Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Katrín Jakobsdóttir við nýja ríkisstjórn

“Herra forseti. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum vorið 2013 kynnti hún stefnuyfirlýsingu þar sem sagði í inngangi: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.“ Eftir stærstu mótmæli Íslandssögunnar, eftir að forsætisráðherra hefur […]

Minningarathöfn um lýðræðið

Ung Vinstri Græn kveðja lýðræðið við stjórnarráðið 16.40 UVG halda minningarathöfn fyrir lýðræði á Íslandi við stjórnarráðið klukkan 16:40 í dag 7.apríl. en það var tekið af lífi við óformlega athöfn í Alþingishúsinu seint í gærkvöldi. Þeir sem vilja minnast Lýðræðisins eru hvattir til að mæta. Að athöfn lokinni verður gengið að Alþingishúsinu til áframhaldandi […]

Nú er komið nóg

Ástæða þess að fólk ákveður að geyma peningana sína á Tortóla, Seychell-eyjum eða sambærilegum stöðum er einfaldur. Fólk vill koma peningunum sínum í skjól frá yfirvöldum í heimalöndum þess. Þar njóta eignir þeirra verndar og leynd hvílir yfir því hverjir eiga félögin og hvers eðlis þau eru að öðru leyti. Með því að koma peningum […]

Spilavíti „Víti til varnaðar“

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lögleiða spilavíti eða spilahallir sem er fínna orð yfir sama hlut. Við Vinstri græn leggjumst alfarið gegn því máli og teljum það auka ennfrekar á þann gífurlega vanda sem spilafíkn er og vinna gegn lýðheilsusjónarmiðum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn úr röðum Framsóknarflokks,Sjálfstæðisflokks og úr Bjartri framtíð. Að mínu mati […]

Hvalárvirkjun –  fyrir Vestfirði

Það yrði mikil búbót fyrir Vestfirði að fá raforku frá Hvalárvirkjun inn á svæðið en ef að sú orka á að nýtast fyrir fjórðunginn og standa íbúum og fyrirtækjum þar til boða verður samhliða að koma á hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum og endurnýjun flutningskerfisins á Vestfjörðum. Annars gagnast aukin orkuframleiðsla fjórðungnum lítið til eflingar atvinnulífs […]

Ósannindum um hagsmunatengsl svarað

Yfirlýsing: Vegna orða Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í morgunútvarpi RÚV um að undirrituð hefði ekki gert grein fyrir hagsmunum sínum um kvótasölu sína og fjölskyldunnar þegar hún barðist fyrir breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu á síðasta kjörtímabili vil ég að eftirfarandi komi fram: Lilja Rafney og eiginmaður henna hafa aldrei átt eða selt fiskveiðikvóta. Fósturfaðir hennar var […]

Hjarta landsins

Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan […]

Það þarf að byrja upp á nýtt

Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu […]

Söguþjóð í raun?

Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til […]