Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Öruggt húsnæði, leið úr fátæktargildru.

Ný skýrsla um fátækt barna á Íslandi hefur vakið verðskuldaða athygli og kallar á aðgerðir. Fátækt ungs fólks og barna á Íslandi er nátengd erfiðleikum fólks við að koma sér fyrir í tryggu húsnæði. Engin úrræði eru á húsnæðismarkaði fyrir stóran hóp fólks, m.a. ungt fólk, aldraða og tekjulágar fjölskyldur. Þetta fólk greiðir nær óviðráðanlega […]

Steinunn Þóra vill fund um aukin umsvif Bandaríkjahers

Í ljósi fregna um að Bandaríkjaher áformi aukin umsvif á Íslandi hefur Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður VG í utanríkismálanefnd Alþingis, óskað eftir að utanríkismálanefnd verði kölluð saman til fundar svo fljótt sem auðið er. Í formlegri ósk sinni um tafarlausan fund í nefndinni segir Steinunn Þóra það afar mikilvægt að utanríkisráðherra […]

Sjávarútvegurinn er aflögufær

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja högnuðust um 314 milljarða á sjö árum   Hagstofan gaf á dögunum út sitt árlega rit um afkomu sjávarútvegsins, hag veiða og vinnslu, og nú fyrir árið 2014. Þar staðfestist að góðærið hélt áfram í íslenskum sjávarútvegi, þó hreinn hagnaður drægist lítillega saman milli ára, þ.e. úr 18,2% árið 2013 í 15,0% 2014. Ein skýring er eflaust léleg loðnuvertíð árið 2014. EBITDA framlegðin eða fjármunamyndunin […]

Þingflokkur VG um aðkomu Íslands að TiSA

Yfirlýsing þingflokks VG vegna aðkomu Íslands að TiSA-viðræðunum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leggur ríka áherslu á að aðkoma Íslands að TiSA-viðræðunum verði endurskoðuð og gerir þá fortakslausu kröfu að engin undirritun fari fram án aðkomu Alþingis. Þingflokkur Vinstri grænna hefur haldið þessari umræðu til haga allt frá því að GATS-samningarnir voru til umfjöllunar á […]

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni!

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi […]