Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Félagslegar lausnir í stað leigufélaga í hagnaðarskyni

Drífa Snædal, full­trúi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í stjórn Íbúðalána­sjóðs, sat hjá þegar meiri­hluti stjórn­ar­inn­ar samþykkti að selja leigu­fé­lagið Klett ehf. til Al­menna leigu­fé­lags­ins, sem er í rekstri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAM Mana­gement. Leigu­fé­lagið Klett­ur var stofnað árið 2013 utan um 450 leigu­íbúðir í eigu Íbúðalána­sjóðs. Fé­lagið var aug­lýst til sölu í fe­brú­ar síðastliðnum og bár­ust þrjú skuld­bind­andi […]

Ný stjórn Vinstri grænna í Húnavatnssýslum

Aðalfundur í svæðisfélagi Vinstri grænna í Húnavatnssýslum var haldinn fimmtudaginn 12. maí síðastliðinn. Ný stjórn var kosin á fundinum og hana skipa: Jón Árni Magnússon, Páll Rúnar Heinesen Pálsson og Sigrún Valdimarsdóttir. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Páll Rúnar formaður félagsins

Almannahagsmunir eða sérhagsmunir

Á fimmtu­dag­inn funda nokkrir tugir þjóð­ar­leið­toga í Lund­únum til að ræða að­gerðir gegn spill­ingu. Á dag­skrá verður meðal ann­ars áskorun 300 hag­fræð­inga ­sem hafa ritað þjóð­ar­leið­togum um heim allan og hvatt þá til að við­ur­kenna að engin efna­hags­leg rök séu fyrir því að leyfa áfram­hald­andi til­vist skatta­skjóla. Þeir segja enn­fremur að það verði ekki auð­velt […]

Húsnæðismál eru kjaramál

  Húsnæðismál hafa löngum verið mikilvægur þáttur í baráttu fólks fyrir bættum lífsgæðum, enda einn grunnþáttur þess að fólki geti liðið vel. Í gegnum tíðina hafa samtök launafólks oft látið til sín taka á þessu sviði, meðal annars með samningum við ríkisvaldið í tengslum við gerð kjarasamninga. Bygging fyrstu verkamannabústaðanna við Hringbraut á upphafsárum fjórða […]

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta   

  Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að þak verði sett á greiðsluþátttöku sjúklinga við lækniskostnað upp á 95 þúsund krónur. Lyfjakostnaður er ekki inni í þessari jöfnu en þar var innleitt svipað kerfi fyrir nokkrum árum og þak sett á lyfjakostnað upp á 65 þúsund krónur. Ætlunin er ekki að setja aukna fjármuni í […]

Heilbrigt viðskiptalíf?

Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. […]

Vantraust – Bjarkey Gunnarsdóttir

Frú forseti. Kæru landsmenn. Botninum er náð. Á örfáum dögum hefur þjóðin glatað ímynd sinni um gjörvalla heimsbyggðina. Fyrrverandi forsætisráðherra blekkti þjóð sína þegar hann steig úr stóli ráðherra og hafði ekki einu sinni burði í sér eða geð til að ávarpa þjóðina og telur sig í rauninni ekki skulda henni afsökunarbeiðni. Nýi forsætisráðherrann sagði […]

Vantraust – Svandís Svavarsdóttir

Virðulegi forseti Staðan á Íslandi er grafalvarleg. Okkar litla samfélag hefur orðið fyrir gríðarlegum álitshnekki. Álitshnekki sem heimsbyggðin öll fylgist með. Þjóðin er slegin. Tilfinningin er að hér sé við völd fólk sem upplifði ekki hrunið 2008-9 heldur örlítil óþægindi sem leiddu til þess að þau þurftu að skjóta nokkrum milljörðum í skjól í útlöndum. […]

Katrín Jakobsdóttir við nýja ríkisstjórn

“Herra forseti. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum vorið 2013 kynnti hún stefnuyfirlýsingu þar sem sagði í inngangi: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.“ Eftir stærstu mótmæli Íslandssögunnar, eftir að forsætisráðherra hefur […]