Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Sala undir pólitískri tímapressu

Í gær seldi ríkið hlut sinn í fast­eigna­fé­lag­inu í Reitum fyrir 3,9 millj­arða. Salan er ekki laus við að vekja spurn­ing­ar. Í ljósi fyrri mála, Borg­un­ar­máls­ins sér­stak­lega, og þverr­andi umboðs rík­is­stjórn­ar­innar er rétt að spyrja spurn­inga um það hvort ekki sé verið að fara of hratt í söl­una á þessum eign­um. Af hverju liggur svona […]

Aðför að jafnrétti til náms

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um nýtt lánafyrikomulag hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna er hættulegt þar sem það vegur í raun að jafnrétti til náms. Ég tel mjög brýnt að fram fari ítarleg greining á því hvernig frumvarpið mætir þeim námsmönnum sem þar eiga í hlut, bæði eftir tekjum, aldri, kyni, búsetu og svo mætti áfram telja. […]

Vegið að jafnrétti til náms

Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að […]

Sjálfstæðisflokkurinn minnir á hver hann er

Ég finn hjá mér löngun til að skrifa þakkarpistil til Sjálfstæðisflokksins fyrir að minna okkur á það í hverra þágu flokkurinn starfar. Og í þessu sambandi vil ég sérstaklega þakka Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem í vikunni talaði í fjölmiðlum fyrir hönd meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að hann vildi færa eignarhaldið á alþjóðaflugvelli Íslendinga í Leifsstöð […]

Byggjum upp saman

Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá […]

Uppstilling í Suðvesturkjördæmi

Óskað eftir ábendingum um frambjóðendur   Á fundi kjördæmisráðs VG í Suðvesturkjördæmi þann 10. ágúst var ákveðið að hafa uppstillingu á lista fyrir alþingiskosningar 29. Október 2016. Skipuð var sjö manna uppstillingarnefnd til þess að raða upp listanum. Þeir sem hafa áhuga á því að taka sæti á listanum er bent á að senda tölvupóst […]

Aldrei aftur!

Rúm 70 ár eru liðin síðan Bandaríkin vörpuðu sprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki, 6. og 9. ágúst árið 1945. Fólk er enn að deyja Við þekkjum atburðina úr sögubókum og ógnvekjandi myndum af sprengingunum og afleiðingum þeirra. Brennandi fólk á hlaupum, kolaðir líkamar, grátandi börn. Yfir 200 þúsund létu lífið. Sumir strax, aðrir […]

Aðferðafræðin frá Hiroshima enn á sínum stað!

Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hirosh­ima fyrir kjarnorkuárás og þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst, borgin Nagasaki. Fyrr í sumar heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti þessar tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir um að Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á kjarnorkuárásunum fyrir rúmum sjö áratugum. Einbeittur drápsvilji Obama baðst ekki afsökunar heldur talaði í kringum efnið: […]

Góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla óháð búsetu

Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu ræður miklu um búsetu fólks. Gildir það jafnt um börn og barnafólk sem og eldri borgara, sem á efri árum þurfa að búa sem næst góðri læknisþjónustu. Nýkjörinn forseti lagði áherslu á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu í innsetningarræðu sinni. Undirskriftasöfnunin- Endurreisum heilbrigðiskerfið – þar sem tæp 87 þús manns hafa […]