Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Olía á eld ójöfnuðar

Það er áhugavert að gægjast inn um glugga Alþingis nú við lok þingsins og rýna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún er meginafrakstur þessa þingvetrar, hvernig sem á það er litið. Hún virðist í einfaldri mynd ganga út á þrennt: samdrátt í ríkisrekstri, lágmarksfé í uppbyggingu innviða og því að létta skattbyrði af þeim efnaðari. Þessari stefnu […]

Bjarni og stolnu fjaðrirnar

Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir […]

Álfheiður Ingadóttir á Alþingi

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og núverandi formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur tekið sæti á Alþingi í forföllum Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Reykjavíkur. Hún var heilbrigðisráðherra 2009 – 2010, sat á Alþingi frá árinu 2007-2013, var formaður þingflokks VG 2012 – 2013. Áður hafði hún verið á þingi sem varaþingmaður bæði Alþýðubandalags og VG. […]

Stefnuleysi og metnaðarleysi í menntun

Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða […]

Ætlar Björt framtíð að þola þetta?

Það er gömul saga og ný þegar hægri­menn eru við völd að opin­bera kerfið er svelt, kall­aðar eru fram kröfur um end­ur­bætur og svo einka­vætt í fram­hald­inu. Allt á kostnað opin­bera kerf­is­ins, sem við eigum sam­an, höfum áhrif á, stýrum eftir lýð­ræð­is­legum leiðum og þjónar öllum jafnt. Nú er við völd á Íslandi afskap­lega hægrisinnuð […]

Ræða Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur á baráttudegi verkafólks

    Góðir félagar, til hamingju með alþjóðlegan baráttudag verkafólks. Sjaldan eða aldrei í sögu íslenskrar þjóðar hefur efnahagur landsins verið jafn góður og nú um stundir. Okkur hefur tekist með sameiginlegu átaki þjóðarinnar og hagstæðum ytri skilyrðum, m.a. með fjölgun ferðamanna, öflugum sjávarútvegi og makrílveiðum, að vinna okkur hratt út úr Hruninu. Það mætti […]

Stjórn VG á Suðurnesjum gegn mengandi stóriðju

Yfirlýsing: FRÁ VG Á SUÐURNESJUM Umhverfistofnun hefur brugðist hlutverki sínu við náttúru og almenning og ekki starfað samkvæmt lögum.   Með því að beita sér ekki til að tryggja heilnæmt umhverfi er Umhverfisstofnun að bregðast hlutverki sínu gagnvart almenningi á Suðurnesjum. UST bregst hlutverkinu sem henni er ætlað að starfa eftir, samkvæmt lögum um hollustuhætti […]

Göngum fyrir réttlátt samfélag.

  Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins á þann eina hátt sem hægt er: Með því að halda áfram að berjast fyrir vinnandi fólk. Sú barátta snýst ekki aðeins um krónurnar í launaumslaginu heldur um samfélagið allt og hvernig við viljum að það þróist til hagsbóta fyrir almenning. Þar er algjört lykilatriði að stuðla að […]

Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi

  Stjórnmálamenn dagsins virðast vera nokkuð sammála um mikilvægi umhverfis- og loftslagsmála. Í orði ber mikið á yfirlýsingum um framfarir í umhverfismálum og í baráttu gegn vá vegna ofursnöggra loftslagsbreytinga. Á borði hafa efndir verið heldur þunnar en þó með ljósglætum hér og hvar. Markmið Íslands í loftslagsmálum miða við 2030 og þar er að […]