Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Betra og réttlátara heilbrigðiskerfi – fyrir alla

  Við göngum til þingkosninga 7 mánuðum fyrr en áætlað var í kjölfar uppljóstrana um þátt æðstu íslensku stjórnmálamanna í Panamaskjölunum. Þær afhjúpuðu að hinir ríku og áhrifamiklu komu sér undan því að greiða með sanngjörnum hætti til skattkerfisins, í sameiginlega sjóði okkar allra. Það er góðs viti að almenningur hafi mótmælt því þegar efnamikið […]

Ársreikningar Panama-félaga

Haustið er milt og snjór sést varla á fjöllum en fljótt virðist fenna yfir sporin sem Panamaskjölin afhjúpuðu á vormánuðum. Kannski er um að kenna vanmætti fjölmiðla til að fylgja málum eftir eða e.t.v. skorti á vitneskju um hvernig framvinda mála er þegar upp kemur efi um hvort rétt hafi verið staðið að málum.Í grein […]

Line Barfod um félagsleg fyrirtæki

VG-stofan á morgun klukkan 18.00 Gestum VG-stofunnar er boðið á lítinn fyrirlestur og samtal, klukkan 18.00 á morgun, fimmtudag. Danski lögfræðingurinn Line Barfod, ræðir  félagsleg fyrirtæki og samfélagslega ábyrgð. Fyrirlesturinn verður á ensku eða dönsku, eftir því hvort fundargestir kjósa. „Sosiale virksomheder“ er danska nafnið á fyrirtækjum sem rekin eru í með það meginmarkmið að […]

VG fundur í Stavanger í Noregi – örlítið breyttur

Vinstri græn halda fund fyrir Íslendinga í Noregi í Stavanger á sunnudaginn, 25. september.  Björn Valur Gíslason, varaformaður VG boðaði til fundarins í samstarfi við Íslendinga í borginni og nærsveitum. Fundurinn verður á Sölvberget í miðborg Stavangurs, klukkan 14.00 á sunnudag. Vegna útkalls á sjó, eru líkur á að fundarboðandinn forfallist, en frá Íslandi kemur í […]

Spurt um Finnafjörð

Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til. Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports […]

Að efla byggð á landsbyggðinni

Á dögunum áttu undirritaðar þess kost að sitja ráðstefnu Byggðastofnunar á Breiðdalsvík sem bar yfirskriftina: „Sókn landsbyggða. Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?” Ráðstefnan var um margt mjög áhugaverð ekki síst þegar horft er til hinna dreifðu byggða. Víða þarf grettistak til að skapa fjölbreytt störf til að laða að ungt fólk og ekki síður […]

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar kveður

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, stýrði sínum síðasta fundi í Reykjavík í gær, kvaddi stjórnmálin og er flutt til Hollands, þar sem hún stundar nú meistaranám. Sóley hefur gegnt fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir VG, setið í stjórn og framkvæmdastjórn sem ritari.  Sóley hefur beitt sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum, en er þekktust fyrir […]

Framboðslistinn í Suðvesturkjördæmi

Fundur í kjördæmisráði Suðvesturkjördæmis verður haldinn í Strandgötu ellefu í Hafnarfirði næstkomandi mánudagskvöld, 26. september, klukkan 20.00. Eitt mál er á dagskrá fundarins; Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 29. október, verður borin upp til samþykktar.

Hærri framlög til leik- og grunnskóla í Reykjavík.

Reykjavíkurborg ætlar að hækka framlög til ýmissa þátta í leik- og grunnskólum borgarinnar. Framlög hækka til sérkennslu, efniskostnaðar, faglegs starfs og meira fé fer til hráefniskaupa með hækkun fæðisgjalda. Borgarráð samþykkti aðgerðaáætlun fyrir leik- og grunnskóla á fundi sínum í dag. Áætlunin er í tíu liðum. Leik- og grunnskólar fá aukið fjármagn  vegna langtímaveikinda starfsmanna, sérkennslu […]