Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Hugleiðing um pólitíska hagfræði

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ­rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar er í merk­is­beri póli­tískrar hag­fræði þar sem auð­velt er að láta sker­ast í odda milli and­stæðra hug­mynda­fræði­kerfa, milli hægri og vinstri og kap­ít­al­isma og sós­í­al­isma, en þau hug­tök heyr­ast sjaldan á Alþingi en eru samt óskap­lega raun­veru­leg. Fjár­mála­stefnan á, skv. 6. gr. laga um opin­ber fjár­mál, að standa á grunni hug­taka […]

Yfirlýsing stjórnarandstöðu vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar

Sameiginleg yfirlýsing þingflokka Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknar og Samfylkingar við upphaf umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki […]

United Silicon á opnum fundi þingnefndar

Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með forsvarsmönnum United Silicon á morgun, um mengunar og mengunarvarnir verður opinn fjölmiðlum og almenningi að frumkvæði þingmanna Vinstri grænna sem eiga sæti í nefndinni. Þeir  eru Ari Trausti Guðmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé.  Mælingar hafa sýnt arsenmengun umfram viðmiðunarmörk, en deilt hefur verið um hvort mælingarnar standist – Fundurinn […]

Fjölmenni á VG fundi um alþjóðastjórnmál

Fjölmenni var á fundi VG og VGR með Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, prófessor í Miðausturlandafræðum í Norræna húsinu síðdegis í gær. Hátt á annað hundrað manns sóttu stórfróðlegan fyrirlestur Magnúsar sem staddur er hér á landi en hann er búsettur í Bandaríkjunum og starfar sem prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets. Frá Berlín til Bagdad […]

Silfurberg og landvarsla

Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur […]

Gætum við sameinast gegn fátækt?

Við eigum tölur um fátækt. Meðal annars nýlegar tölur frá Unicef á Íslandi að 9,1% barna á Íslandi líði skort, einkum þegar kemur að húsnæði. Þetta eru um 6000 börn og þar af líða um 1600 börn verulegan skort. Stór hluti þessara barna býr við óöruggt húsnæði, heldur ekki upp á afmælið sitt, stundar ekki […]

Fundaröð VG í Kópavogi fram á vor

Fundardagar eru miðvikudagar kl. 17:30 – 19:00 Fundarstaður Auðbrekka 16. Kópavogi. Allir fundir eru opnir og allir velkomnir. 22. mars – Bæjarmál. 29. mars – Borgarlína kynnt og rædd, gestir úr Garðabæ, Hafnafirði og Reykjavík. 5. apríl – Alvarleg mengun frá Hellisheiðarvirkjun við bæjardyrnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Svandís Svavarsdóttir taka umræðuna.   19. apríl. […]

Leysir bann við Airbnb húsnæðisvandann?

Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er frekar einfalt fyrirbæri. Hann er einkadrifinn að mestu leyti og lögmál markaðarins ráð för. Hagsveiflan er svo sveiflukennd að ýmist er magn bygginga á hverjum tíma í ökla eða eyra. Þetta er ekkert nýtt og á engum að koma á óvart. Vandinn í húsnæðismálum núna á rætur sínar að rekja til […]

Gullpakkinn: ekki fyrir þig

Ríkisstjórnin styður „fjölbreytt rekstrarform“ og „valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru? Þeir þýða að stjórnvöld hér á landi ætli að stefna í stórauknum mæli að einkarekstri og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Um miðjan janúar fékk […]