skila inn ályktunum fyrir flokksráðsfundinn 4. mars rennur út á miðnætti á miðvikudagskvöldið 1. mars og skulu berast í tölvupósti á vg@vg.is. Í lögum er kveðið á um „vikufrest, verði því við komið“. Ekki var minnst á ályktanaskil í boðsbréfi á flokksráðsfund, enda er þessi fundur er starfsfundur, en ekki ályktanafundur, svo […]

Röng skilaboð

Við höfum átt orðastað, ég og forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi um skil hans á skýrslum um aflandsfélög og skuldaleiðréttinguna. Í máli hans kemur fram að hann telur réttlætanlegt að hafa haldið þeim frá almenningi og Alþingi fram yfir ríkisstjórnarmyndun en viðurkennir þó mistök vegna skila þeirra fyrri. Hvað skýrsluskil varðar þá er kýrskýrt […]

Sérhagsmunaliðið

Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram […]

Stjórnarandstaðan í stjórnarflokkunum

Það er ekki launungamál að ríkisstjórnin styðst við tæpan meirihluta, eða einn mann. Það hefur þegar vakið upp spurningar varðandi stjórnarmál eins og jafnlaunavottun, sem einhverjir stjórnarþingmenn segjast ekki styðja. Í dag vorum við svo minnt á það að um hina miklu endurskoðun landbúnaðarkerfisins, sem var eitt af stóru áherslumálum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, ríkir fráleitt […]

Breyting á dagskrá flokksráðsfundar

Jafnréttismál í stað alþjóðastjórnmála Áður boðaður gestur flokksráðsfundar Guðmundur Hálfdánarson, sem ætlaði að ræða alþjóðastjórnmálin í erindi á fundinum, er  forfallaður af óviðráðanlegum ástæðum. Jafnréttismál og jafnlaunavottun er eitt af heitu málunum í umræðu dagsins  sem ákveðið hefur verið að taka til umræðu á flokksráðsfundi í staðin. Sérstakir gestir fundarins, verða Maríanna Traustadóttir, fulltrúi ASÍ […]

Loftslagsmál – já takk

    Göfug markmið Þegar meta á nýtt og viðamikið samkomulag 193 þjóða og spegla það yfir á Ísland, er úr vöndu að ráða. Ramminn er góður og gildur enda þótt vafi geti leikið á hvort meðalhitinn hækkar um 1,5, eða 3,0 gráður fyrir aldarlok. Svo mikil er óvissan um neikvæð keðjuáhrif helstu umhverfisþátta sem […]

Stefnt að mestu einkavæðingu sögunnar

Fjármálaráðherra birti í gær drög að eigendastefnu ríkisstjórnarflokkanna fyrir fjármálafyrirtæki. Í fljótu bragði finn ég umfjöllun um þessa stefnu í tveimur fjölmiðlum, annars vegar á RÚV og hins vegar á Kjarnanum. Ég hef enn ekki heyrt eða séð viðbrögð stjórnmálamanna við þessum drögum í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Sem er stórmerkilegt því að í eigendastefnunni er lagt til stórfelldari einkavæðingu […]

Pólitík og ný stjórn VG í Kópavogi

Aðalfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Kópavogi 2017 var haldinn 17. janúar.   Í stjórn voru kosin:   Arnþór Sigurðsson, formaður Amid Derayat Einar Ólafsson Gísli Baldvinsson Margrét Júlía Rafnsdóttir   Varamenn: Helgi Hrafn Ólafsson Svava H. Guðmundsdóttir   Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:   Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar […]