Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Varkár ferðaþjónusta?

 Úr tölvu­pósti 21. júní sl. frá þaul­reyndum leið­sögu­manni: „Svaka­legt að koma að Gull­fossi og Geysi, mann­mergðin lík­ist hel­st þjóð­flutn­ing­um. Ég tald­i ca. 20 rútur á efra plani við Gull­foss í gær. ­Sem sag­t:  40 (far­þegar ) x 20 rútur plús einka­bílar og nokkrar rútur á neðra plani, þ.e.a.s. 1000  – 1500 manns sam­tímis á svæð­inu! Inn af veit­inga­sal á Café Gull­foss eru […]

Þegar óttinn magnast upp

Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn […]

Horfum í norður

Allt sem ger­ist á norð­ur­slóðum varðar heims­byggð­ina. Þessa setn­ingu hafa menn stundum yfir til þess að leggja áherslu á hve stóran þátt umhverf­is­breyt­ingar norðan heim­skauts­baugs eiga í lofts­lags­breyt­ing­um. Í henni felst vissu­lega sann­leik­ur. Stefna Íslands í mál­efnum norð­ur­slóða er um margt ágæt en líka gagn­rýn­is­verð. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra flutti Alþingi lög­boðna skýrslu um umhverf­is­mál […]

Maður er nefndur, ráðherra

Í lok síðustu aldar bar svo við að viðtalsþættirnir Maður er nefndur voru til sýninga í sjónvarpi allra landsmanna. Sitt sýndist hverjum um gæði þáttanna, hverra stjórn var í höndum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Framleiðslan var í höndum félags sem bar heitið Alvís, hvers hagsmuna gætti Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrv. hæstaréttardómari.Þeir sem hér […]

Spennandi tímar í vestnorrænu samstarfi!

Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í eða fylgjast með starfsemi ráðsins eflast á liðnum […]

Daníel til Samtakanna 78

Daníel Arnarson, stjórnarmaður í VG og varaþingmaður, sem stýrði skrifstofu Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs frá 2014 – 16, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna 78.  Daníel Arnarsson hefur nýlokið námi við Háskóla Íslands en hann útskrifast þaðan með BA gráðu í félagsfræði. Daníel hefur verið virkur í félagastarfi síðan 2007, bæði í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði […]

Heilbrigð skynsemi, ráðherra

  Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið.  Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn.  Heilbrigðisráðherrann er í býsna snúinni stöðu, orðinn kafteinn um borð og ber talsverða ábyrgð. Það má […]

Er í lagi að ráðherrar ljúgi?

Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og […]

Um traust, vopn og gagnsæi

Mál síðustu viku var tvímælalaust umræða um vopnaburð sérsveitarmanna á mannamótum hér á landi. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði á föstudaginn um málefni lögreglunnar og aukinn vopnaburð hennar. Fundarmenn voru sammála um að þörf væri á auknu upplýsingaflæði og opinberri umræðu um þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn skyldu vera sýnilegir á fjölskylduhátíðum í sumar. […]