Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Framboðslistar í Reykjavík samþykktir

Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík voru samþykktir einróma á félagsfundi í kvöld. Konur eru oddvitar beggja listanna, Katrín Jakobsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður og Svandís Svavarsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður. Félagsfundurinn var haldinn í kosningamiðstöð VG í Reykjavík að Laugavegi 172 og var hann fjölmennur. Listi VG í Reykjavíkurkjördæmi norður: Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður. Steinunn Þóra Árnadóttir, […]

Alþjóðleg stórfyrirtæki eiga að greiða skatta á Íslandi

Það hefur löngum verið ljóst að við búum við afleita raf­orku­samn­inga sem tryggja álverum og stór­iðju raf­magn langt undir mark­aðsvirði. Á grund­velli samn­inga sem gerðir voru í tíð núver­andi stjórn­ar­flokka nýtur erlenda stór­iðjan umtals­verðra íviln­ana fram yfir aðra. Þessir samn­ingar voru og eru hneisa þar sem ekki er gætt hags­muna íslensks sam­fé­lags eða fram­tíð­ar­kyn­slóða og […]

Missti af frelsisþögninni

Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, […]

Ari Trausti er oddviti VG á Suðurlandi.

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur verður í 1. sæti á framboðslista í Suðurkjördæmi.  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í 2. sæti og Daníel Arnarson, háskólanemi í 3. sæti.  Framboðslistinn var  samþykktur í dag. Tillaga uppstillinganefndar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016 var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi í dag. […]

Græðgiskapítalisminn mættur til leiks á ný !

  Fréttir af áformum endurreistra þrotabúa gömlu bankanna að loknum nauðasamningum um að greiða fáeinum stjórnendum eða yfirmönnum hundruðir milljóna króna í bónusa hafa eðlilega valdið uppnámi. Fréttir af þessu tagi rífa ofan af lítt grónum sárum í íslensku samfélagi. Græðgin, hrokinn og firringin sem einkenndi lokaár nýfrjálshyggju-græðgiskapítalismans á Íslandi árin fyrir Hrun er þjóðinni […]

Forval í Norðvesturkjördæmi endurtekið

“Vegna mistaka sem urðu við útgáfu og útsendingu kjörgagna, ákvað kjörstjórn í Norðvesturkjördæmi,  í samráði við formann flokksins, að senda út ný kjörgögn með skýrari leiðbeiningum og að fram fari  nýtt forval hið allra fyrsta. Ný kjörgögn verða send á  allra næstu dögum öllum sem skráðir voru félagar þann 21. ágúst sl. Kjörseðlar munu  verða […]

Af búvörusamingum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks

Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við […]

Loforð Bjarna

Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að […]

Þjóðarsátt um sjávarútveginn

Ljóst er að fyrir liggur við­var­andi og djúp­stætt ósætti í sam­fé­lag­inu um núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi. Auð­lind­in, sem er þjóð­ar­inn­ar, skilar ekki nægum verð­mætum í sam­eig­in­lega sjóði og örfáar fjöl­skyldur efn­ast gríð­ar­lega og hafa gert um langt skeið. Í raun má segja að eng­inn sé sáttur við kerfið nema þeir sem hagn­ast á því og svo þeir […]