Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Herlaust land

Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert […]

Svo einfalt verður það

Ræða Björns Vals Gíslasonar við upphaf flokksráðsfundar um helgina. Ágætu flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir! Ég býð ykkur velkomin til fundar flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem ég veit að á eftir að vera okkur gagnlegur. Mest er þó um vert að við gerum þetta á góðum flokksráðsfundi og lítum á þennan fund sem upphaf kosningabaráttu Vinstri […]

Öruggt húsnæði, leið úr fátæktargildru.

Ný skýrsla um fátækt barna á Íslandi hefur vakið verðskuldaða athygli og kallar á aðgerðir. Fátækt ungs fólks og barna á Íslandi er nátengd erfiðleikum fólks við að koma sér fyrir í tryggu húsnæði. Engin úrræði eru á húsnæðismarkaði fyrir stóran hóp fólks, m.a. ungt fólk, aldraða og tekjulágar fjölskyldur. Þetta fólk greiðir nær óviðráðanlega […]

Steinunn Þóra vill fund um aukin umsvif Bandaríkjahers

Í ljósi fregna um að Bandaríkjaher áformi aukin umsvif á Íslandi hefur Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður VG í utanríkismálanefnd Alþingis, óskað eftir að utanríkismálanefnd verði kölluð saman til fundar svo fljótt sem auðið er. Í formlegri ósk sinni um tafarlausan fund í nefndinni segir Steinunn Þóra það afar mikilvægt að utanríkisráðherra […]

Sjávarútvegurinn er aflögufær

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja högnuðust um 314 milljarða á sjö árum   Hagstofan gaf á dögunum út sitt árlega rit um afkomu sjávarútvegsins, hag veiða og vinnslu, og nú fyrir árið 2014. Þar staðfestist að góðærið hélt áfram í íslenskum sjávarútvegi, þó hreinn hagnaður drægist lítillega saman milli ára, þ.e. úr 18,2% árið 2013 í 15,0% 2014. Ein skýring er eflaust léleg loðnuvertíð árið 2014. EBITDA framlegðin eða fjármunamyndunin […]

Þingflokkur VG um aðkomu Íslands að TiSA

Yfirlýsing þingflokks VG vegna aðkomu Íslands að TiSA-viðræðunum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leggur ríka áherslu á að aðkoma Íslands að TiSA-viðræðunum verði endurskoðuð og gerir þá fortakslausu kröfu að engin undirritun fari fram án aðkomu Alþingis. Þingflokkur Vinstri grænna hefur haldið þessari umræðu til haga allt frá því að GATS-samningarnir voru til umfjöllunar á […]

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni!

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi […]